Fara beint í efnið

Prentað þann 19. apríl 2024

Ógild reglugerð

468/1979

Reglugerð um breytingu á reglugerð um vöruflutninga með loftförum nr. 51 27. febrúar 1976.

1. gr.

4. gr. töluliður 4.3 orðist þannig:

Við flutning lifandi dýra skal hafa hliðsjón af reglum Alþjóðasambands flugfélaga - International Air Transport Association - með síðari breytingum og viðaukum, IATA Live Animals Manual (IATA LAM). Flugmálastjórn tilkynnir gildistöku nýrrar útgáfu IATA LAM og einnig hvar eintak er fáanlegt.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem se2t er samkvæmt 186. og 188. gr. laga um loftferðir nr. 34 21. maí 1964 og gildir um íslensk og erlend loftför, sem íslenskur aðili notar eða ræður yfir, hvar sem þau eru stödd, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim er hlut eiga að máli.

Samgönguráðuneytið, 15. nóvember 1979.

Magnús H. Magnússon.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.