Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 20. apríl 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 19. maí 2012

400/2008

Reglugerð um skírteini útgefin af Flugmálastjórn Íslands.

I. KAFLI Almenn ákvæði.

I. kafli um almenn ákvæði byggir að öllu leyti á viðauka 1 (Personnel licensing) við Chicago-samninginn, 10. útgáfu júlí 2006 (til og með breytingu 168) og orðskýringum úr JAR-FCL 1, 2 og 3 útgefið af Flugöryggissamtökum Evrópu JAA. Stuðst hefur verið við sömu greinanúmer viðauka 1 við Chicago-samninginn til að auðvelda uppfærslu og leiðréttingar. Texti sem er innan sviga er yfirleitt til nánari skýringar.

Víða í reglugerðinni er vísað til reglugerðar um skírteini flugliða á flugvél sem hefur að geyma JAR-FCL 1 í fylgiskjali við reglugerðina, reglugerðar um skírteini flugliða á þyrlu sem hefur að geyma JAR-FCL 2 í fylgiskjali við reglugerðina og reglugerðar um heilbrigðiskröfur flugliða sem hefur í fylgiskjali við reglugerðina að geyma JAR-FCL 3.

1.1. Orðskýringar
Þegar eftirfarandi orð og orðasambönd eru notuð í þessari reglugerð, reglugerð um skírteini flugliða á flugvél, reglugerð um skírteini flugliða á þyrlu, reglugerð um skírteini flugumferðarstjóra og reglugerð um heilbrigðiskröfur flugliða hafa þau þá merkingu sem hér segir:
Aðstoðarflugmaður
(Co-pilot):
Flugmaður, sem er handhafi flugskírteinis og hefur hvers konar flugmannsstarf í loftfari, annað en starf flugstjóra, þó ekki flugmaður sem er í loftfarinu eingöngu til að njóta flugþjálfunar.
Afkastageta flugvélar
(Aeroplane performance):
Útreiknaðir og prófaðir eiginleikar flugvélar, að því er varðar getu og takmörk hennar á öllum stigum flugs, við aðstæður sem hún kann að vera starfrækt við.
AIC
(Aeronautical Information Circular):
Upplýsingabréf um flugmál.
AIP
(Aeronautical Information Publication):
Flugupplýsingahandbók.
Akstur loftfara
(Taxiing):
Hreyfingar loftfars með eigin afli um flugvöll, að undanskildu flugtaki og lendingu, en að meðtöldu flugi þyrlna rétt yfir yfirborði flugvallar innan áhrifa frá jörðu og með aksturshraða loftfara, þ.e. flugakstur.
AMC
(Acceptable Means of Compliance):
Viðeigandi og tækar leiðir (tækar leiðir til að fullnægja skilyrðum JAR-FCL)
Annar þjálfunarbúnaður
(Other Training Devices):
Þjálfunarbúnaður annar en flughermar, flugþjálfunarbúnaður eða búnaður til þjálfunar verklags í flugi og flugleiðsögu þar sem unnt er að veita þjálfun ef fullbúið stjórnklefaumhverfi er ekki nauðsynlegt.
Áritun
(Rating):
Heimild rituð á skírteini eða fylgiblað sem telst hluti þess og segir til um sérstök skilyrði, réttindi eða takmarkanir, tengd skírteininu.
Atvinnuflug
(Commercial aviation):
Almennt hugtak um flugstarfsemi sem stendur almenningi til boða gegn gjaldi.
Atvinnuflugmaður
(Professional Pilot):
Flugmaður með flugskírteini sem heimilar stjórnun loftfars í starfrækslu gegn gjaldi.
Atvinnuflutningar
(Air transport operations
for remuneration or hire):
Flutningar með loftförum gegn endurgjaldi í reglubundnu eða óreglubundnu flugi.
Áhafnarsamstarf
(Multi-crew co-operation):
Samstarf flugáhafnar undir stjórn flugstjóra.
Blindflug (IFR-flight): Flug samkvæmt blindflugsreglum (IFR).
Blindflugsskilyrði
(Instrument meteorological conditions, IMC):
Veðurskilyrði neðan við lágmark sjónflugsskilyrða, tilgreind sem skyggni, fjarlægð frá skýjum og skýjahæð.
Blindflugstími
(Instrument flight time):
Tími sá sem flugmaður stjórnar loftfari eingöngu eftir mælitækjum án viðmiðunar utan stjórnklefans.
Blindflugsþjálfi
(Basic instrument flight trainer):
Sjá flugþjálfi.
Blindflugsæfingatími á jörðu
(Instrument ground time):
Tími sá sem flugmaður æfir blindflug á jörðu niðri í flugþjálfa sem viðurkenndur hefur verið af Flugmálastjórn til slíkrar þjálfunar.
Breyting (skírteinis)
(Conversion of Licence):
Útgáfa JAR-FCL skírteinis á grundvelli skírteinis sem gefið er út af ríki utan JAA.

Efni og lyf með geðræn áhrif

(Psychoactive substances):

Alkóhól, opíumefni, kannabisefni, róandi lyf, svefnlyf, kókaín og önnur örvandi lyf, ofskynjunarefni og önnur lífræn leysiefni. Kaffi og tóbak er undanskilið.
Eftirlitsflugmaður
(Check-pilot):
Flugmaður sem falið er það verkefni að kenna, hafa eftirlit með og prófa færni flugmanna til viðhalds eða til aukningar réttinda þeirra. Eftirlitsflugmaðurinn er tilnefndur af Flugmálastjórn eða af flugrekanda og samþykktur af Flugmálastjórn.
Einflugstími (Solo flight time): Fartími sá sem flugnemi er einn í loftfarinu.
Einkaflug
(Private aviation):
Flugstarfsemi sem stunduð er fyrst og fremst ánægjunnar vegna, eða til öflunar frekari réttinda, og ekkert endurgjald kemur fyrir. Það telst jafnframt einkaflug ef maður flýgur í tengslum við starf sitt og hefur ekki hagnað af rekstri loftfarsins né fær sérstaklega greitt fyrir að stjórna því. Það telst ekki endurgjald þótt aðilar skipti með sér beinum kostnaði vegna loftfarsins.
Einkaflugmaður
(Private Pilot):
Flugmaður sem er handhafi flugskírteinis sem heimilar ekki stjórnun loftfars í starfrækslu gegn gjaldi.
Einstjórnarflugvélar
(Single-pilot aeroplanes):
Flugvélar með tegundarskírteini fyrir einn flugmann í áhöfn
Einstjórnarþyrlur
(Single-pilot helicopters):
Þyrlur með tegundarskírteini fyrir einn flugmann í áhöfn.
Endurnýjun (t.d. áritunar eða leyfis): Stjórnvaldsaðgerð sem gerð er eftir að áritun eða leyfi eru útrunnin og sem endurnýjar réttindi áritunarinnar eða leyfisins um nánar tiltekinn tíma að uppfylltum tilteknum skilyrðum.
Fartími flugvélar
(Flight time aeroplanes):
Allur tíminn frá því að flugvél hreyfist af stað í því skyni að hefja flugtak þar til hún stöðvast að afloknu flugi.
Fartími þyrlu
(Flight time heicopters):
Allur tíminn frá því að þyrlublöð byrja að snúast þar til þyrlan stöðvast að afloknu flugi og þyrlublöðin stöðvast.
Fartími flugnema sem flugstjóri (SPIC)
(Student pilot-in command):
Fartími þegar flugkennari fylgist einungis með flugnemanum en á ekki að hafa áhrif á eða stjórna flugi loftfarsins.
Fartími í svifflugi
(Glider flight time):
Allur fartíminn, hvort sem sviffluga er í togi eða ekki, frá því að hún hreyfist af stað í flugtaki þar til hún stöðvast að afloknu flugi.
Fartími með kennara
(Dual instruction time):
Fartími sá sem einhver nýtur flugkennslu í loftfari hjá flugmanni með tilskilin réttindi.
Ferðavélsviffluga (TMG)
(Touring Motor Glider (TMG)):
Vélsviffluga með lofthæfivottorð sem gefið er út eða samþykkt af aðildarríki JAA og er með sambyggðan, óinndrægan hreyfil og óinndræga skrúfu. Hún skal geta hafið sig á loft og klifrað fyrir eigin afli í samræmi við flughandbók viðkomandi svifflugu.
Fjarleiðsaga
(Radio navigation):
Öll notkun þráðlausra fjarskipta til að ákvarða staðsetningu, fá upplýsingar um stefnu og til að vara við hindrunum eða hættum.
Fjölstjórnarflugvélar
(Multi-pilot aeroplanes):
Flugvélar með tegundarskírteini til starfrækslu með minnst tveimur flugmönnum í áhöfn, eða sem krafist er að séu starfræktar með minnst tveimur flugmönnum í áhöfn í samræmi við JAR-OPS.
Fjölstjórnarþyrlur
(Multi-pilot helicopters):
Þyrlur með tegundarskírteini til starfrækslu með minnst tveimur flugmönnum í áhöfn, eða sem krafist er að séu starfræktar með minnst tveimur flugmönnum í áhöfn í samræmi við JAR-OPS.
Flug
(Route sector):
Flug sem í er flugtak, brottför, farflug ekki skemmra en 15 mínútur, koma, aðflug og lending.
Flugaðferðaþjálfi
(Flight procedures trainer):
Sjá flugþjálfi.
Flugáætlun
(Flight plan):
Tilteknar upplýsingar um fyrirhugað flug eða hluta þess, látnar flugumferðarþjónustudeild í té.
Flugbraut (Runway): Afmarkað rétthyrnt svæði á flugvelli, gert til flugtaks og lendingar loftfara.
Flugbrautarskyggni
(Runway visual range):
Fjarlægð þaðan sem flugmaður loftfars á miðlínu flugbrautar getur séð yfirborðsmerkingar flugbrautarinnar eða ljós þau sem afmarka hana eða sýna miðlínu hennar.
Flughandbók loftfars
(Aircraft Flight Manual):
Handbók sem tengd er lofthæfivottorðinu, þar sem tilgreint er innan hvaða marka loftfarið er talið lofthæft og þar sem gefnar eru nauðsynlegar leiðbeiningar og upplýsingar fyrir flugliða um örugga starfrækslu loftfarsins.
Flughermir (Flight simulator): Sjá flugþjálfi.
Flughæð
(Altitude):
Lóðrétt fjarlægð lárétts lags, punkts eða hlutar, sem litið er á sem punkt, mæld frá meðalsjávarmáli (MSL).
Fluglag
(Flight level):
Flötur með jöfnum loftþrýstingi sem miðaður er við ákveðið loftþrýstimið, 1013,2 Hektopasköl (hPa) (1013,2 mb) og aðgreindur er frá öðrum slíkum flötum af tilteknum loftþrýstingsmun.
Flugliði
(Flight crew member):
Áhafnarliði sem er handhafi fullgilds skírteinis og falið er starf sem nauðsynlegt er við stjórn og starfrækslu loftfars meðan á fartíma stendur.
Fluglæknasetur
(AMC):
Fluglæknasetur er háð leyfisveitingu aðildarríkis JAA til starfsemi og er undir stjórn og ábyrgð samþykkts fluglæknis (AME). Fjöldi fluglæknasetra er háður ákvörðun Flugmálastjórnar Íslands. Fluglæknar sem starfa í fluglæknasetri meta heilbrigði umsækjenda og handhafa skírteina. Fluglæknasetur getur gefið út heilbrigðisvottorð í umboði Flugmálastjórnar Íslands, þó ekki við fyrstu 1. flokks skoðun (JAR-FCL 3) og ef einhverjar athugasemdir við skoðun hafa verið gerðar.
Fluglæknir
(AME):
Fluglæknir er handhafi lækningaleyfis og sérstaks leyfis aðildarríkis JAA til fluglækninga. Starf fluglæknis takmarkast við gerð staðlaðs heilbrigðismats í skýrsluformi vegna framlengingar, endurnýjunar og útgáfu heilbrigðisvottorðs sem Flugmálastjórn Íslands gefur út.
Flugmálahandbók - AIP (Aeronautical Information Publication - AIP): Bók, sem gefin er út af flugmálastjórn ríkis eða á hennar vegum og í eru varanlegar upplýsingar um flug, nauðsynlegar fyrir flugleiðsögu.
Flugrekandi
(Operator):
Einstaklingur, fyrirtæki eða stofnun sem stundar eða býðst til að stunda rekstur loftfara. Flugrekandi þarf tilskilin leyfi Flugmálastjórnar Íslands til að stunda atvinnuflug.
Flugstjóri
(Pilot-in-command):
Flugmaður sem ber ábyrgð á ferðum og öryggi loftfars meðan á fartíma stendur.
Flugtími
(Time in service):
Sá hluti fartíma sem líður frá þeirri stundu að loftfar lyftist frá yfirborði jarðar þar til það snertir hana aftur á næsta lendingarstað.
Flugturn (Aerodrome control tower): Deild sem veitir flugvallarumferð flugstjórnarþjónustu.
Flugumferðarstjóri með tilskilin réttindi (Rated air traffic controller): Flugumferðarstjóri sem er handhafi skírteinis með gildri áritun fyrir viðeigandi störf.
Flugumferðarþjónustudeild
(Air traffic services unit):
Almennt hugtak sem táknar ýmist flugstjórnardeild, flugupplýsinga-miðstöð eða flugvarðstofu.
Flugvél
(Aeroplane):
Vélknúið loftfar þyngra en loft sem helst á flugi aðallega vegna verkana loftsins á vængfleti sem eru óhreyfanlegir meðan á tilteknum þætti flugs stendur.
Flugvélstjóri
(Flight Engineer):
Flugvélstjóri er einstaklingur sem uppfyllir kröfur í JAR-FCL (einnig í 2. þætti).
Flugverji
(Crew member):
Áhafnarliði sem gegnir starfi um borð í loftfari meðan á fartíma stendur enda telst starf hans nauðsynlegt fyrir örugga starfrækslu loftfarsins eða fyrir öryggi farþeganna.
Flugþjálfi
(Synthetic flight trainer):
Sameiginlegt nafn á eftirtöldum gerðum tækja á jörðu þar sem líkt er eftir flugaðstæðum. Sjá einnig reglugerð JAA um flugþjálfa: JAR-FTD.
-Blindflugsþjálfi
(Basic instrument flight trainer):
Sem búinn er viðeigandi mælitækjum til að líkja eftir aðstæðum í stjórnrými loftfars á flugi í blindflugsskilyrðum.
-Flugaðferðaþjálfi
(Flight procedures trainer):
Sem gefur raunhæfa mynd af stjórnrými þar sem líkja má eftir viðbrögðum mælitækja og stjórn á vélrænum kerfum, rafmagns- og rafeindakerfum, svo og öðrum kerfum, ásamt getumörkum og flugeiginleikum loftfars af tilteknum flokki.
-Flughermir
(Flight simulator):
Sem gefur svo nákvæma mynd af stjórnrými tiltekinnar tegundar loftfars að stjórn vélrænna kerfa, rafmagns- og rafeindakerfa, svo og annarra kerfa, líkist í raun réttri því sem er í þessari tegund loftfars. Enn fremur líkjast umhverfi flugliða, getumörk loftfarsins og flugeiginleikar á sama hátt.
Flugþjónustuleið
(ATS route):
Tiltekin leið sem flugumferð er beint eftir, svo sem nauðsynlegt þykir þegar flugumferðarþjónusta er veitt.
Framlenging
(t.d. áritunar eða leyfis):
Stjórnvaldsaðgerð sem gerð er á gildistímabili áritunar eða leyfis og leyfir handhafa að halda áfram að neyta réttinda áritunar eða leyfis um nánar tiltekinn tíma að uppfylltum tilteknum kröfum.
Fullgilding skírteinis
(Rendering a licence valid):
Gildistaka skírteinis, sem gefið hefur verið út af öðru aðildarríki, í stað útgáfu sérstaks íslensks skírteinis.
Færnipróf
(Skill test):
Færnipróf eru sönnun á færni vegna útgáfu skírteinis eða áritunar, svo og þau munnlegu próf sem prófdómari kann að krefjast.
Gerð (loftfars)
(Category (of aircraft)):
Gerð loftfara samkvæmt tilgreindum grunneiginleikum, t.d. flugvél, þyrla, sviffluga, laus loftbelgur.
Gildandi flugáætlun (Current flight plan): Flugáætlun með þeim breytingum sem á henni kunna að hafa verið gerðar með flugheimildum.
Grannskoðun
(Overhaul):
Prófanir og/eða framkvæmdir á loftförum eða hlutum til þeirra í samræmi við gildandi fyrirmæli og leiðbeiningar. Hér getur verið um að ræða endurnýjun, að nokkru eða öllu leyti, sem hefur í för með sér að talning gangtíma hlutaðeigandi loftfara eða hluta til þeirra hefst að nýju frá byrjun.
Gæðakerfi
(Quality system):
Stjórnskipulag, skipting ábyrgðar, verklagsreglur, ferli og aðföng sem nauðsynleg eru til að koma á fót gæðastjórnun. (ISO 8402).
Heilbrigðisskor
(AMS) / Trúnaðarlæknar FMS:
Hluti skírteinadeildar flugöryggissviðs, þar sem starfandi læknir kemur fram fyrir hönd flugmálayfirvalda.
Heilbrigðisvottorð
(Medical Assessment):
Staðfesting útgefin af Flugmálastjórn þess efnis að skírteinishafi fullnægi tilgreindum heilbrigðiskröfum.
Hæð
(Height):
Lóðrétt fjarlægð lárétts lags, punkts eða hlutar, sem litið er á sem punkt, mæld frá tiltekinni viðmiðun.
Hæfnipróf
(Proficiency test):
Sýnt fram á hæfni í því skyni að framlengja eða endurnýja áritun, svo og þau munnlegu próf sem prófdómari kann að krefjast.
IEM (Interpretative and Explanatory Material): Leiðbeinandi skýringarefni.
IFR (Instrument flight rules): Alþjóðleg skammstöfun sem notuð er um blindflugsreglur.
ILS (Instrument landing system): Blindlendingarkerfi.
IMC
(Instrument meteorological conditions):
Alþjóðleg skammstöfun sem notuð er um blindflugsskilyrði.
JAA (Joint Aviation Authorities): Flugöryggissamtök Evrópu.
JAA stjórnunar- og leiðbeiningarefni
(Administrative and Guidance Material):
Leiðbeiningarefni gefið út af JAA.
JAR (Joint Aviation Requirements): Kröfur Flugöryggissamtaka Evrópu.
JAR-FCL 1 Kröfur Flugöryggissamtaka Evrópu um skírteini flugmanna/flugvél. Sjá reglugerð um skírteini flugliða á flugvél. Sjá fylgiskjal I við reglugerð um skírteini flugliða á flugvél.
JAR-FCL 2 Kröfur Flugöryggissamtaka Evrópu um skírteini flugmanna/þyrla. Sjá reglugerð um skírteini flugliða á þyrlu. Sjá fylgiskjal I við reglugerð um skírteini flugliða á þyrlu.
JAR-FCL 3 Heilbrigðiskröfur Flugöryggissamtaka Evrópu um skírteini flugliða. Sjá reglugerð um heilbrigðiskröfur flugliða. Sjá fylgiskjal I við reglugerð um heilbrigðiskröfur flugliða.
JAR-STD Kröfur flugöryggissamtaka Evrópu um flugþjálfa (Synthetic Training Device).
Kennsluflug
(Instructional flying):
Kennsluflug er það þegar loftfar er notað við formlega flugkennslu með flugkennara um borð eða þegar flugnemi flýgur einn undir eftirliti flugkennara.
Landflug
(Cross-country flight):
Flug til fyrirfram ákveðins staðar farið einkum til þess að afla reynslu í flugleiðsögu og telst 5 sjómílur frá brottfararstað að 5 sjómílum frá áfangastað.
Leiðarflug
(En-route flight):
Sá hluti flugs milli áfangastaða sem ekki telst til brottflugs eða aðflugs.
Leiðarflugáætlun
(Operational flight plan):
Áætlun flugrekanda um öruggan framgang flugsins, gerð með hliðsjón af getumörkum loftfarsins, öðrum rekstrartakmörkunum og þeim skilyrðum sem skipta máli og búast má við á leið þeirri, sem fara á, og á hlutaðeigandi flugvöllum.
Leiguflug
(Charter flight):
Með leiguflugi er átt við óreglubundið flug til flutnings á farþegum og vörum í loftförum sem hafa hámarksmassa 5700 kg eða meira eða sem viðurkennd eru til flutnings á 10 farþegum eða fleiri.
Loftbelgur (Balloon): Loftfar sem er léttara en loft og ekki er vélknúið.
Loftbraut (Airway): Flugstjórnarsvæði eða hluti þess í gervi loftganga sem markað er flugvitum.
Loftfar
(Aircraft):
Sérhvert það tæki sem haldist getur á flugi vegna verkana loftsins, annarra en loftpúðaáhrifa við yfirborð jarðar.
Loftfar léttara en loft
(Lighter-than-air aircraft):
Sérhvert loftfar sem helst uppi aðallega fyrir tilverknað flotkrafta sinna í lofti.
Loftfarsgerð
(Aircraft - category):
Flokkun loftfara eftir grundvallareiginleikum, svo sem flugvél, sviffluga, þyrla, frjáls loftbelgur o.s.frv.
Loftfar skráð fyrir starfrækslu eins flugmanns (Aircraft certificated for single-pilot operation): Tegund loftfars sem Flugmálastjórn hefur viðurkennt að hægt sé að starfrækja af öryggi með einum flugmanni.
Loftfarstegund
(Aircraft - type of):
Öll loftför, hönnuð á sama hátt í grundvallaratriðum, með þeim breytingum sem á þeim kunna að hafa verið gerðar svo fremi að þær hafi ekki haft í för með sér breytta flugeiginleika.
Loftfar þyngra en loft
(Heavier-than-air aircraft):
Sérhvert loftfar sem fær lyftikraft sinn á flugi aðallega frá loftkröftum.
Lyf (Medicines) Lyf sem fást með eða án lyfseðils.
Lækningastofnun
(Medical Institute):
Lækningastofnun er stofnun þar sem fara fram klíniskar rannsóknir, auk þess er þar þjálfunaraðstaða og þar starfa ýmsir sérfræðingar, þar á meðal sérfræðingar í fluglæknisfræði sem fullnægja tæknilegum þörfum á viðeigandi sviði fluglæknisfræði.
Mannleg geta (Human performance): Mannleg geta sem hefur áhrif á öryggi og færni í starfi í flugi.
Meðalloft (Standard atmosphere): Alþjóðlega skilgreint meðalástand lofthjúps jarðar.
Misnotkun efna og lyfja:
(problematic use of substances)
Notkun starfsfólks í flugi á einhverju eða fleiri efnum eða lyfjum sem hafa geðræn áhrif þannig að það
a) valdi beinni hættu fyrir notandann eða stefni í hættu lífi, heilsu eða velferð annarra og/eða
b) valdi starfstengdum, félagslegum, andlegum eða líkamlegum vandamálum eða sjúkdómum.
NOTAM
(Notices to airmen):
Tilkynning sem nauðsynlegt er að berist sem fyrst til þeirra aðila, sem flugstörf stunda, og hefur að geyma upplýsingar um uppsetningu, ástand eða breytingu á hvers konar flugbúnaði, þjónustu eða starfsháttum, svo og um hættur eða hindranir.
Nótt
(Night):
Sá tími sem miðpunktur sólar er 6° eða meira fyrir neðan sjóndeildarhring.
Óreglubundið flug
(Non-Scheduled Flights):
Með óreglubundnu flugi er átt við leiguflug, þjónustuflug og kennsluflug.
PAR (Precision approach radar): Nákvæmnisratsjá.
PFT
(Proficiency flight test/training):
Hæfniflugpróf/þjálfun sem Flugmálastjórn hefur viðurkennt til þess að viðhalda eða öðlast á ný viss réttindi tengd skírteinum samkvæmt þessari reglugerð.
PPI (Plan position indicator): Hringsjá.
PT
(Proficiency test/training):
Hæfnipróf/þjálfun, sem Flugmálastjórn hefur viðurkennt, til þess að viðhalda eða öðlast á ný viss réttindi tengd skírteinum samkvæmt þessari reglugerð.
Rafeindabúnaður loftfara
(Aircraft avionics):
Sérhvert rafeindatæki, sem notað er í loftförum, að meðtöldum rafmagnsbúnaði þess. Þar er með talinn fjarskiptabúnaður, einnig sjálfstýribúnaður og mælakerfi sem rafeindatækni er notuð við.
Ríki flugrekanda
(State of Operator):
Ríki þar sem flugrekandinn hefur aðalaðsetur flugrekstrar síns, eða ef slíkur staður er ekki til, þá fast heimilisfang.
RVR (Runway visual range): Flugbrautarskyggni.
Samþykkt viðhaldsstofnun
(Approved maintenance organization):
Stofnun sem fengið hefur samþykki Flugmálastjórnar Íslands til að skoða, grannskoða, viðhalda, gera við og/eða breyta loftförum eða hluta þeirra undir umsjón sem viðurkennd er af Flugmálastjórn og/eða flugmálastjórn viðeigandi lands.
Sjónflug (VFR-flight): Flug samkvæmt sjónflugsreglum (VFR).
Skírteinishafi
(Licenced airman):
Handhafi skírteinis sem Flugmálastjórn hefur gefið út eða viðurkennt og veitir honum réttindi til þess að starfa í loftfari eða við það, eða við störf sem tengjast starfrækslu þess.
Skírteinisstjórnvald
(Licensing authority):
Það stjórnvald sem aðildarríki hefur tilnefnt til útgáfu skírteina. Hér á landi Flugmálastjórn/flugöryggissvið. Í þessari reglugerð er litið svo á að aðildarríki hafi falið skírteinisstjórnvaldi ábyrgð á eftirfarandi:
- mat á hæfni umsækjanda til að fá í hendur skírteini eða áritun,
- útgáfu skírteina, áritana og heilbrigðisvottorða,
- tilnefningu og leyfisveitingu viðurkenndra einstaklinga,
- viðurkenningu námskeiða,
- viðurkenningu á notkun flugþjálfa og veitingu leyfa til að nota þá til að öðlast reynslu og sýna þá hæfni sem krafist er vegna útgáfu skírteinis eða áritunar, og
- fullgildingu skírteina sem gefin eru út af öðru aðildarríki ICAO.
Skráð flugáætlun
(Filed flight plan):
Flugáætlun sem flugmaður eða tilnefndur fulltrúi hans hefur skráð hjá flugumferðarþjónustudeild án breytinga sem seinna kunna að hafa verið gerðar á henni.
Skráningarríki (State of Registry): Ríkið sem hefur loftfarið á loftfaraskrá sinni.
Skyggni
(Visibility):
Skilyrði til að sjá og greina áberandi óupplýsta hluti að degi til og áberandi upplýsta hluti að næturlagi. Skilyrðin markast af ástandi andrúmsloftsins og eru tilgreind í fjarlægðareiningum.
Skýjahæð
(Ceiling):
Sú hæð frá yfirborði jarðar upp að neðra borði lægsta skýjalags, neðan við 20000 fet (6000 m), sem þekur meira en helming himinhvolfsins.
SRE (Surveillance radar element): Stefningarratsjá.
Staðfesta lofthæfi
(Certify as airworthy):
Að staðfesta það að loftfar, eða hluti þess, fullnægi gildandi skilyrðum um lofthæfi eftir grannskoðun, viðgerð, breytingu eða ísetningu.
Stefna
(Heading):
Stefna sú, sem langás loftfars vísar í, venjulega tilgreind í gráðum frá norðri (réttstefna, segulstefna, kompásstefna eða netstefna).
Stjórnað flug (Controlled flight): Flug sérhvers loftfars sem veitt er flugstjórnarþjónusta.
Stjórnað sjónflug (Controlled VFR flight): Stjórnað flug í samræmi við sjónflugsreglur.
Stýra loftfari (Pilot): Að handfjalla stjórntæki loftfars meðan á fartíma stendur.
Sviffluga
(Glider):
Loftfar, sem ekki er vélknúið, þyngra en loft, og haldist getur á flugi aðallega vegna verkana loftkrafta á fleti sem eru óhreyfanlegir meðan á tilteknum þætti flugs stendur.
Trúnaðarlæknir: Sá fluglæknir sem starfar í heilbrigðisskor (AMS) Flugmálastjórnar Íslands.
Undirrita viðhaldsvottorð
(Sign a maintenance release):
Að votta að eftirlit og viðhald hafi verið framkvæmt á fullnægjandi hátt og samkvæmt aðferðum þeim, sem viðhaldshandbókin mælir fyrir um, með því að gefa út viðhaldsvottorð.
Vallarskyggni (Ground visibility): Skyggni á flugvelli tilkynnt af viðurkenndum athuganda.
Verkflug
(Aerial work):
Sérstök flugstarfsemi framkvæmd með loftförum í atvinnuskyni, aðallega í landbúnaði, byggingarvinnu, við ljósmyndun og ýmiss konar kannanir úr lofti. Hér er þó ekki átt við atvinnuflutninga eins og þeir eru skilgreindir í reglugerð um flugrekstur og viðbæti 6, I. hluta, við stofnskrá Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, ICAO Annex 6, Part I.
VFR (Visual flight rules): Alþjóðleg skammstöfun sem notuð er um sjónflugsreglur.
VHF (Very high frequency): Örtíðni.
Viðhald (Maintenance): Hvert um sig eða einhver samsetning af grannskoðun, viðgerð, skoðun endurnýjun, breytingu eða lagfæringu á galla á loftfari/íhlut loftfars til að tryggja áframhaldandi lofthæfi.
Viðurkennd þjálfun
(Approved training):
Þjálfun samkvæmt ákveðinni námskrá og undir umsjón sem samþykkt er af Flugmálastjórn.
Viðurkennd þjálfunarstöð
(Approved training organization)
Stofnun sem hefur verið samþykkt í samræmi við gildandi reglur til að þjálfa flugliða undir eftirliti Flugmálastjórnar.
Viðurkennt læknisfræðilegt mat
(Accredited medical conclusion):
Niðurstaða sem einn eða fleiri sérfræðilæknar, viðurkenndir af Flugmálastjórn, hafa komist að í tilteknu tilviki. Samráð má hafa, þegar þurfa þykir í slíku máli, við sérfræðinga í flugrekstri eða á öðrum sviðum.
Voka
(Hover):
Að fljúga (venjulega í lítilli hæð yfir jörðu) þannig, að loftfarið sé í kyrrstöðu miðað við yfirborð jarðar.
Þjónustuflug: Óreglubundið flug til flutninga á farþegum og vörum í loftförum sem hafa hámarksmassa undir 5700 kg og viðurkennd eru til flutnings á allt að 9 farþegum.
Þyrilvængja
(Rotorcraft):
Loftfar, þyngra en loft, sem helst á flugi aðallega vegna lyftikrafts sem einn eða fleiri þyrlar framleiða.
Þyrla
(Helicopter):
Þyrilvængja sem heldur láréttu flugi aðallega fyrir tilverknað hreyfilknúinna þyrla.
1.2. Almennar reglur um skírteini (General rules concerning licences).
Starfsréttindi.
Reglugerð þessi tekur til útgáfu skírteina til eftirtalinna aðila:
a) Flugliðar
1) skírteini flugnema/flugvél og flugnema/þyrla
2) einkaflugmannsskírteini/flugvél
3) atvinnuflugmannsskírteini/flugvél
4) atvinnuflugmannsskírteini I. flokks/flugvél
5) einkaflugmannsskírteini/þyrla
6) atvinnuflugmannsskírteini/þyrla
7) atvinnuflugmannsskírteini I. flokks/þyrla
8) skírteini svifflugmanns
9) skírteini stjórnanda frjáls loftbelgs
10) skírteini fisflugmanns
11) skírteini flugvélstjóra
Varðandi útgáfu skírteina til flugliða skv. 1. - 7. lið hér að framan vísast til ákvæða reglugerðar um skírteini flugliða á flugvél, reglugerðar um skírteini flugliða á þyrlu og reglugerðar um heilbrigðiskröfur flugliða.
b) Aðrir en flugliðar
1) skírteini flugvéltæknis
2) skírteini flugumferðarstjóra
3) skírteini nema í flugumferðarstjórn
4) skírteini flugumsjónarmanns
Varðandi útgáfu skírteina til flugumferðarstjóra og nema í flugumferðarstjórn skv. 2. - 3. lið hér að framan vísast til ákvæða reglugerðar um skírteini flugumferðarstjóra og reglugerðar um heilbrigðiskröfur flugliða.
1.2.1 Starfsréttindi flugliða (Authority to act as a flight crew member).
Ekki mega aðrir takast á hendur þau störf í loftförum skráðum hér á landi eða hér á landi og um getur í reglugerð þessari en handhafar gilds skírteinis samkvæmt henni, reglugerð um skírteini flugliða á flugvél, reglugerð um skírteini flugliða á þyrlu, reglugerð um heilbrigðiskröfur flugliða og reglugerð um skírteini flugumferðarstjóra.
Önnur skírteini gefin út af aðildarríkjum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) skal fullgilda.
1.2.2
1.2.2.1 Hvernig fullgilda skal skírteini (Method of rendering a license valid).
  1. Þegar skírteini, sem er gefið út af öðru aðildarríki ICAO, er tekið gilt í stað þess að gefa út íslenskt skírteini skal það fullgilt með sérstakri staðfestingu sem fylgja skal skírteininu. Slík fullgilding skal aldrei gilda lengur en skírteinið sjálft.
  2. Nú er skírteini gefið út af ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins, Sviss og Færeyja og veitir réttindi til flugs í flutningaflugi og skal þá fullgildingin takmarkast við viðkomandi flugrekanda. Umsækjandi um skírteini flugmanns á grundvelli erlends skírteinis skal hafa fast aðsetur á Íslandi eða starfa hjá flugrekanda með útgefið flugrekstrarleyfi hér á landi. Að öðru leyti gilda ákvæði reglugerðar um skírteini flugliða á flugvél, reglugerðar um skírteini flugliða á þyrlu og reglugerðar um heilbrigðiskröfur flugliða. Sjá einnig reglugerð um skírteini flugliða á flugvél (ákvæði JAR-FCL 1.015, og 1. viðbætir við JAR-FCL 1.015) og reglugerð um skírteini flugliða á þyrlu (ákvæði JAR-FCL 2.015 og 1. viðbæti við JAR-FCL 2.015).
1.2.2.2 Þegar gefin er út fullgilding erlends skírteinis samkvæmt 1.2.2.1 til flutningaflugs skal fá staðfestingu útgáfuríkis skírteinisins á gildi þess áður en fullgilding er gefin út.
1.2.2.3
  1. Flugmannsskírteini, sem gefið er út af ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, Sviss og Færeyja, samkvæmt viðauka 1 við Chicago-samninginn, gildir til einkaflugs í sjónflugi að degi til innan íslenskrar lofthelgi í loftförum skráðum á Íslandi sem skráð eru til starfrækslu með einum flugmanni.
  2. Flugmannsskírteini sem gefin eru út af öðrum aðildarríkjum ICAO en greinir í a-lið 1.2.2.3, samkvæmt viðauka 1 við Chicago-samninginn, gildir í 3 mánuði innan sinna marka til einkaflugs í sjónflugi að degi til innan íslenskrar lofthelgi í loftförum skráðum á Íslandi sem skráð eru til starfrækslu með einum flugmanni. Til lengri tíma þarf að fullgilda skírteini umsækjanda og hann þarf að standast tilskilin próf.
1.2.2.4 Nú leikur vafi á að skírteini sem óskað er fullgildingar á, skv. a-lið 1.2.2.1 og a-lið 1.2.2.3, sé jafngilt og er Flugmálastjórn Íslands þá heimilt, innan þriggja vikna frá því að umsókn berst, að óska álits Eftirlitsstofnunar EFTA á jafngildi skírteinis sem sótt er um samþykki fyrir. Innan tveggja mánaða ber Eftirlitsstofnun EFTA að skila áliti sínu. Mánuði frá því að álit liggur fyrir skal umsækjanda svarað. Kjósi Flugmálastjórn að leita ekki álits Eftirlitsstofnunar EFTA, skal stofnunin svara umsækjanda innan þriggja mánaða. Framangreindir frestir skulu reiknast frá því að allar upplýsingar liggja fyrir.
1.2.2.5 Telji Flugmálastjórn vafa leika á jafngildi flugmannsskírteinis sem óskað er fullgildingar á getur stofnunin litið svo á að viðbótarkröfur og eða próf séu nauðsynleg til að skírteinið fáist fullgilt. Skírteinishafa og því ríki sem stóð að útgáfu þess skal tilkynnt um ákvörðun stofnunarinnar. Gera skal skírteinishafa kleift að þreyta viðbótarpróf eins fljótt og unnt er.
1.2.2.6 Þrátt fyrir ákvæði 1.2.2.5 skal fullgilda skírteini flugliða sem gefin eru út í samræmi við 1 viðauka Chicago-samningsins, enda sé skírteinið gefið út af aðildarríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, Sviss og Færeyja, og skírteinishafi uppfyllir þær sérkröfur sem gerðar eru í viðauka I við reglugerð þessa.
1.2.2A Hvernig gefa skal út skírteini flugmanns á grundvelli erlends skírteinis.
Umsækjandi um skírteini flugmanns á grundvelli erlends skírteinis skal hafa fast aðsetur á Íslandi eða starfa hjá flugrekanda með útgefið flugrekstrarleyfi hér á landi. Að öðru leyti gilda ákvæði reglugerðar um skírteini flugliða á flugvél, reglugerðar um skírteini flugliða á þyrlu og reglugerðar um heilbrigðiskröfur flugliða.
Framangreint skilyrði um fast aðsetur tekur ekki til þeirra sem njóta réttinda samkvæmt ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamnings fríverslunarsamtaka Evrópu eða fríverslunarsamninga við einstök ríki.
1.2.3 Réttindi skírteinishafa (Priviledges of the holder of a licence).
Skírteinishafa er ekki heimilt að neyta annarra réttinda en þeirra sem skírteinið veitir.
1.2.4 Heilbrigðisskilyrði (Medical fitness).
Til þess að fullnægja kröfum um heilbrigði, sem gerðar eru vegna útgáfu mismunandi skírteina, verður umsækjandi að standast tilteknar viðeigandi heilbrigðiskröfur sem eru greindar í tvo flokka heilbrigðisvottorða í reglugerð um heilbrigðiskröfur flugliða (JAR-FCL 3) eða kröfum sem tilgreindar eru í reglugerð um skírteini flugumferðarstjóra.
1.2.4.1 Umsækjandi um skírteini skal, þegar þess er krafist samkvæmt þessari reglugerð, vera handhafi heilbrigðisvottorðs sem er gefið út í samræmi við ákvæði reglugerðar um heilbrigðiskröfur flugliða (JAR-FCL 3). Heilbrigðisskor gefur út heilbrigðisvottorð í umboði Flugmálastjórnar Íslands. Fluglæknasetur getur gefið út heilbrigðisvottorð í umboði Flugmálastjórnar Íslands þó ekki í þeim tilvikum sem einhverjar athugasemdir fluglæknis hafa verið gerðar.
1.2.4.2 Gildistími heilbrigðisvottorðs skal hefjast daginn sem það er gefið út og vera í samræmi við ákvæði greinar 1.2.5 og ákvæði reglugerðar um heilbrigðiskröfur flugliða (JAR-FCL 3).
1.2.4.2.1 Með samþykki heilbrigðisskorar má framlengja gildistíma heilbrigðisvottorðs í mest 45 daga.
1.2.4.3 Synja skal þeim manni flugstarfaskírteinis sem dæmdur hefur verið fyrir refsiverða hegðun er veitir ástæðu til að ætla að hann misfari með skírteinið. Hann skal ekki eiga óafplánaðan dóm um missi skírteinis til stjórnar loftfara, bifreiða eða annarra vélknúinna farartækja. Með umsókn um flugstarfaskírteini skal fylgja sakavottorð útgefið á sl. 30 dögum áður en umsókn er lögð inn.
1.2.4.4 Flugmálastjórn tilnefnir hæfa fluglækna til að kanna heilsufar umsækjenda vegna útgáfu eða endurnýjunar á skírteinum eða áritunum sem tilgreind eru í II. og III. kafla þessarar reglugerðar og reglugerð um heilbrigðiskröfur flugliða og reglugerð um skírteini flugumferðarstjóra. Skrá um fluglækna sem Flugmálastjórn Íslands hefur samþykkt er að finna í AIC og upplýsingar fást einnig hjá Flugmálastjórn í skírteinadeild flugöryggissviðs.
1.2.4.4.1 Fluglæknar og trúnaðarlæknir heilbrigðisskorar skulu hafa fengið þjálfun í fluglæknisfræði í samræmi við ákvæði reglugerðar um heilbrigðiskröfur flugliða (JAR-FCL 3). Fluglæknar og trúnaðarlæknir skulu fá upprifjunarþjálfun með reglulegu millibili. Áður en þeir eru samþykktir skulu þeir sýna fram á nægilega þekkingu í fluglæknisfræði. Fluglæknir sem annast útgáfu 3. flokks heilbrigðisvottorðs samkvæmt reglugerð um skírteini flugumferðarstjóra skal uppfylla sömu skilyrði og fluglæknir sem annast útgáfu 1. flokks heilbrigðisvottorðs samkvæmt reglugerð um heilbrigðiskröfur flugliða.
1.2.4.4.2 Fluglæknar og trúnaðarlæknir Flugmálastjórnar skulu afla sér þekkingar á og reynslu af því umhverfi þar sem handhafar atvinnuskírteina og áritana þeirra vinna störf sín.
1.2.4.5 Umsækjendur um skírteini eða áritanir, þar sem fyrirmæli eru um líkamshreysti, skulu láta fluglækni í té undirritaða yfirlýsingu um hvort þeir hafi áður gengist undir þess konar skoðun og ef svo er þá upplýsingar um stað og dagsetningu og hver niðurstaðan hafi orðið. Þeir skulu upplýsa hvort þeim hafi áður verið neitað um heilbrigðisvottorð eða vottorðið afturkallað eða fellt úr gildi og ástæðu fyrir því ef það hefur verið gert.
1.2.4.5.1 Nú reynist yfirlýsing, sem umsækjandi hefur látið fluglækni í té, röng og skal það þá tilkynnt Flugmálastjórn og skírteinisstjórnvaldi því sem gaf út viðkomandi skírteini, ef það er ekki íslenskt, þannig að hægt verði að gera viðeigandi ráðstafanir.
1.2.4.6 Þegar fluglæknir hefur lokið heilbrigðisskoðun á umsækjanda í samræmi við ákvæði reglugerðar um heilbrigðiskröfur flugliða (JAR-FCL 3) og reglugerðar um skírteini flugumferðarstjóra skal hann senda Flugmálastjórn undirritaða skýrslu sína, í samræmi við kröfur hennar, þar sem gerð er nákvæm grein fyrir niðurstöðum skoðunar hans varðandi heilbrigði umsækjanda.
1.2.4.6.1 Ef skýrsla fluglæknis berst heilbrigðisskor rafrænt skulu nægileg persónuskilríki fluglæknisins vera fyrir hendi.
1.2.4.6.2 Ef skoðunin er framkvæmd af tilkvöddum hópi lækna, tveimur eða fleiri, skal Flugmálastjórn tilnefna einhvern þeirra formann, sem ábyrgur er fyrir samræmingu á niðurstöðum skoðunarinnar, og skrifar hann undir skýrsluna.
1.2.4.6.3 Áður en Flugmálastjórn synjar beiðni um útgáfu heilbrigðisvottorðs skal umsækjanda hafa verið gefinn kostur á að kynna sér málsgögn og málsástæður sem skýrsla fluglæknis byggist á og tjá sig um málið, í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.
1.2.4.7 Flugmálastjórn skal leita ráða í heilbrigðisskor til að meta skýrslur sem Flugmálastjórn berast frá fluglæknum og öðrum læknum.
1.2.4.8 Ef heilbrigðiskröfum, sem lýst er í reglugerð um heilbrigðiskröfur flugliða (JAR-FCL 3) og reglugerð um skírteini flugumferðarstjóra, að því er varðar tiltekið skírteini, er ekki fullnægt skal viðeigandi heilbrigðisvottorð hvorki gefið út né endurnýjað nema eftirfarandi skilyrðum sé fullnægt:
a) Viðurkennt læknisfræðilegt mat feli í sér að við sérstakar aðstæður geti umsækjandi neytt réttinda sinna, þó að hann standist ekki kröfur, hvort sem þær eru tilgreindar í tölum eða á annan hátt, enda sé ekki líklegt að flugöryggi sé stefnt í hættu;
b) Höfð hafi verið full hliðsjón af starfsumhverfi, hæfni, færni og reynslu umsækjanda sem máli skipta, og
c) Heilbrigðisvottorðið/skírteinið skal áritað með sérstakri takmörkun eða takmörkunum þegar örugg framkvæmd skyldustarfa skírteinishafa er háð slíkum takmörkunum.
d) Um slík frávik og undanþágur skal farið eftir kröfum í reglugerð um heilbrigðiskröfur flugliða (JAR-FCL 3) og reglugerð um skírteini flugumferðarstjóra eftir því sem við á.
1.2.4.9 Trúnaðar skal ávallt gætt.
1.2.4.9.1 Allar heilbrigðisskýrslur og skrár skulu varðveittar í öruggri geymslu og aðeins þeir, sem hafa til þess sérstakt leyfi, hafa aðgang að þeim.
1.2.4.9.2 Ef nauðsynlegt er að veita viðkomandi starfsfólki Flugmálastjórnar upplýsingar varðandi heilbrigðisgögn skal það gert að ákvörðun heilbrigðisskorar.
1.2.4.10 Ef fluglæknir telur sig ekki geta metið heilsufar umsækjanda nema aflað sé frekari upplýsinga er umsækjanda skylt að gangast undir þá viðbótarrannsókn sem fluglæknir/trúnaðarlæknir telur nauðsynlega.
1.2.4.11 Ef Flugmálastjórn hyggst synja umsækjanda um útgáfu heilbrigðisvottorðs skal stofnunin kynna umsækjanda þá fyrirætlan og gefa honum kost á andmælum, sbr. gr. 1.2.4.6.3. Nú hyggst Flugmálastjórn enn synja umsækjanda um útgáfu heilbrigðisvottorðs, þrátt fyrir framkomin andmæli eða að liðnum andmælafresti, og á þá umsækjandi þess kost að skjóta máli sínu til sérstaks endurmats innan 14 daga frá því að honum er kunngerð sú fyrirætlun.
Endurmatið skal vera í höndum sérstakrar endurskoðunarnefndar. Landlæknir tilnefnir þrjá lækna og skulu tveir vera fluglæknar og annar þeirra formaður nefndarinnar. Þá skal sá þriðji vera sérfræðingur á því sviði læknisfræðinnar sem matið varðar. Gefa skal umsækjanda kost á að tjá sig um málið fyrir nefndinni.
Nefndin skal ljúka meðferð sinni innan þriggja mánaða frá því að hún fær mál til meðferðar. Flugmálastjórn skal fara að niðurstöðu nefndarinnar við ákvörðun um útgáfu heilbrigðisvottorðs. Ákvarðanir Flugmálastjórnar Íslands sæta kæru samkvæmt almennum reglum stjórnsýslulaga. Málsmeðferð og niðurstöður skulu byggðar á ákvæðum reglugerðar þessarar.
1.2.5 Gildi skírteina (Validity of licences).
1.2.5.1 Þegar ákvæðum VII. kafla og eftir atvikum ákvæðum reglugerðar um skírteini flugliða á flugvél (JAR-FCL 1), reglugerðar um skírteini flugliða á þyrlu (JAR-FCL 2) og reglugerðar um heilbrigðiskröfur flugliða (JAR-FCL 3) er fullnægt gefur Flugmálastjórn út, framlengir eða endurútgefur skírteini til allt að fimm ára í senn. Handhafa skírteinis er eigi heimilt að neyta réttinda þeirra, sem skírteinið og/eða áritanir þess veita, nema hann hafi haldið við hæfni sinni og fullnægt ákvæðum laga og reglugerða er varða heilbrigðiskröfur, nýlega reynslu og hæfnipróf.
1.2.5.1.1 Gera skal þær kröfur að veitandi flugleiðsöguþjónustu hafi, til að tryggja áframhaldandi hæfni flugumferðarstjóra, samþykktar verklagsreglur varðandi starfsreynslu eða gátlista eða hvort tveggja, sem farið er eftir til að fylgjast með eða prófa flugumferðarstjóra til þess að öruggt sé að þeir viðhaldi hæfni sinni.
Ef nægilegar ástæður eru fyrir hendi, að mati Flugmálastjórnar, má draga til baka, fella úr gildi eða takmarka slík skírteini eftir nákvæma athugun.
1.2.5.1.2 Flugmálastjórn skal sjá til þess að erlendar flugmálastjórnir geti auðveldlega séð hvort skírteini, sem hefur verið gefið út, sé í gildi.
1.2.5.1.3 Ef handhafi skírteinis einkaflugmanns eða atvinnuflugmanns fullnægir ekki einhverjum ákvæðum varðandi réttindi sem skírteinið veitir skv. gildandi reglugerð skal hann á ný sýna þekkingu sína og færni með prófum að mati Flugmálastjórnar.
1.2.5.2 Með þeim undantekningum, sem um getur í gr. 1.2.5.2.1, 1.2.5.2.2 og 1.2.5.2.3 og 1.2.5.2.3.1, skal heilbrigðisvottorð endurnýjað samkvæmt gr. 1.2.4.5 og 1.2.4.6 á ekki lengri fresti en hér segir:
60 mánaða fyrir skírteini flugnema/flugvél
60 - - - einkaflugmanns/flugvél
12 - - - atvinnuflugmanns/flugvél
12 - - - atvinnuflugmanns I. flokks/flugvél
60 - - - flugnema/þyrla
60 - - - einkaflugmanns/þyrla
12 - - - atvinnuflugmanns/þyrla
12 - - - atvinnuflugmanns I. flokks/þyrla
60 - - - svifflugmanns
60 - - - stjórnanda frjáls loftbelgs
12 - - - flugvélstjóra
24 - - - flugumferðarstjóra
24 - - - nema í flugumferðarstjórn
60 - - - fisflugmanns.
1.2.5.2.1 Stytta má gildistíma heilbrigðisvottorða ef læknisfræðlegt mat gefur tilefni til.
1.2.5.2.2 Þegar handhafar atvinnuflugmannsskírteinis/flugvél, atvinnuflugmannsskírteinis I. flokks/flugvél, atvinnuflugmannsskírteinis/þyrla og atvinnuflugmannsskírteinis I. flokks/þyrla hafa náð 40 ára aldri og flytja farþega í einstjórnarloftförum í flutningaflugi eða hafa náð 60 ára aldri og flytja farþega í fjölstjórnarloftförum þá styttist 12 mánaða tímabil það, sem greinir í gr. 1.2.5.2, í 6 mánuði. Þessi aukning á tíðni heilbrigðisskoðana eftir 60. afmælisdag tekur ekki til flugvélstjóra.
1.2.5.2.3 Þegar handhafar heilbrigðisvottorða hafa náð 40 ára aldri styttist 60 mánaða tímabil það, er greinir í gr. 1.2.5.2, sem gildir fyrir handhafa flugnemaskírteinis/flugvél og flugnemaskírteinis/þyrla, einkaflugmannsskírteinis/flugvél, einkaflugmannsskírteinis/þyrla, skírteinis svifflugmanns og skírteinis stjórnanda frjáls loftbelgs í 24 mánuði til 50 ára aldurs og eftir það í 12 mánuði.
1.2.5.2.3.1 Gildistími 2. flokks heilbrigðisvottorðs fisflugmanna er 60 mánuðir til 40 ára aldurs og síðan 24 mánuðir. Þó getur fluglæknir stytt gildistímann sýnist honum ástæða til. Sérstök takmörkun skal færð í vottorðið um að það gildi einvörðungu fyrir hreyfilknúin fis. Þessi sérákvæði um gildistíma gilda ekki um 2. flokks heilbrigðisvottorð vegna annarra flugmannsskírteina en fisflugmannsskírteina.
1.2.5.2.4 Þegar handhafar flugumferðarstjóraskírteinis og skírteinis nema í flugumferðarstjórn hafa náð 40 ára aldri styttist 24 mánaða tímabil það, er greinir í gr. 1.2.5.2, í 12 mánuði.
1.2.5.2.5 Flugmálastjórn er heimilt að veita sérstaka undanþágu frá grein 1.2.5.2 og fresta heilbrigðisskoðun vegna endurnýjunar skírteinis að fenginni skriflegri umsókn skírteinishafa. Slíkan frest skal ekki veita nema sérstaklega standi á og umsækjandi er starfandi eða hefur aðsetur í ríki sem ekki hefur starfandi fluglækni samþykktan í samræmi við JAR-FCL 3. Fyrir eftirtalda skírteinishafa skal hann ekki vera lengri en:
a) Eitt sex mánaða tímabil samfleytt ef um er að ræða flugliða loftfars sem ekki starfar í atvinnuflugi.
b) Tvö þriggja mánaða tímabil samfleytt ef um flugliða í atvinnuflugi er að ræða að því tilskyldu að fyrir bæði tímabilin fái skírteinishafi fullnægjandi vottorð frá lækni sem tilnefndur er, skv. gr. 1.2.4.4 af því ríki innan ICAO þar sem umsækjandi er staddur, eða ef slíkur læknir er ekki tiltækur, læknir með lækningaleyfi sem starfar á því svæði. Skýrslu um heilbrigðisskoðun skal senda Flugmálastjórn.
c) Eitt tímabil, ekki lengra en 24 mánuðir þegar skoðunin er gerð af lækni sem tilnefndur er skv. gr. 1.2.4.4 af því ríki innan ICAO þar sem umsækjandi er staddur. Þetta á þó aðeins við ef einkaflugmaður á í hlut. Skýrsla um heilbrigðisskoðun skal send Flugmálastjórn.
1.2.6 Heilsubrestur um stundarsakir (Decrease in medical fitness).
1.2.6.1 Skírteinishafar skulu ekki neyta réttinda þeirra, sem skírteinið og áritanir í það veita, ef þeir verða þess varir að heilsu þeirra hafi hrakað svo að óvíst sé að þeir geti neytt réttinda skírteinisins á öruggan hátt, sbr. einnig gr. 7.6.4.
1.2.6.1.1 Handhafar skírteina skulu upplýsa Flugmálastjórn ef þungun er staðfest og um skert heilbrigði í meira en 20 daga og um meðferð með lyfseðilskyldum lyfjum eða um sjúkrahúsvist.
1.2.6.1.2 Flugmálastjórn skal sjá til þess, ef unnt er, að handhafar skírteina neyti aldrei heimilda sem felast í skírteininu eða í áritunum í því, ef heilsu þeirra hefur hrakað það mikið af einhverjum ástæðum að það komi í veg fyrir útgáfu heilbrigðisvottorðs eða framlengingu á gildistíma þess.
1.2.7. Notkun geðvirkra lyfja (Use of psychoactive substances).
1.2.7.1 Handhafar skírteina sem gefin eru út af Flugmálastjórn skulu ekki neyta heimilda sem felast í skírteinunum eða í áritunum þegar þeir eru undir áhrifum geðvirkra lyfja/efna sem valda því að þeir geta ekki rækt störf sín vel og af fyllsta öryggi.
1.2.7.2 Handhafar skírteina sem gefin er út af Flugmálastjórn skulu ekki misnota lyf/efni.
1.2.7.3 Eftir því sem unnt er, skal sjá til þess að allir handhafar skírteina sem misnota lyf/efni séu leystir frá störfum þar sem þeir gæta öryggis. Í því sambandi skulu flugstjórnardeildir hafa sérstakar starfsreglur. Meta má endurkomu til slíkra starfa eftir meðferð með viðunandi árangri eða ef engrar meðferðar er þörf og neyslu slíkra lyfja/efna er hætt og fullvíst er að viðkomandi stefni ekki öryggi í hættu.
1.2.8 Viðurkennd þjálfun og viðurkenndur skóli (Approved training and approved training organization).
1.2.8.1 Hæfni umsækjanda, sem hlotið hefur viðurkennda þjálfun, skal eigi vera minni en hæfni sú sem hann hefði náð með því að uppfylla kröfur um lágmarksreynslu. Kröfur, sem gerðar eru til skírteinishafa, er unnt að uppfylla auðveldar og skjótar af þeim umsækjendum sem taka þátt í vel stjórnuðum, skipulögðum, samtvinnuðum þjálfunarnámskeiðum samkvæmt fyrirfram ákveðnum námskrám í samræmi við ákvæði reglugerðar um skírteini flugliða á flugvél, reglugerðar um skírteini flugliða á þyrlu og reglugerðar um skírteini flugumferðarstjóra. Því hefur verið gert ráð fyrir minnkun krafna um reynslu til útgáfu vissra skírteina og áritana í þessari reglugerð fyrir umsækjanda sem hefur á fullnægjandi hátt lokið slíku námskeiði.
1.2.9 Tungumálakunnátta (Language proficiency).
1.2.9.1 Flugmenn í flugvélum og þyrlum og flugleiðsögumenn, sem krafa er um að noti talstöðvar um borð í loftfari, skulu sýna fram á hæfni til að tala og skilja það tungumál sem notað er í talfjarskiptum.
1.2.9.2 Flugumferðarstjórar skulu sýna fram á hæfni til að tala og skilja það tungumál sem notað er í talfjarskiptum.
1.2.9.3 Flugvélstjórar, svifflugmenn og stjórnendur frjáls loftbelgs skulu getað talað og skilið það tungumál sem notað er í talfjarskiptum.
1.2.9.4 Flugmenn í flugvélum og þyrlum skulu sýna fram á hæfni til að tala og skilja það tungumál sem notað er í talfjarskiptum að því marki sem skilgreint er í tungumálakröfum í viðhengi A við viðauka 1 við Chicago-samninginn. Ákvæði reglugerðar um skírteini flugumferðarstjóra taka til flugumferðarstjóra að þessu leyti.
1.2.9.5 Flugmenn í flugvélum og þyrlum, þar sem krafa er um að nota talstöðvar um borð, skulu sýna fram á hæfni til að tala og skilja það tungumál sem notað er í talfjarskiptunum að því marki sem skilgreint er í tungumálakröfum í viðhengi A við viðauka 1 við Chicago-samninginn.
1.2.9.6. Flugmenn í flugvélum og þyrlum sem sýna fram á minni hæfni en sérfræðistig 6 (Expert Level 6) skulu vera formlega metnir með vissu millibili í samræmi við þá hæfni sem þeir sýndu fram á.
1.2.9.7 Flugmenn í flugvélum og þyrlum, þar sem krafa er um að nota talstöðvar um borð, sem sýna fram á minni hæfni en sérfræðistig 6 skal meta formlega með vissu millibili í samræmi við þá hæfni sem þeir sýndu fram á eins og hér segir:
a) Þeir sem sýna fram á tungumálakunnáttu í samræmi við starfrækslustig 4 (Operational Level 4) skal meta minnst einu sinni á þriggja ára fresti og
b) Þeir sem sýna fram á tungumálakunnáttu í samræmi við framhaldsstig 5 (Extended Level 5) skal meta minnst einu sinni á 6 ára fresti.
1.2.10 Almennt.
1.2.10.1 Handhafi skírteinis skal alltaf hafa það í sinni vörslu þegar hann er að störfum og sýna hlutaðeigandi yfirvöldum þegar þess er krafist.
1.2.10.2 Handhafa skírteinis flugmanns er rétt að hafa aðgang að Flugmálahandbók útgefinni af Flugmálastjórn Íslands. (AIP Iceland).
1.2.11 Skráning fartíma.
1.2.11.1 Handhafar skírteina flugvélstjóra, svifflugmanna og fisflugmanna skulu skrá eftirfarandi atriði fyrir hvert einstakt flug:
a) Dagsetningu;
b) tegund loftfars;
c) krásetningarmerki loftfars;
d) stöðu sína sem:
i) flugvélstjóri, svifflugmaður eða fisflugmaður,
ii) kennari,
iii) nemi;
e) brottfararstað;
f) komustað;
g) artíma; og
h) sérstakar athugasemdir, t.d. hæfnipróf eða færnipróf.
1.2.11.2 Fartíma skal skrá sérstaklega í flugdagbók sérhvers flugliða fyrir hverja gerð og á hvern hátt sem Flugmálastjórn samþykkir.
1.2.11.3 Flugmenn á flugvélar og þyrlur skulu skrá fartíma sína í samræmi við ákvæði JAR-FCL 1.080. Flugvélstjórum er heimilt að skrá fartíma sína samkvæmt ákvæði JAR-FCL 1.080.

II. KAFLI Reglur um skírteini og áritanir flugmanna (Licences and rating for pilots).

2.1 Almennar reglur um skírteini og áritanir (General rules concerning pilot licences and ratings).
2.1.1 Almenn lýsing skírteinis.
2.1.1.1 Enginn má starfa sem flugstjóri eða aðstoðarflugmaður í eftirfarandi gerðum loftfara nema hann sé handhafi flugmannsskírteinis, sem gefið er út í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar og reglugerðar um skírteini flugliða á flugvél (JAR-FCL 1) eða reglugerðar um skírteini flugliða á þyrlu (JAR-FCL 2) fyrir:
- flugvél,
- þyrlu,
- svifflugu,
- frjálsan loftbelg,
- hreyfilknúin fis.
2.1.1.2 Gerð loftfars skal koma fram í skírteinistitlinum eða skráð sem gerðaráritun.
2.1.1.2.1 Þegar handhafi flugmannsskírteinis sækir um skírteini fyrir loftfarsgerð til viðbótar skal Flugmálastjórn annaðhvort:
a) gefa út viðbótarskírteini til handa skírteinishafanum fyrir þessa gerð loftfara, eða
b) skrá í upphaflega skírteinið nýju gerðaráritunina, miðað við skilyrði í gr. 2.1.2.
2.1.1.3 Áður en umsækjanda er veitt flugmannsskírteini eða áritun skal hann standast þær kröfur um aldur, þekkingu, reynslu, flugnám, færni, heilbrigði, reglusemi og ríkisfang sem tilgreindar eru fyrir viðeigandi skírteini eða áritun.
2.1.1.3.1 Umsækjandi flugmannsskírteinis eða áritunar skal sýna fram á hæfni sína og þekkingu eins og tilgreint er fyrir viðeigandi skírteini eða áritun. Er það gert með prófum, bóklegum og/eða verklegum færniprófum hjá prófdómurum Flugmálastjórnar eða hjá aðilum sem tilnefndir hafa verið eða samþykktir af Flugmálastjórn.
2.1.2 Gerðaráritun (Category ratings).
2.1.2.1 Gerðaráritun skal vera fyrir þær gerðir loftfara sem taldar eru upp í gr. 2.1.1.1.
2.1.2.2 Gerðaráritun skal ekki skrá í skírteini ef gerðin er skráð í fyrirsögn skírteinisins.
2.1.2.3 Þegar viðbótargerðaráritun er skráð í skírteini flugmanns skal koma fram hvaða réttindi gerðaráritunin veitir skírteinishafanum.
2.1.2.4 Handhafi flugmannsskírteinis, sem sækir um viðbótargerðaráritun, skal fullnægja skilyrðum þessarar reglugerðar í samræmi við þau réttindi sem gerðaráritunin veitir.
2.1.3 Flokks- og tegundaráritanir (Class and type ratings).
2.1.3.1 Flokksáritanir skulu gilda fyrir flugvélar sem skráðar eru til starfrækslu með einum flugmanni. Þær eru:
a) einshreyfils landflugvél, með bulluhreyfli,
b) einshreyfils sjóflugvél, með bulluhreyfli,
c) fjölhreyfla landflugvél, með bulluhreyfli,
d) fjölhreyfla sjóflugvél, með bulluhreyfli,
en ekkert er því til fyrirstöðu að gefa út annars konar flokksáritanir á svipaðan hátt og að ofan greinir.
2.1.3.2 Tegundaráritanir gilda fyrir:
a) hverja tegund loftfars sem skráð er til starfrækslu með áhöfn sem í eru a.m.k. tveir flugmenn,
b) hverja tegund þyrlu, og
c) hverja tegund loftfars sem Flugmálastjórn telur nauðsynlegt. Sbr. JAR-FCL 1.220 í fylgiskjali I við reglugerð um skírteini flugliða á flugvél.
2.1.3.3 Þegar umsækjandi hefur sannað hæfni sína til þess að hljóta flugmannsskírteini skulu þær áritanir, sem eiga við gerð, flokk og tegund loftfarsins sem notað var við prófið, skráðar í flugmannsskírteini hans.
2.1.4 Hvenær krefjast skal flokks- og tegundaráritana (Circumstances in which class and type ratings are required).
2.1.4.1 Handhafa flugmannsskírteinis er eigi heimilt að starfa án áritunar sem flugstjóri eða aðstoðarflugmaður í flugvél eða þyrlu nema hann hafi fengið staðfestingu á eftirfarandi réttindum:
a) flokksáritun þá sem við á hverju sinni samkvæmt gr. 2.1.3.1, eða
b) tegundaráritun þegar þess er krafist eins og gr. 2.1.3.2 kveður á um.
2.1.4.1.1 Þegar gefin er út tegundaráritun, sem takmarkar heimildir handhafa við störf aðstoðarflugmanns, eða takmarkar réttindin við farflug skulu slíkar takmarkanir tilgreindar í árituninni.
2.1.4.2 Ef um sérstakt þjálfunar- eða prófaflug er að ræða, eða einstakt flug sem ekki er farið í hagnaðarskyni og ekki með farþega, getur Flugmálastjórn gefið skírteinishafa skriflega sérstakt leyfi í stað þess að gefa út flokks- eða tegundaráritun eins og lýst er í gr. 2.1.4.1. Gildistími þessa leyfis skal ekki vera lengri en hlutaðeigandi flugi nemur.
2.1.5 Kröfur sem gerðar eru til útgáfu flokks- og tegundaráritunar (Requirements for the issue of class and type ratings).
Sjá ákvæði reglugerðar um skírteini flugliða á flugvél (JAR-FCL 1) og reglugerðar um skírteini flugliða á þyrlu (JAR-FCL 2).
2.1.6 Notkun flugþjálfa til kennslu/þjálfunar og til að sýna færni/hæfni (Use of a flight simulation training device for acquisition of experience and demonstration of skill).
Samþykki Flugmálastjórnar þarf til notkunar flugþjálfa til kennslu/þjálfunar og til að framkvæma hverja þá aðgerð sem krafist er meðan á prófun færni til útgáfu skírteinis eða áritunar stendur. Þeir, sem kenna/þjálfa eða prófa færni/hæfni í flugþjálfa, skulu hafa hlotið viðurkenningu Flugmálastjórnar til þess. Þannig skal það tryggt að flugþjálfi sá, sem notaður er og notendur hans, hæfi hlutaðeigandi aðgerð. Skylt er að fara eftir reglum um flugþjálfa sem eru í reglugerð um skírteini flugliða á flugvél (JAR-FCL 1) og reglugerð um skírteini flugliða á þyrlu (JAR-FCL 2) og JAR-STD.
2.1.7 Hvenær krefjast skal blindflugsáritunar (Circumstances in which an instrument rating is required).
Handhafa flugmannsskírteinis er hvorki heimilt að sinna störfum flugstjóra né störfum aðstoðarflugmanns loftfars samkvæmt blindflugsreglum nema Flugmálastjórn hafi staðfest réttindi hlutaðeigandi skírteinishafa á réttmætan hátt. Með réttmætri staðfestingu er átt við blindflugsáritun sem gefin er út fyrir þá loftfarsgerð sem flogið er.
2.1.7.1 Hvenær krefjast skal áritunar til flugs að nóttu til.
Handhafa flugmannsskírteinis er hvorki heimilt að sinna störfum flugstjóra né störfum aðstoðarflugmanns loftfars í flugi að nóttu til nema Flugmálastjórn hafi staðfest réttindi hlutaðeigandi skírteinishafa á réttmætan hátt. Með réttmætri staðfestingu er átt við áritun til flugs að nóttu sem gefin er út fyrir þá loftfarsgerð sem flogið er.
2.1.8 Hvenær krefjast skal leyfis til að sinna flugkennslu (Circumstances in which authorization to conduct instruction is required).
2.1.8.1 Handhafa flugmannsskírteinis er eigi heimilt að veita flugkennslu, sem krafist er til að fá skírteini einkaflugmanns/flugvél, einkaflugmanns/þyrla, atvinnuflugmanns/flugvél, atvinnuflugmanns/þyrla, blindflugsáritun/flugvél, blindflugsáritun/þyrla, flugkennsluáritun, fyrir flugvélar og þyrlur eða áritun til flugs að nóttu nema Flugmálastjórn hafi á réttmætan hátt staðfest slíkar heimildir. Réttmæt staðfesting er fólgin í:
a) flugkennaraáritun í skírteinið og heimild til að starfa fyrir viðurkennda stofnun sem Flugmálastjórn hefur heimilað að stunda flugkennslu, eða
b) sérstakri heimild frá Flugmálastjórn.
2.1.8.2 Handhafa flugskírteinis er eigi heimilt að veita flugkennslu sem krafist er til að fá hvers konar önnur skírteini eða áritanir en um getur í gr. 2.1.8.1 nema með sérstakri heimild frá Flugmálastjórn.
2.1.9 Viðurkenning á fartíma (Crediting of flight time).
2.1.9.1 Viðurkenna skal að fullu allan fartíma flugnema eða handhafa flugmannsskírteinis í einflugi, fartíma með kennara og fartíma sem flugstjóri til þess að fullnægja kröfum um fartíma fyrir fyrstu útgáfu flugmannsskírteinis eða til útgáfu flugmannsskírteinis af hærri gráðu.
2.1.9.2 Til þess að uppfylla kröfur um fartíma fyrir flugmannsskírteini af hærri gráðu skal viðurkenna allan fartíma sem handhafi flugmannsskírteinis sinnir störfum aðstoðarflugmanns í loftfari þar sem krafist er aðstoðarflugmanns.
2.1.9.3 Viðurkenna skal að fullu allan þann fartíma fyrir skírteini af hærri gráðu sem handhafi flugmannsskírteinis starfar sem aðstoðarflugmaður, en sinnir skyldustörfum flugstjóra undir umsjón flugstjóra hlutaðeigandi loftfars. Þetta skal háð þeim skilyrðum að Flugmálastjórn viðurkenni framkvæmd eftirlitsins.
2.1.10 Réttindamissir flugmanna sem náð hafa 60 ára aldri (Limitation of privileges of pilots who have attained their 60th birthday curtailment of privileges of pilots who have attained their 65th birthday).
2.1.10.1 Skírteinishafa er eigi rétt að starfa sem flugstjóri eða aðstoðarflugmaður í loftfari, sem rekið er í flutningaflugi, eftir að hann hefur náð 60 ára aldri, nema
a) í áhöfn séu fleiri en einn flugmaður,
b) aðrir flugmenn í áhöfninni séu yngri en 60 ára,
c) um sé að ræða innanlandsflug eða samþykki viðkomandi erlends ríkis komi til,
d) aðrir í áhöfn séu ekki með skráða takmörkun í heilbrigðisvottorði eða aðra undanþágu á heilbrigðisvottorði.
2.1.10.2 Heimildar skv. gr. 2.1.10.1 má neyta þar til 65 ára aldri er náð, en eftir það skal skírteinishafi ekki starfa sem flugmaður í loftfari, sem rekið er í flutningaflugi.
2.1.10.3 Þrátt fyrir ákvæði gr. 2.1.10.2 getur skírteinishafi starfað áfram sem flugmaður eftir að ofangreindum hámarksaldri er náð í m.a. einkaflugi, kennsluflugi og ýmis konar þjónustuflugi þar sem ekki er um að ræða flutninga á farþegum eða vörum gegn endurgjaldi, svo sem fræsáningar- og áburðarflugi, mælinga- og könnunarflugi, leitar- og björgunarflugi, ljósmyndaflugi, auglýsingaflugi, prófflugi og verkflugi, enda fullnægi hann þeim skilyrðum sem um slík flug gilda.
2.2 Skírteini flugnema/flugvél og flugnema/þyrla (Student pilot).
2.2.1 Skilyrði fyrir útgáfu skírteinisins.
Umsækjandi um skírteini flugnema/flugvél eða flugnema/þyrla skal fullnægja tilteknum skilyrðum um aldur, þekkingu, reynslu, færni, heilbrigði, reglusemi og ríkisfang. Skilyrðin eru þessi:
2.2.1.1 Aldur.
Hann skal ekki vera yngri en 16 ára.
2.2.1.2 Þekking.
Hann skal, skriflega og munnlega, sanna þekkingu sína á eftirfarandi atriðum:
a) flugreglum og fyrirmælum um einkaflug í flugvélum eða þyrlum, eftir því sem við á,
b) hagnýtum atriðum um landflug og gerð flugáætlana fyrir sjónflug,
c) viðeigandi öryggisreglum og neyðarráðstöfunum, þar á meðal hvernig ber að forðast hættuleg veðurskilyrði.
2.2.1.3 Reynsla.
Hann skal hafa lokið að minnsta kosti 12 klst. fartíma á hlutaðeigandi gerð loftfars með kennara, þó með þeim fyrirvara að Flugmálastjórn getur lækkað kröfur þessar í samræmi við hæfni hans og reynslu ef hann er handhafi skírteinis flugmanns á annarri gerð loftfars.
2.2.1.4 Færni.
Hann skal í reynsluflugi með flugkennara sanna að hann sé fær um að fljúga tilgreindri tegund flugvéla eða þyrlna einn síns liðs á öruggan hátt.
2.2.1.5 Heilbrigði.
Umsækjandi skal, fyrir fyrsta einflug, vera handhafi 1. eða 2. flokks heilbrigðisvottorðs sem í gildi er.
2.2.1.6 Reglusemi.
Synja skal skírteinis þeim manni sem dæmdur hefur verið fyrir refsiverða hegðun er veitir ástæðu til að ætla að hann misfari með skírteinið. Hann skal ekki eiga óafplánaðan dóm um missi skírteinis til stjórnar loftfara, bifreiða eða annarra vélknúinna farartækja.
2.2.2 Réttindi handhafa skírteinisins og skilyrði sem fullnægja þarf til að neyta þeirra.
Að því tilskildu að fullnægt sé skilyrðum þeim, sem um getur í gr. 1.2.5, 1.2.6 og 2.1, hefur handhafi skírteinis flugnema/flugvél eða flugnema/þyrla rétt til, undir eftirliti og með leyfi flugkennara með tilskilin réttindi, að fljúga flugvél eða þyrlu af tiltekinni tegund einn síns liðs. Honum er heimilt undir slíku eftirliti að fljúga landflug. Flugnemi skal ekki fljúga einflug erlendis eða milli landa nema með sérstöku leyfi flugmálastjórna hlutaðeigandi ríkja.
2.2.3 Skírteinið er gefið út eftir að skrifleg ósk um það hefur borist frá viðurkenndum flugskóla en flugkennara, sem réttindi hefur til þess, er þó heimilt að senda nemann í fyrsta einflug áður en skírteinið er gefið út. Skírteinið er því aðeins í gildi að flugkennari nemans hafi áritað það fyrir hvert einstakt flug, sama dag og flugið fer fram, og getið um hvað æfa skuli og um lengd æfingatímans. Flugkennari skal í flugi kynna sér hæfni nemans áður en hann áritar skírteinið ef neminn hefur ekki flogið síðustu 30 dagana.
2.3 Einkaflugmannsskírteini (Privat pilot licence).
Sjá nánar kröfur fyrir útgáfu einkaflugmannsskírteinis á flugvél og þyrlu sem eru í reglugerð um skírteini flugliða á flugvél (JAR-FCL 1) og reglugerð um skírteini flugliða á þyrlu (JAR-FCL 2).
2.4 Atvinnuflugmannsskírteini (Commercial pilot licence).
Sjá nánar kröfur fyrir útgáfu atvinnuflugmannsskírteinis á flugvél og þyrlu sem eru í reglugerð um skírteini flugliða á flugvél (JAR-FCL 1) og reglugerð um skírteini flugliða á þyrlu (JAR-FCL 2).
2.5 Fjölstjórnarskírteini (Multi-crew pilot licence appropriate to the aeroplane category).
Nánari kröfur fyrir útgáfu fjölstjórnarskírteinis á flugvél og þyrlu eru í reglugerð um skírteini flugliða á flugvél (JAR-FCL 1) og reglugerð um skírteini flugliða á þyrlu (JAR-FCL 2).
2.6 Atvinnuflugmannsskírteini 1. flokks (Airline transport pilot licence).
Sjá nánar kröfur fyrir útgáfu atvinnuflugmannsskírteinis 1. flokks á flugvél og þyrlu sem eru í reglugerð um skírteini flugliða á flugvél (JAR-FCL 1) og reglugerð um skírteini flugliða á þyrlu (JAR-FCL 2).
2.7 Blindflugsáritun (Instrument rating).
Sjá nánar kröfur fyrir útgáfu blindflugsáritunar á flugvél og þyrlu sem eru í reglugerð um skírteini flugliða á flugvél (JAR-FCL 1) og reglugerð um skírteini flugliða á þyrlu (JAR-FCL 2).
2.8 Flugkennsluáritun (Flight instructor rating).
Sjá nánar kröfur fyrir útgáfu flugkennsluáritunar á flugvél og þyrlu sem eru í reglugerð um skírteini flugliða á flugvél (JAR-FCL 1) og reglugerð um skírteini flugliða á þyrlu (JAR-FCL 2).
2.9 Skírteini svifflugmanns (Glider pilot licence).
2.9.1 Skilyrði fyrir útgáfu skírteinisins (Requirements for the issue of the licence).
2.9.1.1 Aldur.
Umsækjandi skal ekki vera yngri en 16 ára.
2.9.1.2 Þekking.
Umsækjandi skal hafa sannað þekkingu sína, með bóklegu prófi hjá Flugmálastjórn eða á annan hátt sem hún viðurkennir, á tilteknum sviðum að því marki sem réttindi handhafa skírteinis svifflugmanns segja til um. Sviðin skulu a.m.k. vera þessi:
Lög um loftferðir
a) Reglur og reglugerðir sem varða handhafa skírteinis svifflugmanns; flugreglur, þær venjur og þá starfshætti í flugumferðarþjónustu sem við eiga.
Almenn þekking á loftförum
b) Undirstöðuatriði um starfrækslu kerfa í svifflugum og mælitæki þeirra.
c) Takmörk þau sem sett eru starfrækslu svifflugna. Upplýsingar sem skipta máli um starfrækslu úr flughandbók eða öðrum gögnum sem við eiga.
Afkastageta og áætlanagerð
d) Áhrif hleðslu og dreifingar massa á flugeiginleika, vandamál sem varða massa og jafnvægi.
e) Notkun og hagnýt beiting upplýsinga um afköst við flugtak, lendingu og við aðrar aðstæður.
f) Gerð leiðarflugáætlana fyrir flug og meðan á flugi stendur samkvæmt reglum um sjónflug. Starfshættir og venjur í flugumferðarþjónustu, eftir því sem við á. Stilling flughæðarmæla. Flug á svæðum með mikilli flugumferð.
Mannleg geta
g) Mannleg geta sem varðar handhafa skírteinis svifflugmanns.
Veðurfræði
h) Beiting undirstöðuatriða flugveðurfræði. Notkun upplýsinga um veður og hvernig skal afla þeirra. Flughæðarmælingar.
Leiðsaga
i) Hagnýt atriði flugleiðsögu og staðarákvörðun eftir leiðarreikningi og áttavita. Notkun flugkorta.
Venjur og starfshættir
j) Notkun gagna er flug varða, svo sem AIP, NOTAM, táknmerki og skammstafanir.
k) Mismunandi flugtaksaðferðir og starfshættir þar að lútandi.
l) Viðeigandi varúðar- og neyðarráðstafanir, þ.m.t. hvernig forðast skal hættuleg veðurskilyrði, ókyrrð í slóð annars loftfars og aðrar hættur við stjórn loftfars.
Flugfræði
m) Grundvallaratriði flugfræði er varða svifflugur.
Fjarskipti
2.9.1.2.1 Starfshættir og orðaval við notkun talstöðva í fjarskiptum að því er varðar flug samkvæmt sjónflugsreglum. Viðbrögð ef talstöðvarsamband rofnar.
2.9.1.3 Reynsla.
2.9.1.3.1 Umsækjandi skal hafa lokið a.m.k. 12 klst. fartíma sem flugmaður í svifflugum, þ.m.t. 5 klst. einflugstími þar sem eigi færri en 20 flugtök og lendingar skulu hafa verið framkvæmdar. Heildarfjöldi flugferða skal vera minnst 45.
2.9.1.3.1.1 Þegar umsækjandi hefur áunnið sér fartíma sem flugmaður flugvéla, þyrla, eða hreyfilknúinna fisa ákveður Flugmálastjórn hvort slík reynsla skuli talin fullnægjandi og, ef svo er, að hvaða marki megi slá af kröfum um fartíma sem mælt er fyrir um í gr. 2.9.1.3.1. Meta má slíka reynslu til allt að 50% af fartímakröfum.
2.9.1.3.2 Umsækjandi skal á tilteknum sviðum og undir viðeigandi umsjón hafa aflað sér reynslu við stjórn svifflugna. Sviðin skulu a.m.k. vera þessi:
a) aðgerðir þær sem framkvæma þarf fyrir flug, þ.m.t. samsetning og skoðun svifflugna,
b) tækni og aðferðir við framkvæmd þeirrar flugtaksaðferðar sem beitt er hverju sinni, þ.m.t. viðeigandi flughraðatakmarkanir, neyðarráðstafanir og táknmerki sem notuð eru,
c) aðgerðir í umferðarhring flugvalla, varúðarráðstafanir til að forðast árekstra,
d) stjórn svifflugu eftir sýnilegum kennileitum,
e) flug á öllu flugsviðinu,
f) að bera kennsl á einkenni og ná svifflugu út úr frumofrisi og fullu ofrisi, svo og gormdýfu,
g) flugtak, aðflug og lending við eðlilegar aðstæður og í hliðarvindi,
h) landflug þar sem aðeins er stuðst við sýnileg kennileiti og ákvörðun hnattstöðu eftir leiðarreikningi og áttavita,
i) neyðarráðstafanir.
2.9.1.4 Færni.
Umsækjandi skal sanna hæfni sína, með prófi hjá prófdómurum Flugmálastjórnar eða á annan hátt sem Flugmálastjórn viðurkennir, til að sinna starfi flugstjóra svifflugu og beita þeim aðgerðum og starfsháttum sem lýst er í gr. 2.9.1.3.2 að því marki sem krafist er af handhafa skírteinis svifflugmanns, og að:
a) uppgötva og bregðast við hættu og bilunum,.
b) stjórna svifflugunni innan þeirra takmarkana sem henni eru sett,
c) ljúka öllum aðgerðum af lipurð og nákvæmni,
d) sýna góða dómgreind og flugmennsku,
e) beita þekkingu í flugi, og
f) hafa ætíð stjórn á svifflugunni á þann hátt að aldrei leiki vafi á að hlutaðeigandi aðgerð hafi heppnast vel.
2.9.1.5 Heilbrigði.
Umsækjandi skal vera handhafi 2. flokks heilbrigðisvottorðs sem í gildi er.
2.9.1.6 Reglusemi.
Synja skal skírteinis þeim manni sem dæmdur hefur verið fyrir refsiverða hegðun er veitir ástæðu til að ætla að hann misfari með skírteinið. Hann skal ekki eiga óafplánaðan dóm um missi skírteinis til stjórnar loftfara, bifreiða eða annarra vélknúinna farartækja.
2.9.1.7 Annað.
Umsækjandi skal vera:
a) íslenskur ríkisborgari, eða
b) eiga lögheimili á Íslandi, eða
c) hafa stundað flugnám á Íslandi til þeirra réttinda sem sótt er um, eða
d) njóta réttar hér á landi samkvæmt ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamnings fríverslunarsamtaka Evrópu eða fríverslunarsamninga við einstök ríki.
2.9.2 Heimildir handhafa skírteinisins og skilyrði sem fullnægja þarf til að neyta þeirra (Privileges of the holder of the licence and the conditions to be observed in exercising such priviledges).
2.9.2.1 Að því tilskildu að fullnægt sé skilyrðum þeim, sem um getur í gr. 1.2.5, 1.2.6 og 2.1, hefur handhafi skírteinis svifflugmanns heimild til þess að stjórna hvaða svifflugu sem er, svo fremi sem skírteinishafi hefur reynslu í flugtaksaðferð þeirri sem beitt er hverju sinni.
2.9.2.2 Ef fljúga á með farþega skal skírteinishafi hafa lokið eigi færri en 10 stunda fartíma sem flugmaður svifflugna.
2.9.2.3 Handhafa skírteinis svifflugmanns er heimilt að fljúga vélsvifflugum samkvæmt nánari reglum er Flugmálastjórn setur um vélsvifflugur. Heimildir skulu staðfestar með áritun á skírteinið.
2.9.2.4 Til þess að halda réttindum sínum þarf svifflugmaður að hafa flogið a.m.k. 12 flugferðir, sem samtals eru a.m.k. 3 klst., á síðasta 24 mánaða tímabili eða standast hæfnipróf eftir nánari ákvörðun Flugmálastjórnar.
2.9.2.4.1 Öll hæfnipróf skulu staðfest í flugdagbók.
2.10 Skírteini stjórnanda frjáls loftbelgs (Free baloon pilot licence).
Reglur þessar um skírteini stjórnanda frjáls loftbelgs eiga við frjálsa loftbelgi sem í er notað heitt loft eða gas.
2.10.1 Skilyrði fyrir útgáfu skírteinisins (Requirements for the issue of the licence).
2.10.1.1 Aldur.
Umsækjandi skal ekki vera yngri en 16 ára.
2.10.1.2 Þekking.
Umsækjandi skal hafa sannað þekkingu sína, með bóklegu prófi hjá Flugmálastjórn eða á annan hátt sem hún viðurkennir, á tilteknum sviðum að því marki sem heimildir handhafa skírteinis stjórnanda frjáls loftbelgs segja til um. Sviðin skulu a.m.k. vera þessi:
Lög um loftferðir
a) Reglur og reglugerðir sem varða handhafa skírteinis stjórnanda frjáls loftbelgs. Flugreglur. Þær venjur og þeir starfshættir í flugumferðarþjónustu sem við eiga.
Almenn þekking á loftförum
b) Undirstöðuatriði um starfrækslu kerfa í frjálsum loftbelgjum og mælitækja þeirra.
c) Takmörk þau sem sett eru starfrækslu frjáls loftbelgs. Upplýsingar, sem skipta máli, um starfrækslu úr flughandbók eða öðrum gögnum sem við eiga.
d) Eiginleikar og notkun gastegunda sem notaðar eru í frjálsum loftbelgjum.
Afkastageta og áætlanagerð
e) Áhrif hleðslu á flugeiginleika. Útreikningar massa.
f) Notkun og hagnýt beiting upplýsinga um afköst við flugtak, lendingu og við aðrar aðstæður, þ.m.t. áhrif lofthita.
g) Gerð leiðarflugáætlana fyrir flug og meðan á flugi stendur samkvæmt reglum um sjónflug. Starfshættir og venjur í flugumferðarþjónustu, eftir því sem við á. Stilling flughæðarmæla. Flug á svæðum með mikilli flugumferð.
Mannleg geta
h) Mannleg geta sem varðar handhafa skírteinis stjórnanda frjáls loftbelgs.
Veðurfræði
i) Beiting undirstöðuatriða flugveðurfræði. Notkun upplýsinga um veður og hvernig skal afla þeirra. Flughæðarmælingar.
Leiðsaga
j) Hagnýt atriði flugleiðsögu og staðarákvörðun eftir leiðarreikningi og áttavita. Notkun flugkorta.
Venjur og starfshættir
k) Notkun gagna er flug varða, svo sem AIP, NOTAM, táknmerki og skammstafanir.
l) Viðeigandi varúðar- og neyðarráðstafanir, þ.m.t. hvernig forðast skal hættuleg veðurskilyrði, ókyrrð í slóð annars loftfars og aðrar hættur við stjórn loftfars.
Flugfræði
m) Grundvallaratriði flugfræði er varða frjálsa loftbelgi.
Fjarskipti
2.10.1.2.1 Starfshættir og orðaval við notkun talstöðva í fjarskiptum að því er varðar flug samkvæmt sjónflugsreglum. Viðbrögð ef talstöðvarsamband rofnar.
2.10.1.3 Reynsla.
2.10.1.3.1 Umsækjandi skal hafa lokið a.m.k. 16 klst. fartíma sem stjórnandi frjáls loftbelgs, þ.m.t. eigi færri en 8 flugtök og uppflug, þar af a.m.k. eitt einflug í loftbelg.
2.10.1.3.2 Umsækjandi skal hafa aflað sér reynslu, undir umsjón þar til hæfra aðila, í stjórn frjáls loftbelgs á tilteknum sviðum. Sviðin skulu a.m.k. vera þessi:
a) aðgerðir sem framkvæma þarf fyrir flug, þ.m.t. samsetning og uppsetning loftbelgs, að blása upp og binda niður loftbelg, svo og skoðun,
b) aðferðir og venjur við flugtak og uppflug loftbelgs, þar með talið takmarkanir, neyðarráðstafanir og táknmerki þau sem nota skal hverju sinni,
c) ráðstafanir til að forðast árekstra,
d) stjórn frjáls loftbelgs eftir sýnilegum kennileitum,
e) að bera kennsl á skyndilega lækkun og að endurheimta rétta hæð eftir hana,
f) landflug eftir sýnilegum kennileitum og ákvörðun hnattstöðu eftir áttavita og leiðarreikningi,
g) aðflug og lendingar, þar með talin stjórn loftbelgs á jörðu niðri, og
h) neyðarráðstafanir.
2.10.1.3.3 Ef umsækjandi neytir heimilda þeirra, sem skírteini hans veitir, að nóttu til, skal hann hafa aflað sér reynslu, undir eftirliti aðila með tilskilin réttindi, í flugi frjáls loftbelgs að nóttu til.
2.10.1.3.4 Til að mega flytja farþega gegn gjaldi þarf handhafi skírteinis stjórnanda frjáls loftbelgs að hafa lokið minnst 35 fartímum og þar af minnst 20 tímum sem stjórnandi frjáls loftbelgs.
2.10.1.4 Færni.
Umsækjandi skal sanna, með prófi hjá prófdómurum Flugmálastjórnar eða á annan hátt sem Flugmálastjórn viðurkennir, færni til þess að sinna störfum stjórnanda frjáls loftbelgs og að beita þeim aðgerðum og starfsháttum, sem lýst er í gr. 2.10.1.3.2, að því marki sem krafist er af handhafa skírteinis stjórnanda frjáls loftbelgs, og að:
a) uppgötva og bregðast við hættu og bilunum,
b) stjórna frjálsum loftbelgi innan þeirra takmarkana sem honum eru sett,
c) ljúka öllum aðgerðum af lipurð og nákvæmni,
d) sýna góða dómgreind og flugmennsku,
e) beita þekkingu í flugi, og
f) hafa ætíð stjórn á frjálsa loftbelgnum á þann hátt að aldrei leiki vafi á að hlutaðeigandi aðgerð hafi heppnast vel.
2.10.1.5 Heilbrigði.
Umsækjandi skal vera handhafi 2. flokks heilbrigðisvottorðs sem í gildi er.
2.10.1.6 Reglusemi.
Synja skal skírteinis þeim manni sem dæmdur hefur verið fyrir refsiverða hegðun er veitir ástæðu til að ætla að hann misfari með skírteinið. Hann skal ekki eiga óafplánaðan dóm um missi skírteinis til stjórnar loftfara, bifreiða eða annarra vélknúinna farartækja.
2.10.1.7 Annað.
Umsækjandi skal vera:
a) íslenskur ríkisborgari, eða
b) eiga lögheimili á Íslandi, eða
c) hafa stundað flugnám á Íslandi til þeirra réttinda sem sótt er um, eða
d) njóta réttar hér á landi samkvæmt ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamnings fríverslunarsamtaka Evrópu eða fríverslunarsamninga við einstök ríki.
2.10.2 Heimildir handhafa skírteinisins og skilyrði sem fullnægja þarf til að neyta þeirra (Privileges of the holder of the licence and the conditions to be observed in exercising such priviledges).
2.10.2.1 Að því tilskildu að fullnægt sé skilyrðum þeim, er um getur í gr. 1.2.5., 1.2.6., 1.2.7.1., 2.1. og 2.10.1.3.4. skulu heimildir handhafa skírteinis stjórnanda frjáls loftbelgs vera að annast flugstjórn á hvaða frjálsum loftbelgi sem er, að því tilskildu að hann hafi reynslu í stjórn loftbelgja annaðhvort með heitu lofti eða gasi, eftir því sem við á.
2.10.2.2 Áður en handhafi skírteinis neytir heimilda sinna að nóttu til skal hann hafa fullnægt þeim skilyrðum, sem lýst er í gr. 2.10.1.3.3, og fengið heimild til flugs að nóttu skráð í skírteini sitt.
2.10.2.3 Til þess að halda heimildum sínum í gildi þarf stjórnandi frjáls loftbelgs að hafa flogið a.m.k. 8 sinnum og leyst af hendi 4 tæmingar og fyllingar loftbelgs á síðustu 24 mánuðum eða standast hæfnipróf eftir nánari ákvörðun Flugmálastjórnar.
2.10.2.3.1 Öll hæfnipróf skulu staðfest í flugdagbók.
2.11 Skírteini fisflugmanns.
Reglur þessar um skírteini fisflugmanns eiga við um stjórnanda hreyfilknúinna fisa.
2.11.1 Skilyrði fyrir útgáfu skírteinis (Requirements for the issue of the licence).
2.11.1.1 Aldur.
Umsækjandi skal ekki vera yngri en 16 ára.
2.11.1.2 Þekking.
Umsækjandi skal hafa sannað þekkingu sína, með bóklegu prófi hjá Flugmálastjórn eða á annan hátt sem hún viðurkennir, á tilteknum sviðum að því marki sem heimildir handhafa skírteinis fisflugmanns segja til um. Sviðin skulu a.m.k. vera þessi:
Lög um loftferðir
Reglur og reglugerðir sem varða handhafa skírteinis fisflugmanns. Flugreglur. Þær venjur og þeir starfshættir í flugumferðarþjónustu sem við eiga.
Almenn þekking á loftförum
Undirstöðuatriði um starfrækslu fisa og mælitæki þeirra. Getumörk hreyfla. Takmörk þau sem sett eru starfrækslu fisa. Upplýsingar sem skipta máli um starfrækslu úr flughandbók eða öðrum gögnum sem við eiga.
Afkastageta og áætlanagerð
Áhrif hleðslu og dreifingar massa á flugeiginleika, vandamál sem varða massa og jafnvægi. Notkun og hagnýt beiting upplýsinga um afköst við flugtak, lendingu og við aðrar aðstæður. Gerð leiðarflugáætlana fyrir flug og meðan á flugi stendur samkvæmt reglum um sjónflug. Starfshættir og venjur í flugumferðarþjónustu, eftir því sem við á. Stilling flughæðarmæla. Flug á svæðum með mikilli flugumferð. Eldsneytiseyðsla og eldsneytisútreikningar.
Mannleg geta
Mannleg geta sem varðar handhafa skírteinis fisflugmanns.
Veðurfræði
Beiting undirstöðuatriða flugveðurfræði. Notkun upplýsinga um veður og hvernig skal afla þeirra.
Leiðsaga
Hagnýt atriði flugleiðsögu og staðarákvörðun eftir leiðarreikningi og áttavita. Notkun flugkorta
Venjur og starfshættir
Notkun gagna er flug varða, svo sem AIP, NOTAM, táknmerki og skammstafanir. Mismunandi flugtaksaðferðir og starfshættir þar að lútandi. Viðeigandi varúðar- og neyðarráðstafanir, þ.m.t. hvernig forðast skal hættuleg veðurskilyrði, ókyrrð í slóð annars loftfars og aðrar hættur við stjórn loftfars.
Flugfræði
Grundvallaratriði flugfræði er varða fis.
Fjarskipti
Starfshættir og orðaval við notkun talstöðva í fjarskiptum að því er varðar flug samkvæmt sjónflugsreglum. Viðbrögð ef talstöðvarsamband rofnar.
2.11.1.3 Reynsla.
2.11.1.3.1 Umsækjandi skal hafa lokið a.m.k. 12 klst. fartíma sem flugmaður í hreyfilknúnu fisi, þ.m.t. 3 klst. einflugstími þar sem eigi færri en 15 flugtök og lendingar skulu hafa verið framkvæmdar í einflugi. Heildarfjöldi flugferða skal vera minnst 40 sl. 18 mánuði. Til að fljúga með farþega skal flugmaður hafa flogið a.m.k. 25 fartíma með skírteini fisflugmanns auk þess að hafa minnst 3 flugtök og lendingar síðustu 3 mánuði.
Þegar umsækjandi hefur áunnið sér fartíma sem handhafi skírteinis flugmanns á flugvél, þyrlu eða svifflugvél ákveður Flugmálastjórn hvort slík reynsla skuli talin fullnægjandi og, ef svo er, að hvaða marki megi slá af kröfum um fartíma sem mælt er fyrir um. Meta má slíka reynslu til allt að 5 tíma af heildarfartímakröfum fyrir skírteini fisflugmanns og allt að 12 tíma af heildarfartímakröfum fyrir heimild til að fljúga með farþega.
Einkaflugmanni með mikla reynslu, yfir 100 flugtíma samtals, er heimilt að taka verklegt stöðupróf og bóklegt próf í reglum er varða fis, sem nægir til að fullnægja kröfum fyrir skírteini fisflugmanns með farþegaáritun, ef um er að ræða fis með þriggja ása stýringu.
2.11.1.3.2 Umsækjandi skal á tilteknum sviðum og undir viðeigandi umsjón hafa aflað sér reynslu við stjórn fisa með þriggja ása stjórn og þyngdartilfærslu eftir því sem við á. Sviðin skulu a.m.k. vera þessi:
Aðgerðir þær sem framkvæma þarf fyrir flug, þ.m.t. samsetning og skoðun fisa, tækni og aðferðir við framkvæmd þeirrar flugtaksaðferðar sem beitt er hverju sinni, þ.m.t. viðeigandi flughraðatakmarkanir, neyðarráðstafanir og táknmerki sem notuð eru, aðgerðir í umferðarhring flugvalla, varúðarráðstafanir til að forðast árekstra, stjórn fiss eftir sýnilegum kennileitum, flug á öllu flugsviðinu, að bera kennsl á einkenni og ná fisi út úr frumofrisi og fullu ofrisi, svo og gormdýfu, flugtak, aðflug og lending við eðlilegar aðstæður og í hliðarvindi, landflug þar sem aðeins er stuðst við sýnileg kennileiti og ákvörðun hnattstöðu eftir leiðarreikningi og áttavita, neyðarráðstafanir.
2.11.1.4. Færni.
Umsækjandi skal sanna hæfni sína, með prófi hjá prófdómurum Flugmálastjórnar eða á annan hátt sem Flugmálastjórn viðurkennir, til að fullnægja kröfum fyrir skírteini fisflugmanns og beita þeim aðgerðum og starfsháttum að því marki sem krafist er af handhafa skírteinis fisflugmanns, og að:
a) stjórna fisi innan þeirra takmarkana sem því eru sett,
b) ljúka öllum aðgerðum af lipurð og nákvæmni,
c) sýna góða dómgreind og flugmennsku,
d) beita þekkingu í flugi, og
e) hafa ætíð stjórn á fisinu á þann hátt að aldrei leiki vafi á að hlutaðeigandi aðgerð hafi heppnast vel.
Einkaflugmanni með mikla reynslu, yfir 100 flugtíma samtals, er heimilt að taka verklegt stöðupróf og bóklegt próf í reglum er varða fis, sem nægir til að fullnægja kröfum fyrir skírteini fisflugmanns með farþegaáritun, ef um er að ræða fis með þriggja ása stýringu.
2.11.1.5. Heilbrigði.
2.11.1.5.1 Umsækjandi skal vera handhafi 2. flokks heilbrigðisvottorðs sem í gildi er.
2.11.1.6 Reglusemi.
Synja skal skírteinis þeim manni sem dæmdur hefur verið fyrir refsiverða hegðun er veitir ástæðu til að ætla að hann misfari með skírteinið. Hann skal ekki eiga óafplánaðan dóm um missi skírteinis til stjórnar loftfara, bifreiða eða annarra vélknúinna farartækja.
2.11.1.7 Annað.
Umsækjandi skal vera:
a) íslenskur ríkisborgari, eða
b) eiga lögheimili á Íslandi, eða
c) hafa stundað flugnám á Íslandi til þeirra réttinda sem sótt er um, eða
d) njóta réttar hér á landi samkvæmt ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamnings fríverslunarsamtaka Evrópu eða fríverslunarsamninga við einstök ríki.
2.11.1.8 Heimildir handhafa skírteinisins og skilyrði sem fullnægja þarf til að neyta þeirra.
Að því tilskildu að fullnægt sé skilyrðum þeim, sem um getur í gr. 1.2.5, 1.2.6 og 2.1, hefur handhafi skírteinis fisflugmanns heimild til þess að annast flugstjórn samkvæmt áritun skírteinis. Áritanir í skírteini fisflugmanns eru tvenns konar:
a. Áritun til flugs í þriggjaása fisi og b. Áritun til flugs í fisi með þyngdartilfærslu. Sé sótt um fleiri en eina áritun í skírteini fisflugmanns þarf kröfum í gr. 2.1.1.3.1 um reynslu að vera fullnægt. Til að fljúga með farþega skal flugmaður hafa flogið a.m.k. 25 fartíma með skírteini fisflugmanns auk þess að hafa minnst 3 flugtök og lendingar síðustu 3 mánuði. Getið skal takmörkunar í skírteini uppfylli fisflugmaður ekki kröfur til að fljúga með farþega.
Til þess að viðhalda heimildum sínum þarf fisflugmaður að hafa flogið a.m.k. 8 flugferðir, sem samtals eru a.m.k. 2 klst., á síðasta 24 mánaða tímabili eða standast hæfnipróf eftir nánari ákvörðun Flugmálastjórnar.
Öll hæfnipróf skulu staðfest í flugdagbók.

III. KAFLI Skírteini flugliða annarra en flugmanna (Licences for flight crew members other then licences for pilots).

3.1 Almennar reglur varðandi skírteini flugleiðsögumanns og flugvélstjóra (General rules concerning flight navigator and flight engineer licences).
3.1.1 Umsækjandi skal, áður en honum er veitt skírteini flugvélstjóra, fullnægja þeim skilyrðum sem kveða á um aldur, þekkingu, reynslu, færni, heilbrigði, reglusemi og ríkisfang eins og mælt er fyrir um slíkt skírteini.
3.1.1.1 Umsækjandi um skírteini flugvélstjóra skal sanna þekkingu sína og færni að því marki sem Flugmálastjórn krefst til útgáfu skírteinisins.
3.2 Skírteini flugleiðsögumanns (Flight navigator licence).
Skírteini flugleiðsögumanns er ekki gefið út lengur, né heldur eru eldri skírteini flugleiðsögumanna endurnýjuð.
3.3 Skírteini flugvélstjóra (Flight engineer licence).
Flugvéltækni er iðngrein á Íslandi. Skírteini flugvélstjóra veita því handhöfum ekki réttindi til þess að vinna störf flugvéltækna nema þeir séu einnig flugvéltæknar.
3.3.1 Skilyrði fyrir útgáfu skírteinisins (Requirements for the issue of the licence).
3.3.1.1 Aldur.
Umsækjandi skal ekki vera yngri en 18 ára.
3.3.1.2 Þekking.
3.3.1.2.1 Umsækjandi skal hafa sannað þekkingu sína á tilteknum sviðum að því marki sem réttindi handhafa skírteinis flugvélstjóra segja til um (sjá gr. 3.3.1.2 í 1. viðauka við Chicago-samninginn). Sviðin skulu vera a.m.k. þessi:
Lög um loftferðir
a) Reglur og reglugerðir sem varða handhafa skírteinis flugvélstjóra. Reglur og reglugerðir um flugrekstur er varða skyldustörf flugvélstjóra.
Almenn þekking á loftförum
b) Undirstöðuatriði varðandi hreyfla loftfara, gashverfla og/eða bulluhreyfla. Eiginleikar eldsneytis, eldsneytiskerfa, þ.m.t. stjórn og eftirlit með eldsneyti. Smurning og smurkerfi. Eftirbrennar og íspýtingarkerfi, eðli og gangverk kveikjuferils vélar og ræsingarkerfi.
c) Undirstöðuatriði um starfrækslu, meðhöndlun og getumörk hreyfla loftfara. Áhrif breytinga í andrúmslofti á afkastagetu hreyfla.
d) Skrokkar, stjórntæki, burðarvirki, hjólabúnaður, hemlar og skriðvarar, tæring og endingartími vegna málmþreytu. Að bera kennsl á skemmdir og galla í burðarvirki.
e) Ís- og regnvarnarkerfi.
f) Jafnþrýsti- og loftbætikerfi, súrefniskerfi.
g) Vökvaþrýsti- og loftþrýstikerfi.
h) Undirstöðuatriði raffræði, rafkerfi (rið- og rakstraums), rafleiðslukerfi flugvéla, tenging þeirra og skermun.
i) Undirstöðuatriði um eðli og starfsemi mælitækja, áttavita, sjálfstýribúnaðar, talstöðvarbúnaðar, flugleiðsögutækja og ratsjárbúnaðar til flugleiðsagnar, flugstjórnarkerfa, notkun birta og rafeindabúnaðar.
j) Getumörk hlutaðeigandi loftfara.
k) Brunavarnir, tæki og búnaður til að skynja, kæfa og slökkva eld.
l) Notkun og eftirlit með endingu búnaðar og kerfa hlutaðeigandi loftfara.
Afkastageta og áætlanagerð
m) Áhrif hleðslu og dreifingar massa á stjórn loftfars, flugeiginleika og afkastagetu. Útreikningur massa og jafnvægis.
n) Notkun og hagnýt beiting gagna um afkastagetu, þar með taldir starfshættir við farflugstjórn.
Mannleg geta
o) Mannleg geta sem varðar handhafa skírteinis flugvélstjóra.
Venjur og starfshættir
p) Undirstöðuatriði um viðhald, aðferðir til viðhalds lofthæfi loftfars, bilanatilkynningar, skoðun loftfars fyrir flug, varúðarráðstafanir við eldsneytistöku og notkun utanaðkomandi orku. Búnaður og kerfi í farþegarými.
q) Starfshættir og viðbrögð við eðlilegar og óeðlilegar aðstæður og í neyðartilvikum.
r) Venjur og starfshættir við farmflutninga, þ.m.t. flutningur á hættulegum efnum.
Flugfræði
s) Undirstöðuatriði flugfræði.
Fjarskipti
t) Starfshættir og orðaval við notkun talstöðva í fjarskiptum.
3.3.1.2.2 Umsækjandinn skal hafa sýnt fram á þekkingu sem samræmist heimildum handhafa flugvélstjóraskírteinis a.m.k. í eftirfarandi efni:
a) undirstöðuatriðum flugleiðsögu og grundvallaratriðum í starfrækslu óháðra kerfa; og
b) hagnýtri notkun veðurfræði (operational aspects).
3.3.1.3 Reynsla.
3.3.1.3.1 Umsækjandi skal hafa lokið, undir eftirliti manns sem viðurkenndur er af Flugmálastjórn, eigi færri en 100 klst. fartíma í starfi flugvélstjóra. Flugmálastjórn ákveður hvort reynsla í starfi flugvélstjóra í flughermi, viðurkenndum af henni, skuli teljast fullnægjandi sem hluti þessara 100 klst. Eigi skal meta slíka reynslu til fleiri en 50 klst.
3.3.1.3.1.1 Þegar umsækjandi hefur áunnið sér fartíma sem flugmaður ákveður Flugmálastjórn hvort hægt sé að viðurkenna slíka reynslu og, ef svo er, að hvaða marki hægt sé að slá af þeim kröfum sem lýst er í gr. 3.3.1.3.1.
3.3.1.3.2 Umsækjandi skal hafa öðlast starfsreynslu í skyldustörfum flugvélstjóra, undir eftirliti flugvélstjóra sem til þess hefur verið viðurkenndur af Flugmálastjórn, á tilteknum sviðum. Sviðin skulu a.m.k. vera þessi:
a) Venjulegir starfshættir:
- skoðun loftfars fyrir flug
- eldsneytistaka, umsjón með eldsneyti
- eftirlit með viðhaldsskjölum
- hefðbundnir starfshættir í stjórnklefa loftfars á öllum stigum flugs
- samhæfing áhafnar og aðgerðir ef hluti áhafnar verður skyndilega óhæfur til að sinna skyldustörfum sínum
- bilanatilkynningar.
b) Starfshættir við óeðlilegar aðstæður og þegar viðbúnaðar er þörf:
- að bera kennsl á að kerfi loftfars starfar óeðlilega
- beiting starfshátta við óeðlilegar aðstæður og þegar viðbúnaðar er þörf.
c) Starfshættir í neyð:
- að bera kennsl á neyðarástand
- beiting viðeigandi starfshátta í neyð.
3.3.1.4 Færni.
3.3.1.4.1 Umsækjandi skal sanna hæfni sína til að sinna störfum flugvélstjóra loftfars og til að beita þeim aðgerðum og starfsháttum, sem lýst er í gr. 3.3.1.3.2, að því marki sem krafist er af handhafa skírteinis flugvélstjóra, og að:
a) uppgötva og bregðast við hættu og bilunum,
b) nota kerfi loftfars innan þeirra marka sem loftfarinu eru sett,
c) sýna góða dómgreind og flugmennsku,
d) beita þekkingu í flugi,
e) sinna öllum skyldustörfum sem einn af samheldinni áhöfn á þann hátt að aldrei leiki vafi á að vel hafi til tekist,
f) skilja og nota starfshætti og venjur við samhæfingu flugverja og kunna að bregðast við ef flugliði verður skyndilega vanhæfur, og
g) hafa árangursrík og góð samskipti við aðra flugliða.
3.3.1.4.2 Notkun flugþjálfa til að framkvæma einhverja þeirra aðgerða sem krafist er til að sanna færni þá, er lýst er í gr. 3.3.1.4, skal vera viðurkennd af Flugmálastjórn sem gengur úr skugga um að flugþjálfinn hæfi hlutaðeigandi aðgerðum.
3.3.1.5 Heilbrigði.
Umsækjandi skal vera handhafi 1. flokks heilbrigðisvottorðs sem í gildi er.
3.3.1.6 Reglusemi.
Synja skal skírteinis þeim manni sem dæmdur hefur verið fyrir refsiverða hegðun er veitir ástæðu til að ætla að hann misfari með skírteinið. Hann skal ekki eiga óafplánaðan dóm um missi skírteinis til stjórnar loftfara, bifreiða eða annarra vélknúinna farartækja.
3.3.1.7 Annað.
Umsækjandi skal vera:
a) íslenskur ríkisborgari, eða
b) eiga lögheimili á Íslandi, eða
c) hafa stundað nám á Íslandi til þeirra heimilda sem sótt er um, eða
d) njóta réttar hér á landi samkvæmt ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamnings fríverslunarsamtaka Evrópu eða fríverslunarsamninga við einstök ríki.
3.3.2 Heimildir handhafa skírteinisins og skilyrði sem fullnægja þarf til að neyta þeirra. (Priviledges of the holder of the licence and the conditions to be observed in exercising such priviledges).
3.3.2.1 Að því tilskildu að fullnægt sé skilyrðum þeim, sem um getur í gr. 1.2.5 og 1.2.6, skulu heimildir handhafa skírteinis flugvélstjóra vera að starfa sem slíkur í þeim tegundum loftfara sem hlutaðeigandi hefur sýnt fram á að séu innan hans getu- og færnimarka, samkvæmt ákvörðun Flugmálastjórnar og kröfum þeim er lýst er í gr. 3.3.1.2 og 3.3.1.4 sem kveða á um öruggan rekstur hlutaðeigandi gerðar loftfars.
3.3.2.2 Þær tegundir loftfara, sem handhafi skírteinis flugvélstjóra hefur leyfi til að neyta heimilda þeirra sem skírteinið gefur, skal annaðhvort skrá í skírteinið eða á hverjum þeim öðrum stað sem Flugmálastjórn tekur gildan.
3.3.2.3 Til þess að viðhalda heimildum sínum þarf handhafi skírteinis flugvélstjóra að hafa skráðan a.m.k. 70 klst. fartíma sem flugvélstjóri á síðustu 12 mánuðum á þær tegundir loftfara sem skráðar eru í skírteinið eða hafa á sama tíma staðist próf samkvæmt gr. 3.3.1.4.
3.3.2.4 Hann skal standast hæfnipróf fyrir flugvélstjóraskírteini ekki sjaldnar en á 12 mánaða fresti. Í stað hæfniprófs getur umsækjandi sannað hæfni sína með prófi samkvæmt gr. 3.3.1.4. Sannreyna má áframhaldandi hæfni flugliða, sem starfa í atvinnuflutningum, með því að þeir sýni hæfni sína í samræmi við ákvæði reglugerðar um flutningaflug.
3.3.2.5 Ef skírteinishafi fullnægir ekki ákvæðum í gr. 3.3.2.3 í meira en 36 mánuði skal umsækjandi, til þess að endurheimta heimildir sem skírteinið veitir á ný, sanna að hann uppfylli kröfur sem um getur í gr. 3.3.1.2, 3.3.1.4, 3.3.1.5, 3.3.1.6 og 3.3.1.7.
3.3.2.5.1 Öll hæfnipróf skulu staðfest í flugdagbók eða réttilega skráð í samræmi við gr. 1.2.5.1.1.

IV. KAFLI Skírteini og áritanir annarra en flugliða.

4.1. Almennar reglur um skírteini og áritanir starfsliðs annarra en flugliða (General rules concerning licences and ratings for personnel other than flight crew members).
4.1.1 Áður en umsækjandi fær gefið út á sínu nafni skírteini eða áritun fyrir aðra en flugliða skal hann uppfylla þær kröfur sem tilgreindar eru fyrir það skírteini eða áritun, er varða aldur, þekkingu, menntun og reynslu eftir því sem við á og líkamlega hreysti og hæfni eftir því sem við á.
4.1.2 Umsækjandi um skírteini eða áritun fyrir aðra en flugliða skal sýna fram á, á þann hátt sem Flugmálastjórn ákveður, að hann uppfylli þær kröfur um þekkingu, menntun og hæfni sem tilgreindar eru fyrir það skírteini eða áritun.
Kröfur fyrir útgáfu skírteinis flugumferðarstjóra eru í reglugerð um skírteini flugumferðarstjóra og reglugerð um heilbrigðiskröfur flugliða.
4.2 Flugvéltæknir (Aircraft maintenance).
Kröfur fyrir útgáfu Part-66 skírteinis flugvéltæknis eru í reglugerð um um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði.
4.2.1 Skilyrði fyrir útgáfu skírteinis flugvéltæknis (Requirements for the issue of the licence).
4.2.1.1 Aldur.
Umsækjandi skal ekki vera yngri en 18 ára.
4.2.1.2 Þekking og menntun.
Umsækjandi skal hafa sannað þekkingu sína á tilteknum sviðum að því marki sem heimildir og ábyrgð handhafa flugvéltæknis segja til um. Sviðin skulu a.m.k. vera þessi:
Lög um loftferðir og lofthæfikröfur
a) Reglur og reglugerðir sem varða handhafa skírteinis flugvéltæknis, þar með talið kröfur um lofthæfi sem liggja til grundvallar vottun og áframhaldandi lofthæfi loftfara og viðurkennt skipulag og verklag við viðhald loftfara.
Raunvísindi og almenn þekking á loftförum
b) Grundvallaratriði stærðfræðinnar, mælieiningar, þau grundvallarlögmál og kenningar í eðlis- og efnafræði sem varða viðhald loftfara.
Vélfræði loftfara
c) Einkenni/eiginleikar og notkun/meðferð efnis sem notað er við smíði loftfara, þar með talið grundvallaratriði varðandi smíði einstakra hluta loftfara og hlutverk þeirra, aðferðir við festingar, hreyflar og kerfi sem þeim tengjast, aflgjafar fyrir rafmagns- og rafeindabúnað og véla- og vökvabúnað, tækjabúnaður loftfara og mælitæki, stýrikerfi loftfara og flugleiðsögu- og samskiptakerfi.
Viðhald loftfara
d) Verkefni sem inna þarf af hendi til að tryggja áframhaldandi lofthæfi loftfars, þar með talið aðferðir og verklag við grannskoðun, viðgerðir, skoðun, skipti, breytingar eða viðgerðir á göllum á burðarvirki loftfara, íhlutum og kerfum í samræmi við aðferðir sem lýst er í viðeigandi viðhaldshandbókum og lofthæfistöðlum og
Mannleg geta
e) Mannleg geta með tilliti til skyldna og ábyrgðar handhafa skírteinis flugvéltæknis.
4.2.1.2.1 Umsækjandi skal hafa lokið stúdentsprófi í ensku eða öðru hliðstæðu námi að mati Flugmálastjórnar.
4.2.1.3 Reynsla.
Umsækjandi skal hafa öðlast eftirfarandi reynslu við eftirlit, þjónustu og viðhald loftfara og íhluta þess:
a) Til útgáfu skírteinis sem tekur til loftfarsins í heild sinni a.m.k.
1) fjögur ár, eða
2) tvö ár hafi umsækjandinn lokið viðurkenndu þjálfunarnámskeiði með fullnægjandi árangri.
b) Til útgáfu skírteinis með takmörkuðum heimildum, samkvæmt gr. 4.2.2.2 a) 2) eða 3), skal hann hafa reynslutíma sem gerir mönnum kleift að öðlast sömu hæfni og krafist er samkvæmt lið a), að því tilskildu að þessi tími sé ekki styttri en
1) tvö ár, eða
2) sá tími sem Flugmálastjórn telur nauðsynlegan fyrir umsækjendur sem lokið hafa viðurkenndu þjálfunarnámi með fullnægjandi árangri, til að öðlast samsvarandi verklega reynslu.
4.2.1.4 Þjálfun.
Umsækjandi skal hafa lokið þjálfunarnámskeiði fyrir þær heimildir sem veita skal.
Í D-hluta 1 í þjálfunarhandbók ICAO (skjal 7192), er leiðarvísir fyrir þjálfunarnámskeið fyrir umsækjendur um skírteini flugvéltæknis.
4.2.1.5 Færni.
Umsækjandi skal hafa sýnt fram á hæfni sína til að framkvæma þau störf sem heimildir eru veittar til.
4.2.1.6 Reglusemi.
Synja skal skírteinis þeim manni sem dæmdur hefur verið fyrir refsiverða hegðun er veitir ástæðu til að ætla að hann misfari með skírteinið.
4.2.1.7 Annað.
Umsækjandi skal:
a) vera íslenskur ríkisborgari, eða
b) eiga lögheimili á Íslandi, eða
c) hafa stundað nám á Íslandi til þeirra heimilda sem sótt er um, eða
d) njóta réttar hér á landi samkvæmt ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamnings fríverslunarsamtaka Evrópu eða fríverslunarsamninga við einstök ríki.
4.2.2 Heimildir handhafa skírteinis og skilyrði sem framfylgja þarf til að neyta þeirra (Priviledges of the holder of the licence and the conditions to be observed in exercising such priviledges).
4.2.2.1 Hafi þeim kröfum, sem um getur í 4.2.2.2 og 4.2.2.3 verið fullnægt hefur handhafi skírteinis flugvéltæknis heimild til að staðfesta lofthæfi loftfars eða hluta þess eftir heimilaða viðgerð, breytingu eða ísetningu fullbúins hreyfils, aukatækis, mælitækis og/eða búnaðar og til að undirrita viðhaldsvottorð að lokinni skoðun, viðhaldsaðgerð og/eða venjulegri þjónustu.
Skírteinishafa er ekki heimilt að gefa út viðhaldsvottorð loftfara, eða íhluti þeirra, sem rekin eru samkvæmt ákvæðum reglugerðar um flutningaflug. Til að staðfesta lofthæfi loftfara í flutningaflugi þarf að fullnægja kröfum Part-66 og hafa heimild samþykktrar Part-145 viðhaldsstöðvar til að gefa út viðhaldsvottorð.
4.2.2.2 Heimildir handhafa skírteinis flugvéltæknis sem tilgreindar eru í gr. 4.2.2.1 skulu aðeins gilda
a) sem hér segir
1) um þau loftför í heild sinni sem skráð eru í skírteinið, annaðhvort tilgreind sem einstök loftför, eða flokkuð á breiðum grundvelli, eða
2) um þá flugskrokka, fullbúnu hreyfla og kerfi loftfars eða íhluti loftfars, eins og þeir eru skráðir í skírteini, annaðhvort nákvæmlega tilgreind, eða flokkuð á breiðum grundvelli og/eða
3) um rafeindakerfi eða íhluti loftfara eins og þau eru skráð í skírteinið, annaðhvort nákvæmlega tilgreind, eða flokkuð á breiðum grundvelli.
b) að því tilskildu að handhafa skírteinisins sé kunnugt um allar viðeigandi upplýsingar sem þarf til að sinna viðhaldi og lofthæfi tiltekins loftfars sem handhafi skírteinisins undirritar viðhaldsvottorð fyrir, eða um þá flugskrokka, hreyfla, kerfi loftfars eða íhluti og rafeindakerfi loftfars eða íhluti sem handhafi skírteinisins staðfestir lofthæfi; og
c) með því skilyrði að á síðastliðnum 24 mánuðum hafi handhafi skírteinisins annaðhvort starfað við skoðun, þjónustu eða viðhald á loftfari eða íhlutum í samræmi við réttindi þau er skírteinið veitir í minnst 6 mánuði, eða hann hafi uppfyllt á fullnægjandi hátt að mati Flugmálastjórnar þau skilyrði sem tilskilin eru fyrir útgáfu skírteinisins með þeim réttindum sem það veitir.
4.2.2.3 Flugmálastjórn skal útlista umfang heimilda handhafa skírteinisins varðandi hversu flókið verkefnið er sem áritunin lýsir.
4.2.2.3.1 Æskilegt er að árita skírteinið sjálft, eða viðhengi við það, nákvæma sundurliðun heimilda þeirra sem skírteinið veitir annaðhvort með beinum hætti eða með tilvísun í annað skjal sem Flugmálastjórn gefur út.
4.2.2.4 Þegar samningsríki heimilar samþykktri viðhaldsstöð að útnefna starfslið sem ekki hefur skírteini til að neyta þeirra heimilda sem um getur í lið 4.2.2 skal sá einstaklingur sem er útnefndur uppfylla skilyrðin sem tilgreind eru í lið 4.2.1
4.3 Skírteini nema í flugumferðarstjórn (Student air traffic controller).
Varðandi útgáfu skírteina og áritana til flugumferðarstjóra og nema í flugumferðarstjórn vísast til ákvæða reglugerðar um skírteini flugumferðarstjóra og reglugerðar um heilbrigðiskröfur flugliða.
4.4 Skírteini flugumferðarstjóra (Air traffic controller licence).
Varðandi útgáfu skírteina og áritana til flugumferðarstjóra og nema í flugumferðarstjórn vísast til ákvæða reglugerðar um skírteini flugumferðarstjóra og reglugerðar um heilbrigðiskröfur flugliða.
4.5 Áritanir flugumferðarstjóra (Air traffic controller ratings).
Varðandi útgáfu skírteina og áritana til flugumferðarstjóra og nema í flugumferðarstjórn vísast til ákvæða reglugerðar um skírteini flugumferðarstjóra og reglugerðar um heilbrigðiskröfur flugliða.
4.6 Skírteini flugumsjónarmanns (Flight operations officer / flight dispatcher licence).
4.6.1 Skilyrði fyrir útgáfu skírteinisins (Requirements for the issue of licence).
4.6.1.1 Aldur.
Umsækjandi skal ekki vera yngri en 21 árs.
4.6.1.2 Þekking og menntun.
Umsækjandi skal sanna að hann búi yfir þekkingu sem samræmist þeim kröfum sem gerðar eru til handhafa skírteinis flugumsjónarmanns í það minnsta um eftirfarandi atriði:
Lög um loftferðir
a) reglur og reglugerðir sem varða handhafa skírteinis flugumsjónarmanns; viðeigandi starfsvenjur og starfsreglur um flugumferðarþjónustu,
Almenna þekkingu um loftför
b) lögmál um starfrækslu flugvéla, hreyfla, kerfa og mælitækja,
c) starfrækslutakmarkanir flugvéla og hreyfla,
d) lista um lágmarksútbúnað,
Útreikninga á afkastagetu loftfara og aðferðir við gerð leiðarflugáætlana
e) áhrif hleðslu- og massadreifingar á afkastagetu loftfara og flugeiginleika; massa- og jafnvægisútreikninga
f) gerð leiðarflugáætlana; útreikninga á eldsneytisnotkun og flugþoli; aðferðir við val á varaflugvöllum; hagflug í leiðarflugi; fjarflug,
g) gerð og skráningu flugáætlunar fyrir flugumferðarþjónustu,
h) grundvallaratriði í tölvugerðum leiðarflugáætlanakerfum,
Mannlega getu
i) mannlega getu að því er lýtur að flugumsjón.
Veðurfræði
j) flugveðurfræði; hreyfingar hæða- og lægðakerfa; gerð hita- og kuldaskila og uppruna og einkenni helstu veðurfyrirbæra sem áhrif hafa á flugtaks-, leiðarflugs- og lendingarskilyrði,
k) túlkun og hagnýtingu flugveðurlýsinga, veðurkorta og veðurspáa; kóða og skammstafanir; notkun veðurupplýsinga og aðferðir við að afla þeirra,
Flugleiðsaga
l) lögmál flugleiðsögu með sérstöku tilliti til blindflugs,
Starfsreglur í flugrekstri
m) notkun upplýsingarita um flugmál,
n) starfsreglur í flugrekstri um vöruflutninga og flutning hættulegs varnings,
o) starfsreglur varðandi flugslys og flugatvik; flugaðferðir í neyðartilvikum,
p) starfsreglur varðandi ólögmæt afskipti og skemmdarverk á loftförum
Flugfræði
q) lögmál um flug er lúta að flugi í viðeigandi loftfarsflokkum
Fjarskipti
r) starfsreglur í fjarskiptum við loftför og landstöðvar sem í hlut eiga.
4.6.1.2.1 Umsækjandi skal hafa lokið:
a) a.m.k. eins árs almennu námi að loknum grunnskóla, með fullnægjandi árangri að mati skólans, og hafa gott vald á íslensku máli,
b) stúdentsprófi í ensku, stærðfræði og eðlisfræði eða öðru hliðstæðu námi að mati Flugmálastjórnar. Miða skal enskukunnáttu við starfrækslustig 4, sbr. grein 1.2.9.
4.6.1.3 Reynsla.
4.6.1.3.1 Umsækjandi skal hafa öðlast eftirfarandi reynslu:
a) hafa starfað í samtals tvö ár við eitthvert eitt eða fleiri en eitt þeirra starfa sem talin eru í lið 1) til 3) að því tilskildu að hann hafi starfað við eitt þeirra eigi skemur en eitt ár:
1) flugliði í flutningaflugi;
2) veðurfræðingur í flugumsjón fyrirtækis í flugrekstri;
3) flugumferðarstjóri; tæknilegur umsjónarmaður flugumsjónarmanna eða flugrekstrar; eða
b) hafa starfað sem aðstoðarmaður við flugumsjón með flutningaflugi eigi skemur en eitt ár; eða
c) hafa lokið viðurkenndu þjálfunarnámi með fullnægjandi árangri.
4.6.1.3.2 Umsækjandi skal hafa starfað sem flugumsjónarmaður undir eftirliti flugumsjónarmanns eigi skemur en 90 daga á síðustu 6 mánuðum fyrir umsókn.
4.6.1.4 Færni.
Hann skal sanna hæfni sína til að:
a) gefa nákvæma og fullnægjandi veðurlýsingu á grundvelli daglegra veðurkorta og veðurfrétta; gera rökstudda grein fyrir ríkjandi veðurfari í námunda við tiltekna flugleið og segja fyrir um veðurbreytingar, sem máli skipta fyrir loftflutninga með sérstöku tilliti til áfangastaðar og varaflugvalla,
b) ákvarða hagstæðasta feril og flughæð á tilteknum leiðarlegg og gera nákvæmar áætlanir um flug, á handvirkan hátt og/eða í tölvu,
c) annast flugumsjón og alla aðra aðstoð við flug við óhagstæð veðurskilyrði, raunveruleg eða í flughermi, eins og samræmist skylduverkum handhafa skírteinis flugumsjónarmanns.
4.6.1.5 Reglusemi.
Synja skal skírteinis þeim manni sem dæmdur hefur verið fyrir refsiverða hegðun er veitir ástæðu til að ætla að hann misfari með skírteinið.
4.6.1.6 Annað.
Umsækjandi skal vera:
a) íslenskur ríkisborgari, eða
b) eiga lögheimili á Íslandi, eða
c) hafa stundað nám á Íslandi til þeirra réttinda sem sótt er um, eða
d) njóta réttar hér á landi samkvæmt ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamnings fríverslunarsamtaka Evrópu eða fríverslunarsamninga við einstök ríki.
4.6.2 Heimildir handhafa skírteinisins og skilyrði sem fullnægja þarf til að neyta þeirra (Privileges of the holder of the licence and the conditions to be observed in exercising such privileges).
4.6.2.1 Hafi þeim kröfum sem um getur í gr. 1.2.5 verið fullnægt hefur handhafi skírteinis flugumsjónarmanns heimild til að starfa sem flugumsjónarmaður á hverju því svæði þar sem hann uppfyllir þær kröfur sem byggja á viðauka 6 við Chicago-samninginn eða reglugerð um flutningaflug.
4.6.2.2 Til þess að viðhalda heimildum sínum skal handhafi skírteinis flugumsjónarmanns hafa starfað sem slíkur a.m.k. 6 mánuði á síðustu 24 mánuðum eða hafa staðist hæfnipróf (PT) sem Flugmálastjórn tekur gilt.
4.6.3 Mat á þekkingu.
Nú er umsækjandi um skírteini flugumsjónarmanns handhafi skírteinis atvinnuflugmanns með bóklegt atvinnuflugmannspróf 1.fl. eða hefur lokið flugumsjónarmannsnámi frá erlendum skóla skv. kröfum viðauka 1 við Chicago-samninginn eða býr sannanlega yfir þekkingu sem samræmist þeim kröfum sem gerðar eru til handhafa skírteinis samkvæmt grein 4.6.1.2 og er þá heimilt að meta þá þekkingu, að hluta eða öllu leyti, til jafns við þær kröfur sem gerðar eru samkvæmt grein 4.6.1.2.

V. KAFLI Gerð skírteina (Specifications for Personnel Licences).

5.1 Innlend skírteini útgefin af Flugmálastjórn.
Skírteini, útgefin af Flugmálastjórn samkvæmt þessari reglugerð, skulu gerð í samræmi við eftirfarandi ákvæði. Sjá nánar viðauka I við reglugerð um skírteini flugumferðarstjóra um útgáfu skírteina flugumferðarstjóra.
5.1.1 Atriði (Detail).
Eftirfarandi atriði skulu koma fram á skírteininu:
I Nafn ríkisins (með feitu letri).
II Tegund (gerðaráritun) skírteinisins (með mjög feitu letri).
III Númer skírteinisins með arabískum tölustöfum.
IV Fullt nafn skírteinishafa.
XIV Fæðingarstaður og dagsetning
V Heimilisfang skírteinishafa.
VI Þjóðerni skírteinishafa.
VII Eiginhandarundirskrift skírteinishafa.
VIII Útgefandi skírteinisins og, ef nauðsynlegt er, með hvaða skilyrðum skírteinið er útgefið.
IX Ákvæði um gildistíma og réttindi skírteinishafa.
X Undirskrift fulltrúa Flugmálastjórnar og dagsetning útgáfu skírteinisins.
XI Stimpill Flugmálastjórnar.
XII Áritanir í gildi, þ.e. flokksáritanir, tegundaráritanir, ratsjáráritanir o.s.frv.
XIII Athugasemdir, þ.e. sérstakar athugasemdir um takmörkun réttinda og aukin réttindi (s.s. tungumálafærni).
XIV Sérhver önnur atriði er Flugmálastjórn æskir.
5.1.2 Efni (Material):
Í skírteinin skal notaður úrvalspappír eða annað hentugt efni og atriðin, sem talin eru í 5.1.1, skulu sjást þar greinilega.
5.1.3 Tungumál (Language).
Öll skírteini, nema flugnemaskírteini, skulu prentuð bæði á íslensku og ensku. Áritanir í skírteinin skulu einnig vera á þeim tungumálum.
5.1.4 Niðurröðun atriða (Arrangement of items).
Titlar atriða skulu tölusettir rómverskum tölustöfum eins og segir í gr. 5.1.1 og í samræmi við nefnda grein. Niðurröðun má vera sú er best þykir henta en samræmi skal vera milli hinna ýmsu gerða skírteina.
5.1.5 Litur.
5.1.5.1 Grunnlitur allra skírteina skal vera hvítur.
5.1.5.2 Ef tegund skírteina er einkennd ákveðnum lit skal það vera á eftirfarandi hátt:
a) Einkaflugmaður/flugvél - ljósbrún rönd.
b) Atvinnuflugmaður/flugvél - ljósblá rönd.
c) Atvinnuflugmaður I. flokks/flugvél - dökkgræn rönd.
d) Einkaflugmaður/þyrla - ljósgrá rönd.
e) Atvinnuflugmaður/þyrla - dökkgrá rönd.
f) Atvinnuflugmaður I. flokks/þyrla - tvær dökkgráar rendur.
g) Svifflugmaður - bleik rönd.
h) Stjórnandi frjáls loftbelgs - fjólublá rönd.
i) Flugvélstjóri - brún rönd.
j) Flugvéltæknir - fjólublá rönd
k) Flugumsjónarmaður - ljósgræn rönd.
5.2 JAA skírteini og skírteini flugumferðarstjóra.
JAA skírteini gefin út af Flugmálastjórn skulu gerð í samræmi við kröfur í reglugerð um skírteini flugliða á flugvél og reglugerð um flugliða á þyrlu. Skírteini flugumferðarstjóra gefin út af Flugmálastjórn skulu gerð í samræmi við kröfur í reglugerð um skírteini flugumferðarstjóra.

VI. KAFLI Ákvæði um heilbrigði vegna útgáfu skírteina (Medical provisions for licencing).

Ákvæði er varða heilbrigði eru í reglugerð um heilbrigðiskröfur flugliða (JAR-FCL 3) og reglugerð um skírteini flugumferðarstjóra.

VII. KAFLI Viðbótarákvæði.

7.1 Umsókn um skírteini eða áritun.
7.1.1 Umsókn um skírteini eða áritun skal senda til Flugmálastjórnar Íslands á sérstökum eyðublöðum sem hún leggur til.
Umsókn skal fylgja:
a) Skírnar- og/eða fæðingarvottorð við útgáfu fyrsta skírteinis umsækjanda.
b) Sakavottorð útgefið á sl. 30 dögum við útgáfu skírteina og endurútgáfu.
c) Heilbrigðisvottorð um að umsækjandi fullnægi þeim skilyrðum sem sett eru í reglugerð um heilbrigðiskröfur flugliða og ef við á reglugerð um skírteini flugumferðarstjóra.
d) Greinargerð um fræðilega og verklega menntun umsækjanda, sem hann hefur aflað sér til þess að öðlast skírteini það sem hann sækir um, og þau gögn sem krefjast verður henni til sönnunar.
e) Eina lausa ljósmynd við útgáfu fyrsta skírteinis.
7.1.2 Eftir að Flugmálastjórn hefur athugað umsóknina og vottorð þau, sem henni fylgja, og prófað, eftir því sem við á, hæfi umsækjanda til þess að öðlast skírteini það eða áritun, sem hann sækir um, skal skírteinið gefið út eða áritað enda fullnægi umsækjandinn skilyrðum reglugerðar þessarar.
7.2 Almenn ákvæði um próf.
7.2.1 Öll próf og athuganir á hæfni og færni samkvæmt reglugerð þessari skulu fara fram undir umsjón Flugmálastjórnar eða eftirlitsmanna og/eða prófdómenda, sem hún skipar, á þeim tíma og stað sem hún tiltekur.
7.2.1.1 Bóklegum prófum skal lokið með fullnægjandi árangri áður en verkleg próf eru þreytt.
7.2.2 Umsækjandi skal áður en hann þreytir verkleg próf hafa staðist þær kröfur sem gerðar eru um heilbrigði og læknisskoðun samkv. reglugerð um heilbrigðiskröfur flugliða (JAR-FCL 3) eða reglugerð um skírteini flugumferðarstjóra.
7.2.3 Umsækjandi skal leggja til loftfar fyrir öll nauðsynleg flugpróf, sem hann kann að taka, og skal loftfar þetta fullnægja þeim skilyrðum sem Flugmálastjórn setur hverju sinni með hliðsjón af lofthæfi o.fl.
7.2.4 Til að standast skrifleg próf skal umsækjandi hljóta a.m.k. 75 stig í hverjum þeim hluta prófsins sem sjálfstæð einkunn er gefin fyrir (miðað við hæst 100 stig).
7.2.5 Flugmálastjórn getur veitt umsækjanda undanþágu frá prófi í einstökum greinum ef hann hefur lokið slíku prófi til þess að öðlast annað skírteini.
7.2.6 Umsækjandi um önnur skírteini en JAR-FCL skírteini skal hafa lokið öllum bóklegum prófum á innan við 12 mánuðum frá því hann situr fyrsta próf. Nái hann ekki lágmarkseinkunn í einhverjum hluta bóklega prófsins má hann endurtaka þann hluta u.þ.b. 6 vikum eftir að hann tók prófið. Ekki má líða lengri tími en 24 mánuðir frá því bóklega prófinu er lokið þar til öllum skilyrðum fyrir útgáfu skírteinis er fullnægt.
7.3 Framlenging og endurnýjun skírteinis.
7.3.1 Ef óskað er framlengingar eða endurútgáfu á gildistíma skírteinis skal senda Flugmálastjórn umsókn um það á nákvæmlega útfylltu eyðublaði, sem gert er í því skyni, ásamt:
a) skírteininu,
b) heilbrigðisvottorði um að handhafi fullnægi áfram þeim heilbrigðisskilyrðum sem gerð eru til hlutaðeigandi starfs, og
c) flugdagbók ef við á.
7.3.2 Að lokinni athugun framlengir eða endurútgefur Flugmálastjórn síðan skírteinið, áritar með takmörkuðum heimildum eða synjar erindinu, allt eftir því sem við á.
7.4 Gildisaukning skírteinis.
7.4.1 Ef handhafi skírteinis óskar eftir nýrri áritun í skírteini sitt skal hann senda Flugmálastjórn skriflega umsókn um þetta ásamt skírteininu sjálfu og nákvæmri greinargerð um það hvernig hann hefur öðlast þá hæfni, fræðilega og/eða verklega, sem til viðbótar þarf.
7.4.2 Ef talið er, eftir nákvæma athugun, að hægt sé að verða við umsókninni skráir Flugmálastjórn viðbótarheimildir í skírteinið eða gefur út nýtt skírteini.
7.6 Svipting eða ógilding skírteinis.
7.6.1 Handhafi skal ekki, hvernig sem á kann að standa, lána eða gefa skírteini sitt né láta öðrum það í té til afnota og skal það varða sviptingu heimildar ef ekki liggur þyngri hegning við að lögum.
7.6.2 Handhafar skírteina samkvæmt reglugerð þessari mega ekki hafa með hendi starfa í loftfari, vera við stjórn loftfars, stjórna loftferðum eða veita öryggisþjónustu vegna loftferða sé hann vegna neyslu áfengis, örvandi eða deyfandi lyfja, vegna sjúkdóms eða þreytu eða annarrar líkrar orsakar óhæfur til að rækja starfann á tryggilegan hátt.
Nú er vínandamagn í blóði yfir 0,02‰ eða áfengi í líkama sem getur leitt til slíks vínandamagns í blóði og telst hlutaðeigandi þá undir áhrifum áfengis og ekki hæfur til þess starfa sem getur í 1. mgr. Það leysir ekki undan sök þótt maður haldi vínandamagn í blóði sínu minna. Enginn sem hér um ræðir má neyta áfengis síðustu átta klukkustundirnar áður en störf eru hafin né heldur meðan verið er í starfi. Varðar það að jafnaði skírteinamissi ekki skemur en í þrjá mánuði en fyrir fullt og allt ef sakir eru miklar eða brot ítrekað. Þá mega þeir ekki neyta áfengis eða deyfandi lyfja næstu sex klukkustundir eftir að vinnu lauk, enda hafi þeir ástæðu til að ætla að atferli þeirra við starfann sæti rannsókn.
7.6.3 Nú kemur í ljós að rangar eða villandi upplýsingar hafa verið gefnar, þegar skírteini var gefið út, því gefið aukið gildi eða það verið endurútgefið og skal þá skírteinið, gildisaukningin eða endurútgáfa skírteinis, sem vegna rangra eða villandi upplýsinga hafa verið veitt, talin ógild og afturkölluð nema eigandi skírteinis geti sannað að ekki sé hægt að gefa honum sök á hinum röngu eða villandi upplýsingum og að gefnar upplýsingar hafi ekki skipt máli fyrir útgáfu skírteinisins, gildisaukningu eða endurútgáfu þess.
7.6.4 Skylt er hverjum handhafa skírteinis að tilkynna trúnaðarlækni Flugmálastjórnar tafarlaust ef nokkur vafi leikur á að hann vegna veikinda, slysa eða af öðrum ástæðum fullnægi áfram tilskildum heilbrigðisskilyrðum. Ávallt skal tilkynna um eftirfarandi:
a) Fjarvist frá störfum vegna sjúkdóms lengur en 20 daga.
b) Innlögn á sjúkrahús eða aðra heilbrigðis- eða meðferðarstofnun.
c) Þungun.
d) Sérhvern sjúkdóm eða ástand sem veldur því að hlutaðeigandi þarf að nota hjálpartæki að því er varðar sjónskyn eða hvers konar vélræn hjálpartæki.
e) Sérhvern sjúkdóm eða ástand sem krefst reglubundinnar eða ítrekaðrar lyfjameðferðar.
f) Nánari kröfur um tilkynningaskyldu er að finna í reglugerð um heilbrigðiskröfur flugliða (JAR-FCL 3).
7.6.5 Ef Flugmálastjórn telur vafa leika á að handhafi skírteinis hafi áfram nægilega verklega eða líkamlega hæfni eða fræðilega þekkingu getur hún afturkallað skírteinið þar til gengið hefur verið úr skugga um óskerta hæfni hans með læknisskoðun og/eða nýju prófi, ef með þarf. Flugmálastjórn getur, hvenær sem er, krafist nýs heilbrigðisvottorðs ef grunur leikur á að skírteinishafi fullnægi ekki lengur tilskildum heilbrigðisskilyrðum.
7.6.6 Flugmálastjórn getur fyrirvaralaust afturkallað skírteini um tiltekinn tíma ef handhafi hefur, að mati Flugmálastjórnar, sýnt ábyrgðarleysi, skort á dómgreind og reynslu, vanrækslu eða gerst brotlegur á annan hátt er hann neytti heimilda skírteinis síns eða áritana.
7.6.7 Ef skírteini hefur verið afturkallað eða hlutaðeigandi fyrirgert heimildum, sem í því felast, skal hann tafarlaust afhenda það Flugmálastjórn eða trúnaðarmanni hennar.

VIII. Kafli Aðilar sem annast mat á tungumálakunnáttu (Language assessment bodies).

8.1 Almennar reglur um aðila sem annast mat á tungumálakunnáttu.
8.1.1 Leyfi til að meta tungumálakunnáttu sem krafist er af flugliðum og flugumferðarstjórum skv. gildandi reglugerðum er eingöngu veitt aðila sem uppfyllir skilyrði þessa kafla.
8.1.2 Leyfi til að annast mat á tungumálakunnáttu er gefið út til allt að þriggja ára. Leyfið má fella úr gildi ef kröfur til starfseminnar eru ekki lengur uppfylltar.
8.1.3 Mat á tungumálakunnáttu skal reka sjálfstætt óháð tungumálakennslu, þar sem slík kennsla fer fram hjá sama aðila, bæði hvað varðar skipulag og mönnun.
8.2 Stjórnun og skipulag.
8.2.1 Aðili sem vill sækja um leyfi til að annast mat á tungumálakunnáttu samkvæmt reglugerð þessari skal sýna fram á að:
a. stjórn og mönnun sé fullnægjandi;
b. gæðakerfi sé fyrir hendi sem tryggir að starfsemin fullnægi öllum kröfum og reglum.
8.2.2 Gæðakerfi skv. 8.2.1 gr. skal taka til a.m.k eftirfarandi atriða:
a. stjórnunar, skipulags og stefnumörkunar;
b. vinnuferla;
c. eftirfylgni við viðeigandi lög, reglur og viðmið;
d. skilgreiningar ábyrgðar fyrir þróun og rekstur gæðakerfis;
e. skjalfestingar;
f. gæðatryggingaráætlunar;
g. menntunar og þjálfunar matsmanna;
h. þeirra krafna sem gerðar eru til mats á tungumálakunnáttu;
i. ánægju viðskiptavina.
8.3 Vistun gagna.
8.3.1 Aðili sem annast mat á tungumálakunnáttu samkvæmt reglugerð þessari skal vista gögn um niðurstöðu mats í að minnsta kosti sex ár.
8.4 Mat á tungumálakunnáttu.
8.4.1 Með mati á tungumálakunnáttu skal ákveða hæfni skírteinishafa/umsækjanda til að tala og skilja það tungumál sem notað er í talfjarskiptum samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru í reglugerðum um skírteini gefnum út af Flugmálastjórn.
8.5 Matsmenn í tungumálakunnáttu.
8.5.1 Leyfi til að meta tungumálakunnáttu samkvæmt reglugerðinni er háð því að hjá umsækjanda starfi hæfur matsmaður með fullnægjandi tungumálakunnáttu. Matsmaður í tungumálakunnáttu skal annaðhvort hafa sérfræðiþekkingu á sviði flugmála eða sérfræðiþekkingu á sviði tungumála að viðbættri flugtengdri þekkingu.
8.5.2 Matsmaður í tungumálakunnáttu skal hafa fengið viðurkennda þjálfun og sýnt fram á hæfni sína í að meta tungumálakunnáttu.
8.5.3 Leyfi matsmanna gildir í þrjú ár í senn og má fella úr gildi ef matsmaður uppfyllir ekki lengur gildandi kröfur.

IX. KAFLI Lokaákvæði.

9.1 Viðurlög.
Brot gegn reglugerð þessari varðar refsingu skv. 141. gr. laga nr. 60/1998 um loftferðir með síðari breytingum.
9.2 Kæruréttur.
Ákvarðanir Flugmálastjórnar Íslands sæta kæru samkvæmt almennum reglum stjórnsýslulaga.
9.3 Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 31. gr. og 73. gr., sbr. 145. gr. laga nr. 60/1998 um loftferðir og tekur þegar gildi. Samhliða fellur úr gildi auglýsing nr. 418/1999 um gildistöku reglugerðar um skírteini útgefin af Flugmálastjórn Íslands og reglugerð nr. 419/1999 um skírteini gefin út af Flugmálastjórn Íslands ásamt síðari breytingum.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.