Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

779/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 589/2004 um skipsbúnað. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Við 5. gr. bætist ný málsgrein, sem verður 4. málsgrein svohljóðandi:

Heimilt er að setja búnað á markað, sem er tilgreindur sem nýr "búnaður" í dálkinum "heiti búnaðar" í viðauka A.1 eða sem hefur verið færður úr viðauka A.2 í viðauka A.1 og er framleiddur fyrir 21. júlí 2009, í samræmi við aðferðir við gerðarsamþykki, sem voru í gildi fyrir þann dag innan EES-svæðisins, og koma honum fyrir um borð í skipi skráðu innan EES-svæðisins á næstu tveimur árum frá fyrrnefndum degi.

2. gr.

Í stað viðauka A kemur nýr viðauki A sem er hluti tilskipunar framkvæmdastjórnarinnar 2008/67/EB frá 30. júní 2008 um breytingu á tilskipun ráðsins 96/98/EB og birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 21, 29. apríl 2010, bls. 20.

3. gr.

Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2008/67/EB frá 30. júní 2008 um breytingu á tilskipun ráðsins 96/98/EB um búnað um borð í skipum, sem vísað er til í XIII. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 80/2009 frá 3. júlí 2009, sem birtist í EES-viðauka 56, 22. október 2009, bls. 7, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans.

4. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum um eftirlit með skipum nr. 47/2003, öðlast þegar gildi. Reglugerðin er sett til innleiðingar á tilskipun framkvæmda­stjórnarinnar 2008/67/EB frá 30. júní 2008 um breytingu á tilskipun ráðsins 96/98/EB um skipsbúnað.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 24. september 2010.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica