Atvinnuvegaráðuneyti

1075/2025

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 137/2025 um efniviði og hluti úr endurunnu plasti, sem ætlað er að komast í snertingu við matvæli.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, 2. tl., svohljóðandi:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/351 frá 21. febrúar 2025 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 10/2011 um efnivið og hluti úr plasti sem ætlað er að komast í snertingu við matvæli, um breytingu á reglugerð (ESB) 2022/1616 um efniviði og hluti úr endurunnu plasti sem ætlað er að komast í snertingu við matvæli og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 282/2008 og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2023/2006 um góða framleiðsluhætti að því er varðar efni og hluti sem ætlað er að komast í snertingu við matvæli að því er varðar endurunnið plast og önnur mál sem varða gæðaeftirlit og framleiðslu á efniviðum og hlutum úr plasti sem ætlað er að komast í snertingu við matvæli. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 128 frá 13. júní 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54 frá 4. september 2025, bls. 293.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga um matvæli, nr. 93/1995. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvegaráðuneytinu, 7. október 2025.

F. h. r.

Bryndís Hlöðversdóttir.

Svava Pétursdóttir.

B deild - Útgáfudagur: 20. október 2025


Þetta vefsvæði byggir á Eplica