Fara beint í efnið

Prentað þann 16. apríl 2024

Stofnreglugerð

359/1987

Reglugerð fyrir Íþróttahúsið á Selfossi

Birta efnisyfirlit

1. gr.

Íþróttahúsið er í Selfosskaupstað og ber heitið Íþróttahúsið á Selfossi.

2. gr.

Íþróttasal hússins skal nota til leikfimikennslu, íþróttaæfinga, íþróttasýninga og íþróttakeppni svo og til annarra nota eftir því sem við verður komið.

3. gr.

Starfræksla íþróttahússins er á ábyrgð bæjarstjórnar Selfoss eftir að reglulegu skólahaldi lýkur, en er falin húsnefnd sem starfar samkvæmt reglugerð.

4. gr.

Starfssvið húsnefndar varðandi íþróttahúsið skal vera:

  1. Að gera tillögur um ráðningu starfsfólks og setja því starfsreglur.
  2. Að samræma afnot af húsinu eftir að reglulegu skólahaldi lýkur.
  3. Að setja reglur um umgengni í húsinu.
  4. Að gera tillögur til bæjarstjórnar um afnotagjöld.
  5. Að gera árlega fjárhagsáætlun um rekstur hússins, viðhald þess og endurbætur, kaup áhalda og tækja og viðhald þeirra. Fjárhagsáætlun skal skilað það snemma að hún liggi fyrir þegar unnið er að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs.
  6. Að fylgjast vandlega með kostnaði við rekstur íþróttahússins og gæta þess að rekstri sé hagað í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun. Húsnefnd og umsjónarmaður skulu gæta þess við skipulagningu að nýting hússins verði sem best og samfelldust.

5. gr.

Fjárreiður og reikningshald íþróttahússins hvort sem er vegna framkvæmda eða rekstrar fer fram á skrifstofu Selfosskaupstaðar.

Reikningar verða því aðeins greiddir að umsjónarmaður íþróttamannvirkja Selfosskaupstaðar hafi samþykkt þá og vistað.

6. gr.

Reglugerð þessi, sem samþykkt er þann 28. janúar 1987 af bæjarstjórn Selfoss er sett samkvæmt 29. gr. laga um grunnskóla nr. 63/1974, og reglugerð um félagsstörf og félagsmálafræðslu í grunnskóla nr. 433/1977.

Menntamálaráðuneytið, 16. júlí 1987.

Birgir Ísl. Gunnarsson.

Knútur Hallsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.