Menntamálaráðuneyti

430/1991

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 278/1977 um Tækniskóla Íslands.

1. gr.

16. gr. orðist svo:

Deildarstjórn setur sérstakar ástundunarreglur og skal m.a. tekið fram, hvaða skilyrði eru sett um rétt til að þreyta próf. Reglur þessar eru háðar samþykki skólastjórnar. Próf í hverjum áfanga má nemandi endurtaka tvisvar sinnum, enda hafi hann fallið við fyrri tilraunir. Skólanefnd getur veitt undanþágu frá þessu ákvæði.

2. gr.

17. gr. orðist svo:

Einkunnir skal gefa í heilum tölum á bilinu 1-10.

Til að standast próf í áfanga þarf einkunn að vera 6 eða hærri. Þó getur nemandi útskrifast með einkunnina 5 í 4 áföngum eða færri, að hámarki samtals 8 einingar. Einkunn undir 4 þýðir, að nemanda er skylt að stunda nám í áfanganum að nýju eins og um fyrstu tilraun væri að ræða áður en heimilt er að endurtaka próf.

Um prófkröfur í frumgreinadeild fer þó eftir því, sem kveðið er á um í gildandi námsskrá handa framhaldsskólum.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 66/1972, um Tækniskóla Íslands, og öðlast þegar gildi.

Menntamálaráðuneytið, 10. september 1991.

Ólafur G. Einarsson.

Árni Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica