Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

847/2010

Reglugerð um veiðigjald og þorskígildi fiskveiðiárið 2010/2011. - Brottfallin

1. gr.

Fiskistofa leggur á veiðigjald. Á fiskveiðiárinu 1. september 2010 til 31. ágúst 2011 skulu eigendur skipa greiða kr. 6,44 fyrir hvert þorskígildiskílógramm úthlutaðra veiðiheimilda.

Veiðigjald skal lagt á við úthlutun veiðiheimilda sem úthlutað er á grundvelli aflahlutdeildar. Veiðigjald vegna aflamarks sem úthlutað er 1. september fellur í gjalddaga með þremur jöfnum greiðslum 1. október, 1. janúar og 1. maí. Taki úthlutun veiðiheimilda gildi eftir þann tíma fellur gjaldið í gjalddaga við útgáfu tilkynningar um úthlutaðar veiðiheimildir.

Veiðigjald landaðs afla einstakra tegunda, sem ekki eru háðar aflamarki , skal lagt á þann 31. ágúst 2011. Gjaldið skal miða við landaðan afla á tímabilinu 1. ágúst 2010 til 31. júlí 2011 og afla sem fenginn er við strandveiðar á tímabilinu 1. maí til 31. ágúst 2011 samkvæmt veiðigjaldi og þorskígildisstuðlum þess tímabils sem afli var veiddur. Gjalddagi þess skal vera 1. október 2011.

Eigandi skips við álagningu veiðigjalds er ábyrgur fyrir greiðslu þess.

2. gr.

Þorskígildisstuðlar fyrir fiskveiðiárið 1. september 2010 til 31. ágúst 2011 eru þessir:

Tegund

Stuðlar

Tegund

Stuðlar

Tegund

Stuðlar

Þorskur

1,00

Humar (slitinn)

4,51

Spærlingur

0,09

Ýsa

0,95

Innfjarðarækja

0,58

Trjónukrabbi

0,09

Ufsi

0,64

Úthafsrækja

0,63

Geirnyt

0,35

Karfi

0,74

Litli karfi

0,49

Smokkfiskur

0,11

Langa

0,51

Lýsa

0,44

Beitukóngur

0,28

Keila

0,34

Blálanga

0,51

Kúskel

2,60

Steinbítur

0,87

Slétti langhali

0,27

Blágóma

0,14

Skötuselur

1,92

Tindaskata

0,06

Búrfiskur

0,37

Grálúða

2,21

Hlýri

0,97

Snarphali

0,35

Skarkoli

0,80

Skata

0,60

Náskata

0,20

Sólkoli

1,07

Háfur

0,75

Sandhverfa

3,32

Langlúra

0,60

Hákarl

0,04

Urrari

0,11

Sandkoli

0,24

Hámeri

1,39

Stinglax

0,49

Skrápflúra

0,34

Gulllax

0,47

Ígulker

0,35

Annar flatfiskur

0,26

Lúða

2,87

Sæbjúga

0,10

Síld

0,11

Öfugkjafta

0,28

Rauðmagi

0,47

Loðna

0,17

Gulldepla

0,09

Grásleppa

0,74

Stóra brosma

0,24

Vogmær

0,11

Hvítskata

0,18

Þorskígildisstuðlar vegna aflaheimilda sem miðast við almanaksárið 2011 eru þessi:

Tegund

Stuðlar

Norsk-íslensk síld

0,16

Norður-Íshafsþorskur

1,00

Kolmunni

0,13

Úthafskarfi

0,86

Rækja á Flæmingjagrunni

0,44

Makríll

0,14

Ofangreindir stuðlar gilda við álagningu veiðigjalds, sbr. 22. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða með síðari breytingum.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Frá sama tíma fellur úr gildi auglýsing nr. 591, 15. júlí 2010, um veiðigjald og þorskígildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 1. nóvember 2010.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Arndís Á. Steinþórsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica