REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um flutningaflug nr. 641/1991.
1. gr.
2. mgr. gr. 4.2.1.3 orðist svo:
Heimilt er að veita flugrekendum, sem starfa sem slíkir, aðlögunartíma til að uppfylla ákvæði f- liðar um eigið fé. Slíkur aðlögunartími skal eigi veittur lengur en til og með 31. desember 1993. Hyggist flugrekandi nýta sér aðlögunartímann skal hann gera flugmálastjórn grein fyrir því með hvaða hætti kröfur um eigið fé verði uppfylltar.
2. gr.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 188. gr. laga nr. 34, 2l. maí 1964, um loftferðir, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Samgönguráðuneytið, 4. febrúar 1992.
Halldór Blöndal.
Halldór S. Kristjánsson.