1. gr.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á tilskipunum framkvæmdastjórnarinnar nr. 2003/90/EB, nr. 2003/91/EB og 2005/ 91/EB, sem teknar voru inn í III. kafla I. viðauka við EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 108/2006 frá 22. september 2006.
2. gr.
2. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 301/1995, sem sett var með 2. gr. reglugerðar nr. 784/2003 um (5.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru, fellur brott. Eftirfarandi ákvæði bætist við 3. gr. reglugerðar nr. 301/1995:
Opinber skoðun sem framkvæmd er af Landbúnaðarstofnun vegna viðurkenningar á yrkjum vegna, annars vegar nytjaplantna í landbúnaði og hins vegar grænmetistegunda, og skráningar þessara yrkja á opinberan sáðvörulista skal fullnægja þeim kröfum sem getið er um í (A), (B) og (C) lið hér að neðan.
(A) Þau yrki sem eru í 9. viðauka A skulu uppfylla skilyrðin sem stjórn skrifstofu fyrir plöntuyrki í Bandalaginu (CPVO) mælir fyrir um í "Bókun um prófanir á aðgreinanleika, einsleitni og stöðugleika" og tilgreind eru í þeim viðauka,
(B) Þau yrki sem eru í 9. viðauka B skulu fullnægja viðmiðunarreglunum sem Alþjóðasambandið um vernd nýrra plöntuyrkja (UPVO) samdi um aðgreinanleika, einsleitni og stöðugleika og tilgreindar eru í þeim viðauka.
(C) Að því er varðar ræktunar- og notagildi skulu yrki nytjaplantna í landbúnaði í viðaukum A og B uppfylla eftirfarandi skilyrði:
1. Afrakstur.
2. Þol gegn skaðlegum lífverum.
3. Virkni með tilliti til þátta í náttúrulegu umhverfi.
4. Gæðaeiginleikar.
Þegar niðurstöður eru lagðar fram skal tilgreina hvaða aðferðir eru notaðar.
Kanna skal alla eiginleika yrkja í 9. viðauka A og alla eiginleika sem eru merktir með stjörnu (*) í viðmiðunarreglunum, sem um getur í 9. viðauka B, svo framarlega sem athugun á eiginleikum er ekki óframkvæmanleg sökum þess að aðrir eiginleikar koma fram og svo framarlega sem umhverfisaðstæður við prófun koma ekki í veg fyrir að eiginleikar komi fram.
Landbúnaðarstofnun skal sjá til þess, að því er varðar tegundir sem eru skráðar í 9. viðauka A og B, að lágmarkskröfum við framkvæmd athugana, að því er lýtur að útfærslu prófunar og vaxtarskilyrðum, sem mælt er fyrir um í viðmiðunarreglunum sem um getur í þeim viðaukum, sé fullnægt meðan á þeim stendur.
3. gr.
Við reglugerð nr. 301/1995 bætist 9. viðauki svohjóðandi:
9. VIÐAUKI
Skrár yfir yrki sem uppfylla evrópskar og alþjóðlegar viðmiðunarreglur.
A. CPVO
Nytjaplöntur í landbúnaði.
Skrá yfir tegundir sem skulu fullnægja viðmiðunarreglum skrifstofunnar
fyrir plöntuyrki í Bandalaginu.
|
Tegundir sem eru tilgreindar í sameiginlegri skrá |
Bókun skrifstofunnar fyrir plöntuyrki í Bandalaginu |
|
Gráertur |
Ertur, TP 7/1 frá 6.11.2003 |
|
Fóðurrepja |
Olíurepja, TP 36/1 frá 25.3.2004 |
|
Sólfífill |
Sólfífill, TP 81/1 frá 31.10.2002 |
|
Hafrar |
Hafrar, TP 20/1 frá 6.11.2003 |
|
Bygg |
Bygg, TP 19/2 frá 6.11.2003 |
|
Hrísgrjón |
Hrísgrjón, TP 16/1 frá 18.11.2004 |
|
Rúgur |
Rúgur, TP 58/1 frá 31.10.2002 |
|
Rúghveiti |
Rúghveiti, TP 121/1 frá 6.11.2003 |
|
Hveiti |
Hveiti, TP 3/3 frá 6.11.2003 |
|
Harðhveiti |
Harðhveiti, TP120/2 frá 6.11.2003 |
|
Maís |
Maís, TP 2/2 frá 15.11.2001 |
|
Kartöflur |
Kartöflur, TP 23/1 frá 27.3.2002 |
Þessar bókanir eru fyrirliggjandi á vefsíðu skrifstofunnar fyrir plöntuyrki í Bandalaginu (www.cpvo.eu.int).
Grænmeti.
Skrá yfir tegundir sem skulu fullnægja viðmiðunarreglum skrifstofunnar
fyrir plöntuyrki í Bandalaginu.
|
Tegundir sem eru tilgreindar í sameiginlegri skrá |
Bókun skrifstofunnar fyrir plöntuyrki í Bandalaginu |
|
Blaðlaukur |
Bókun TP/85/1 frá 15.11.2001 |
|
Spergill |
Bókun TP/130/1 frá 27.3.2002 |
|
Blómkál |
Bókun TP/45/1 frá 15.11.2001 |
|
Spergilkál |
Bókun TP/151/1 frá 27.3.2002 |
|
Rósakál |
Bókun TP/54/1 frá 27.3.2002 |
|
Blöðrukál |
Bókun TP/48/1 frá 15.11.2001 |
|
Hvítkál |
Bókun TP/48/1 frá 15.11.2001 |
|
Rauðkál |
Bókun TP/48/1 frá 15.11.2001 |
|
Paprika/spænskur pipar |
Bókun TP/76/1 frá 27.3.2002 |
|
Vetrarsalat |
Bókun TP/118/1 frá 27.3.2002 |
|
Melónur |
Bókun TP/104/1 frá 27.3.2002 |
|
Gúrka/smágúrka |
Bókun TP/61/1 frá 27.3.2002 |
|
Gulrætur |
Bókun TP/49/6 frá 27.3.2002 |
|
Salat |
Bókun TP/13/1 frá 15.11.2001 |
|
Tómatar |
Bókun TP/44/2 frá 15.11.2001 |
|
Garðbaunir |
Bókun TP/12/1 frá 15.11.2001 |
|
Hreðkur |
Bókun TP/64/6 frá 27.3.2002 |
|
Spínat |
Bókun TP/55/6 frá 27.3.2002 |
|
Vorsalat/lambasalat |
Bókun TP/75/6 frá 27.3.2002 |
Þessar bókanir eru fyrirliggjandi á vefsíðu skrifstofunnar fyrir plöntuyrki í Bandalaginu (www.cpvo.eu.int).
B. UPOV
Nytjaplöntur í landbúnaði.
Skrá yfir tegundir sem skulu fullnægja viðmiðunarreglum
Alþjóðasambandsins um vernd nýrra plöntuyrkja.
|
Tegundir sem eru tilgreindar í sameiginlegri skrá |
Viðmiðunarreglur Alþjóðasambandsins um vernd nýrra plöntuyrkja |
|
Fóðursykurrófa |
Fóðursykurrófa, viðmiðunarregla TG/150/3 frá 4.11.1994 |
|
Týtulíngresi |
Língresi, viðmiðunarregla TG/30/6 frá 2.10.1990 |
|
Stórlíngresi |
Língresi, viðmiðunarregla TG/30/6 frá 2.10.1990 |
|
Skriðlíngresi |
Língresi, viðmiðunarregla TG/30/6 frá 12.10.1990 |
|
Hálíngresi |
Língresi, viðmiðunarregla TG/30/6 frá 12.10.1990 |
|
Sólfax |
Sólfax, viðmiðunarregla TG/180/3 frá 4.4.2001 |
|
Sitkafax |
Sitkafax, viðmiðunarregla TG/180/3 frá 4.4.2001 |
|
Axhnoðapuntur |
Axhnoðapuntur, viðmiðunarregla TG/31/8 frá 17.4.2002 |
|
Tágavingull |
Tágavingull, viðmiðunarregla TG/39/8 frá 17.4.2002 |
|
Sauðvingull |
Sauðvingull, viðmiðunarregla TG/67/4 frá 12.11.1980 |
|
Hávingull |
Hávingull, viðmiðunarregla TG/39/8 frá 17.4.2002 |
|
Túnvingull |
Túnvingull, viðmiðunarregla TG/67/4 frá 12.11.1980 |
|
Ítalskt rýgresi |
Rýgresi, viðmiðunarregla TG/4/7 frá 12.10.1990 |
|
Fjölært rýgresi |
Rýgresi, viðmiðunarregla TG/4/7 frá 12.10.1990 |
|
Rýgresisblendingur |
Rýgresi, viðmiðunarregla TG/4/7 frá 12.10.1990 |
|
Vallarfoxgras |
Vallarfoxgras, viðmiðunarregla TG/34/6 frá 7.11.1984 |
|
Vallarsveifgras |
Vallarsveifgras, viðmiðunarregla TG/33/6 frá 12.10.1990 |
|
Hvít lúpína |
Hvít lúpína, viðmiðunarregla TG/66/4 frá 31.3.2004 |
|
Lensulúpína |
Lensulúpína, viðmiðunarregla TG/66/4 frá 31.3.2004 |
|
Gul lúpína |
Gul lúpína, viðmiðunarregla TG/66/4 frá 31.3.2004 |
|
Refasmári |
Refasmári, viðmiðunarregla TG/6/5 frá 6.4.2005 |
|
Rauðsmári |
Rauðsmári, viðmiðunarregla TG/5/7 frá 4.4.2001 |
|
Hvítsmári |
Hvítsmári, viðmiðunarregla TG/38/7 frá 9.4.2003 |
|
Hestabaunir |
Hestabaunir, viðmiðunarregla TG/8/6 frá 17.4.2002 |
|
Fóðurflækja |
Fóðurflækja, viðmiðunarregla TG/32/6 frá 21.10.1988 |
|
Gulrófur |
Gulrófur, viðmiðunarregla TG/89/6 frá 4.4.2001 |
|
Fóðurhreðkur |
Fóðurhreðkur, viðmiðunarregla TG/178/3 frá 4.4.2001 |
|
Jarðhnetur |
Jarðhnetur, viðmiðunarregla TG/93/3 frá 13.11.1985 |
|
Akurfrækál |
Akurfrækál, viðmiðunarregla TG/185/3 frá 17.4.2002 |
|
Litunarþistill |
Litunarþistill, viðmiðunarregla TG/134/3 frá 12.10.1990 |
|
Baðmull |
Baðmull, viðmiðunarregla TG/88/6 frá 4.4.2001 |
|
Hör/hörfræ |
Hör/hörfræ, viðmiðunarregla TG/57/6 frá 20.10.1995 |
|
Ópíumvalmúi |
Ópíumvalmúi, viðmiðunarregla TG/166/3 frá 24.3.1999 |
|
Hvítur mustarður |
Hvítur mustarður, viðmiðunarregla TG/179/3 frá 4.4.2001 |
|
Sojabaunir |
Sojabaunir, viðmiðunarregla TG/80/6 frá 1.4.1998 |
|
Dúrra |
Dúrra, viðmiðunarregla TG/122/3 frá 6.10.1989 |
Þessar viðmiðunarreglur eru fyrirliggjandi á vefsíðu Alþjóðasambandsins um vernd nýrra plöntuyrkja (www.upov.int).
Grænmeti.
Skrá yfir tegundir sem skulu fullnægja viðmiðunarreglum
Alþjóðasambandsins um vernd nýrra plöntuyrkja.
|
Tegundir sem eru tilgreindar í sameiginlegri skrá |
Viðmiðunarreglur Alþjóðasambandsins um vernd nýrra plöntuyrkja |
|
Graslaukur/pípulaukur |
Viðmiðunarregla TG/161/3 frá 1.4.1998 |
|
Hvítlaukur |
Viðmiðunarregla TG/162/4 frá 4.4.2001 |
|
Sellerí |
Viðmiðunarregla TG/82/4 frá 17.4.2002 |
|
Blaðbeðja/strandblaðka |
Viðmiðunarregla TG/106/3 frá 7.10.1987 |
|
Rauðrófur |
Viðmiðunarregla TG/60/6 frá 18.10.1996 |
|
Grænkál |
Viðmiðunarregla TG/90/6 frá 17.4.2002 |
|
Hnúðkál |
Viðmiðunarregla TG/65/4 frá 17.4.2002 |
|
Kínakál |
Viðmiðunarregla TG/105/4 frá 9.4.2003 |
|
Næpur |
Viðmiðunarregla TG/37/10 frá 4.4.2001 |
|
Jólasalat |
Viðmiðunarregla TG/173/3 frá 5.4.2000 |
|
Ítalskur kaffifífill |
Viðmiðunarregla TG/154/3 frá 18.10.1996 |
|
Iðnaðarsíkoría |
Viðmiðunarregla TG/172/3 frá 4.4.2001 |
|
Vatnsmelónur |
Viðmiðunarregla TG/142/3 frá 26.10.1993 |
|
Tröllakúrbítur/tröllagrasker |
Viðmiðunarregla TG/155/3 frá 18.10.1996 |
|
Grasker/merja |
Viðmiðunarregla TG/119/4 frá 17.4.2002 |
|
Ætiþistill |
Viðmiðunarregla TG/184/3 frá 4.4.2001 |
|
Fennika |
Viðmiðunarregla TG/183/3 frá 4.4.2001 |
|
Steinselja |
Viðmiðunarregla TG/136/4 frá 18.10.1991 |
|
Blómbaunir |
Viðmiðunarregla TG/9/5 frá 9.4.2003 |
|
Ertur |
Viðmiðunarregla TG/7/9 frá 4.11.1994 (og leiðrétting 18.10.1996) |
|
Rabarbari |
Viðmiðunarregla TG/62/6 frá 24.3.1999 |
|
Surtarrót |
Viðmiðunarregla TG/116/3 frá 21.10.1988 |
|
Eggaldin |
Viðmiðunarregla TG/117/4 frá 17.4.2002 |
|
Breiðbaunir |
Viðmiðunarregla TG/206/1 frá 9.4.2003 |
Þessar viðmiðunarreglur eru fyrirliggjandi á vefsíðu Alþjóðasambandsins um vernd nýrra plöntuyrkja (www.upov.int).
4. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerðin tekur þegar gildi.
Landbúnaðarráðuneytinu, 26. október 2006.
F. h. r.
Níels Árni Lund.
Baldur P. Erlingsson.