Fara beint í efnið

Prentað þann 18. apríl 2024

Breytingareglugerð

333/1986

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 190 8. maí 1978 um Leiklistarskóla Íslands.

1. gr.

8. grein reglugerðarinnar orðist svo:

Í inntökunefnd eiga sæti skólastjóri Leiklistarskóla Íslands, sem jafnframt er formaður og fjórir fulltrúar kosnir of skólanefnd til eins árs í senn. Fulltrúar kosnir of skólanefnd skulu vera: Einn menntaður leikari, einn leiklistarkennari og tveir leikstjórar en annar þeirra hafi einkum reynslu of gerð leikinna kvikmynda og hinn einkum reynslu of starfi í atvinnuleikhúsum.

Hlutverk inntökunefndar er að annast inntöku nýrra nemenda skólans.

Nefndinni er heimilt að leita aðstoðar annarra sérfróðra aðila ef sérstök ástæða virðist til.

2. gr.

16. grein reglugerðarinnar orðist svo:

Inntökunefnd annast inntöku nemenda.

Skólanum er heimilt að taka inn nýja nemendur þrjú ár í senn, en fjórða árið skulu ekki teknir inn nemendur, þannig að í skólanum séu flest þrír árgangar samtímis.Fjöldi nýrra nemenda hverju sinni skal ekki vera meiri en átta í leikaradeild, einn í leikstjórn eða leikmyndateiknun og einn í tækninám, eða samtals, 10 nemendur, sbr. þó 17. gr. Umsækjendur um inngöngu í Leiklistarskóla Íslands skulu m. a. fullnægja eftirtöldum skilyrðum:

að vera orðnir fullra 19 ára,

að hafa a. m. k. lokið námi í grunnskóla eða fengið sambærilega menntun, að hafa gott vald á íslenskri tungu,

að geta kynnt sér lestrarefni á tveim erlendum tungumálum,

að leggja fram fullnægjandi heilbrigðisvottorð.

Inntökunefnd getur vent undanþágu frá ofangreindum atriðum, ef sérstakar aðstæður mæla með. Skólinn auglýsir eftir umsóknum með minnst sex vikna fyrirvara. Sækja skal um á þar til gerðum eyðublöðum. Inntökunefnd ákveður hvaða umsóknir teljast fullnægja þeim skilyrðum, sem að framan greinir, og annast síðan inntöku nemenda m. a. með hæfnikönnun samkvæmt nánari ákvörðun nefndarinnar. Úrskurði inntökunefndar verður ekki hnekkt.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. heimild 2. gr. laga nr. 37/1975 um Leiklistarskóla Íslands og öðlast þegar gildi.

Menntamálaráðuneytið, 4. júlí 1986.

Sverrir Hermannsson.

Knútur Hallsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.