Samgönguráðuneyti

337/1995

Reglugerð um breytingu á reglugerð um viðurkenningu notendabúnaðar á grundvelli sameiginlegra tæknilegra reglugerða á Evrópska efnahagssvæ# - Brottfallin

Reglugerð

um breytingu á reglugerð um viðurkenningu notendabúnaðar á grundvelli

1. gr.

Á eftir 2. tölulið í X. viðauka komi nýir töluliðir 3-5 sem orðist svo:

3) CTR 12: ONP, 2048 Kbit/s, óskipulegar (ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB, nr. 97/470/EBE) um kröfur sem gera skal við tengingu notendabúnaðar við óskipulegar leigulínur í almenna símakerfinu, sem vinna á 2048 Kbit/s hraða.
Samhæfði staðallinn er:
Tæknilegar kröfur varðandi opinn aðgang (ONP): 2048 Kbit/s stafrænar, óskipulegar leigulínur (D2048 U)
Tengikröfur fyrir notendabúnað
TBR 12 - Desember 1993 (að formála undanskildum).

4) CTR 6: DECT tenging (ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB, nr. 94/471/EBE) um almennar kröfur sem gera skal við tengingu notendabúnaðar, sem vinnur samkvæmt hinu stafræna, samevrópska, þráðlausa fjarskiptakerfi DECT á tíðnisviðinu 1880-1900 MHz.
Samhæfði staðallinn er: DECT: Almennar kröfur um tengingu notendabúnaðar TBR 6 - Desember 1993 (að formála undanskildum).

5) CTR 10: DECT talsímanotkun (ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB, nr. 94/472/EBE) um kröfur sem gera skal við notkun hins stafræna, samevrópska, þráðlausa fjarskiptakerfis DECT við talsímaþjónustu.
Samhæfði staðallinn er: DECT: Almennar kröfur um tengingu notendabúnaðar - talsímanotkun. TBR 10 - Desember 1993 (að formála undanskildum).

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum um fjarskipti nr. 73/1984 sbr. 1. nr. 32/1993 með hliðsjón af ofangreindum ákvörðunum framkvæmdastjórnar ESB, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytið, 26. apríl 1995.

Halldór Blöndal.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica