Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

582/2012

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 329, 4. apríl 2012, um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2012, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

1. tl. 1. mgr. 4. gr. orðist svo:

Heimilt er að flytja aflaheimildir milli skipa sem falla undir 3.-4. tl. 1. mgr. 2. gr. ef þau eru í eigu sömu útgerðar og í sama flokki. Þá er heimilt að flytja aflaheimildir á milli skipa sem falla undir 2. tl. 1. mgr. 2. gr. sem eru í eigu sömu útgerðar strax eftir að þau hafa veitt 50% af aflaheimildum sínum.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum, til að öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 6. júlí 2012.

F. h. r.

Ásta Einarsdóttir.

Hrefna Karlsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica