Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

973/2011

Reglugerð um gildistöku reglugerðar ráðsins nr. 21/2004 um að koma á kerfi fyrir auðkenningu og skráningu sauðfjár og geita.

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. kafla, I. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirfarandi ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Reglugerð ráðsins (EB) nr. 21/2004 um að koma á kerfi fyrir auðkenningu og skráningu sauðfjár og geita og breytingu á reglugerð (EB) nr. 1782/2003 og tilskipunum 92/102/EBE og 64/432/EBE. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007 frá 1. maí 2010.
  2. Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1560/2007 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 21/2004 að því er varðar dagsetningu innleiðingar á rafrænni auðkenningu sauðfjár og geita. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 41/2009 frá 1. maí 2010.
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 933/2008 um breytingu á viðaukanum við reglugerð ráðsins (EB) nr. 21/2004 að því er varðar aðferðir til auðkenningar á dýrum og efni flutningsskýrslna. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 114/2010 frá 11. nóvember 2010.
  4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 759/2009 um breytingu á viðaukanum við reglugerð ráðsins (EB) nr. 21/2004 um að koma á kerfi fyrir auðkenningu og skráningu sauðfjár og geita. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 114/2010 frá 11. nóvember 2010.

2. gr.

Reglugerð ráðsins (EB) nr. 21/2004 er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa. Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1560/2007 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 6, frá 5. febrúar 2010, bls. 305. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 933/2008 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 5, frá 27. janúar 2011, bls. 121. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 759/2009 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 5, frá 27. janúar 2011, bls. 293.

3. gr.

Tilvísanir í gerðum sem tilgreindar eru í 1. gr. er varða ákvæði í hinni sameiginlegu landbúnaðarlöggjöf Evrópusambandsins (CAP) gilda ekki við framkvæmd reglugerðar þessarar.

4. gr.

Þrátt fyrir ákvæði 4. gr. reglugerðar ráðsins (EB) 21/2004 er heimilt að nota eitt auðkennismerki í stað tveggja fyrir sauðfé og geitur sem skylt er að merkja. Þó skal síðara auðkenni skv. ákvæðum reglugerðarinnar bætt við sé gripurinn seldur til lífs milli býla.

Hafi verið tekin ákvörðun um skyldu til að auðkenna sauðfé eða geitur á rafrænan hátt gilda sömu reglur um fjölda auðkenna fyrir hvern grip.

5. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 93/1995 um matvæli.

6. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt XI. kafla laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.

7. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli og 17. gr. laga nr. 103/2002 um búfjárhald o.fl. og öðlast gildi 1. nóvember 2011.

Bráðabirgðaákvæði.

Ekki er krafist endurmerkingar á nautgripum sem eru fæddir fyrir gildistöku reglugerðar þessarar sem skráðir eru í kynbótaskýrsluhaldskerfi Bændasamtaka Íslands og er einstaklingsmerktir á fullnægjandi hátt. Ef slíkt merki týnist úr grip skal hann þó merktur skv. ákvæðum þessarar reglugerðar.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 11. október 2011.

Jón Bjarnason.

Baldur P. Erlingsson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica