Matvælaráðuneyti

1207/2023

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 103/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 852/2004 um hollustuhætti sem varða matvæli.

1. gr.

Á eftir 5. gr. reglugerðarinnar bætist við ný grein, 5. gr. a, svohljóðandi:

Matvælafyrirtæki sem er með starfsleyfi frá opinberum eftirlitsaðila er heimilt að selja for­pökkuð matvæli og matjurtir á matarmörkuðum þar sem ábyrgðaraðili markaðarins er með leyfi frá heilbrigðis­eftirliti svæðisins fyrir viðburðinum, gegn því að matvælafyrirtækið framvísi starfsleyfi sínu áður en markaður hefst.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995, um matvæli og öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 10. nóvember 2023.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Kolbeinn Árnason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica