Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

952/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 689, 7. júlí 2011, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2011/2012, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

1. mgr. 3. gr. orðist svo:

Á tímabilinu frá og með 1. september 2011 til og með 31. ágúst 2012 er leyfilegur heildarafli í eftirfarandi tegundum sem hér segir:

Tegund

Lestir

Skerðing skv. 3. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006 (1,33%)

Til úthlutunar á grundvelli aflahlutdeildar

1. Hörpudiskur

0

   

2. Innfjarðarækja,

1.000

   

    þ.a. Ísafjarðardjúp

1.000

13

987

Breiðafjörður, norðurfirðir

0

   

Arnarfjörður

0

   

Húnaflói

0

    

Skagafjörður

0

   

Skjálfandaflói

0

   

Öxarfjörður

0

   

Eldeyjarsvæði

0

   

2. gr.

Á eftir 2. mgr. 3. gr. kemur ný mgr. sem orðast svo:

Veiðitímabil innfjarðarækju stendur frá og með 21. október 2010 til og með 30. apríl 2011. Heimilt er með tilkynningu til leyfishafa að breyta veiðitíma á ákveðnum veiðisvæðum innfjarðarækju, að fenginni umsögn Hafrannsóknastofnunar.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er skv. ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 20. október 2011.

F. h. r.

Indriði B. Ármannsson.

Brynhildur Benediktsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica