Landbúnaðarráðuneyti

28/1993

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 313 2. júlí 1991 um aðlögun fullvirðisréttar til framleiðslu sauðfjárafurða að innanlandsmarkaði, með síðari breytingu. - Brottfallin

1. gr.

5. mgr. 27. gr., sbr. 2. gr. rg. nr. 183/1992, orðast svo:

Greiðslur vegna niðurfærslu fullvirðisréttar til framleiðslu sauðfjárafurða skulu greiddar handhafa réttar beinna greiðslna á lögbýlinu vegna framleiðslu sauðfjárafurða verðlagsárið 1993-1994 samkvæmt skrám Framleiðsluráðs landbúnaðarins 31. janúar 1993. Þetta gildir þó ekki ef gert er samkomulag á milli ábúanda og eiganda lögbýlis, þegar ekki er um sömu aðila að ræða, um annan hátt á greiðslum, enda berist skrifleg tilkynning þess efnis til landbúnaðarráðuneytisins fyrir 31. janúar 1993. Taki leiguliði við greiðslunum getur eigandi lögbýlis óskað eftir því við ábúðarlok að tekið verði tillit til þeirra við mat skv. 16. gr. ábúðarlaga, nr. 64/1976, að því marki sem þær teljast bætur fyrir skerðingu á búrekstaraðstöðu eftir lok ábúðartímans.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 46 27. júní 1985 um framleiðslu,verðlagningu og sölu á búvörum ásamt síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

 

Landbúnaðarráðuneytið, 21. janúar 1993.

 

Halldór Blöndal.

Jón Höskuldsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica