Samgönguráðuneyti

119/1996

Reglugerð um breytingu á reglugerð um viðurkenningu notendabúnaðar á grundvelli sameiginlegra tæknilegra reglugerða á Evrópska efnahagssvæðinu nr. 589/1994 með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Á eftir 5. tölulið í X. viðauka komi nýir töluliðir 6-8 sem orðist svo:

6)             CTR 4 - BM: ISDN-stofntenging (ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB, nr. 94/796/ EBE) um notendabúnað, sem á að tengja með stofntengingu við almenna ISDN samnetið við T-viðmiðunartengipunkt eða samliggjandi S- og T-viðmiðunartengipunkt.

                Samhæfði staðallinn er:

                                NET 5 (ISDN-stofntenging); Stjtíð. EB nr. C 53, 24.2.1993, bls. 6.

                                Hér er um bráðabirgðaráðstöfun að ræða, sem skal endurskoða fyrir árslok 1996.

 

7)             CTR 3 - BM: ISDN-grunntenging (ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB, nr. 94/797/ EBE) um notendabúnað, sem á að tengja með grunntengingu við almenna ISDN samnetið við T-viðmiðunartengipunkt eða samliggjandi S- og T-viðmiðunartengipunkt.

                Samhæfði staðallinn er:

                                NET 3 (ISDN-grunntenging); Stjtíð. EB nr. C 53, 24.2.1993, bls. 6.

                                Hér er um bráðabirgðaráðstöfun að ræða, sem skal endurskoða fyrir árslok 1996.

 

8)             CTR 14: ONP 64 kb/s óskipulagt (ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB, nr. 94/821/ EBE) um notendabúnað sem á að tengja við nettengipunktinn fyrir stafrænar óskipulegar leigulínur með 64 kb/s flutningsgetu í almenna fjarskiptanetinu.

                Samhæfði staðallinn er:

                                Tæknilegar kröfur í tengslum við frjálsan aðgang að netum (ONP)

                                Stafrænar óskipulegar leigulínur með 64 kb/s flutningsgetu (D64U)

                                Tengikröfur sem eru gerðar til skilflata fyrir endabúnað:

                                TBR 14 - janúar 1994 (að formála undanskildum).

 

2. gr.

                Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum um fjarskipti nr. 73/1984 sbr. 1. nr. 32/1993 og með hliðsjón af ofangreindum ákvörðunum framkvæmdastjórnar ESB, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.

 

Samgönguráðuneytinu, 31. janúar 1996.

 

Halldór Blöndal.

Halldór S. Kristjánsson.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica