Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

840/2010

Reglugerð um (20.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru.

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í III. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 3/2010 frá 30. janúar 2010 öðlast eftirfarandi EB-gerð gildi hér á landi:

Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2009/74/EB um breytingu á tilskipunum ráðsins 66/401/EBE, 66/402/EBE, 2002/55/EB og 2002/57/EB að því er varðar grasafræðiheiti plantna, vísindaheiti annarra lífvera og tiltekna viðauka við tilskipanir 66/401/EBE, 66/402/EBE og 2002/57/EB með hliðsjón af framförum á sviði vísinda og tækni.

2. gr.

Ofangreind tilskipun framkvæmdastjórnarinnar er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerðin tekur þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 19. október 2010.

Jón Bjarnason.

Baldur P. Erlingsson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica