Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

380/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 30, 12. janúar 2005, um friðun hrygningarþorsks og skarkola á vetrarvertíð. - Brottfallin

1. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Frá og með 15. apríl til kl. 10.00 30. apríl eru allar veiðar óheimilar á svæðum A til C en á tímabilinu 15. apríl til kl. 10.00 15. maí á svæði D.

  1. Á Ísafjarðardjúpi innan línu sem dregin er frá Galtarvita í Straumnesvita.
  2. Frá Hornbjargsvita austur um að Stokksnesi innan 3ja sjómílna frá fjörumarki meginlandsins.
  3. Innan 3ja sjómílna frá fjörumarki Grímseyjar.
  4. Á Húnafirði innan línu sem dregin er milli 65°41,23´N - 20°40,41´V (Hindisvík) og 66°01,28´N - 20°25,96´V (Kálfshamarsnes).

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 16. apríl 2008.

F. h. r.

Þórður Eyþórsson.

Hrefna Gísladóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica