Menntamálaráðuneyti

43/1996

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 278/1977, um Tækniskóla Íslands, með áorðnum breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Aftan við 9. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Að fenginni rökstuddri tillögu námsbrautanefnda heilbrigðisdeildar getur rektor, með samþykki skólanefndar, ákveðið að takmarka fjölda nemenda á námsbrautum heilbrigðisdeildar þegar séð er að ekki er unnt að veita öllum umsækjendum, sem uppfylla viðkomandi inntökuskilyrði, inngöngu eða námsbrautir heilbrigðisdeildar eiga þess ekki kost að veita nema takmörkuðum fjölda þá kennslu sem nauðsynleg er.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 66/1972, um Tækniskóla Íslands, og öðlast þegar gildi.

Menntamálaráðuneytinu, 5. janúar 1996.

Björn Bjarnason.

Guðríður Sigurðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica