Innviðaráðuneyti

589/2025

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 822/2004.

1. gr.

Við 1. mgr. 25. gr. a reglugerðarinnar bætast átta nýir töluliðir, svohljóðandi:

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1721 frá 19. júní 2024 um reglur um beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2144 að því er varðar sniðmát fyrir viðurkenningu skynvædds hraðastillingarkerfis, þreytu- og athyglisvarakerfis, atvikarita, bún­aðar sem greiðir fyrir uppsetningu áfengisláss og háþróaðs truflunarvarakerfis, sbr. ákvörðun sam­eiginlegu EES-nefndarinnar nr. 269/2024, 6. desember 2024, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 727-758.

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1958 frá 23. júní 2021 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2144 með því að mæla fyrir um ítarlegar reglur um sértækar prófunaraðferðir og tæknilegar kröfur fyrir gerðarviðurkenningu vélknúinna ökutækja að því er varðar skynvædd hraðastillingarkerfi þeirra og fyrir gerðarviðurkenningu þeirra kerfa sem aðskildar tæknieiningar og um breytingu á II. viðauka við þá reglugerð, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 267/2024, 6. desember 2024, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 17 frá 20. mars 2025, bls. 152-312.

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1180 frá 14. febrúar 2024 um breyt­ingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/758 að því er varðar staðla sem varða eCall-neyðarsímtal, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 266/2024, 6. desember 2024, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 705-707.

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2590 frá 13. júlí 2023 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2144 með því að mæla fyrir um ítarlegar reglur um sértækar prófunaraðferðir og tæknilegar kröfur fyrir gerðarviðurkenningu tiltekinna vélknúinna ökutækja að því er varðar háþróað truflunarvarakerfi þeirra og um breytingu á þeirri reglugerð, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 268/2024 frá 6. desember 2024, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 710-726.

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1061 frá 10. apríl 2024 um reglur um beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/858 að því er varðar örugg skipti á gögnum samræmisvottorðsins á rafrænu formi og lesaðgang að samræmisvottorðinu og um breytingu á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/133, sbr. ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 13/2025, 7. febrúar 2025, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 17 frá 20. mars 2025, bls. 492-494.

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2220 frá 26. júlí 2024 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2144 með því að mæla fyrir um ítarlegar reglur sem varða sértækar prófunaraðferðir og tæknilegar kröfur vegna gerðarviðurkenningar þungra vél­knúinna ökutækja að því er varðar atvikarita þeirra og vegna gerðarviðurkenningar þeirra kerfa sem aðskildar tæknieiningar og um breytingu á II. viðauka við þá reglugerð, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 46/2025, 14. mars 2025, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 28 frá 30. apríl 2025, bls. 8-12.

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2767 frá 13. desember 2023 um að koma á aðferð til að viðurkenna og votta nýsköpunartækni sem dregur úr losun koltvísýrings frá fólksbifreiðum og léttum atvinnuökutækjum samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/631, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 110/2025, 8. maí 2025, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 33 frá 22. maí 2025, bls. 91-97.

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2866 frá 15. desember 2023 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/631 með því að ákvarða verklags­reglur um framkvæmd sannprófana á gildum fyrir koltvísýringslosun og eldsneytisnotkun fólks­bifreiða og léttra atvinnuökutækja í notkun (sannprófun ökutækja í notkun), sbr. ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar nr. 110/2025, 8. maí 2025, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 33 frá 22. maí 2025, bls. 289-313.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 69. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019, öðlast þegar gildi.

 

Innviðaráðuneytinu, 28. maí 2025.

 

F. h. r.

Árni Freyr Stefánsson.

Gauti Daðason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica