Fara beint í efnið

Prentað þann 26. apríl 2024

Breytingareglugerð

983/2003

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 416/2002 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins.

1. gr.

2. ml. c. liðar 3. gr. falli niður og í staðinn komi:
Leyfður er innflutningur á gæludýrafóðri sem meðhöndlað hefur verið þannig að:
- nagbein úr skinnum eða leðri hafi verið hituð nægilega til að drepa smitandi lífverur (þ.m.t. salmonellu),
- niðursoðið fóður hafi verið hitað að lágmarki 3.0 í Fc gildi í loftþéttum umbúðum,
- annað gæludýrafóður en nefnt er hér að ofan hafi verið hitað upp í kjarnahita a.m.k. 90°C,
og að því tilskyldu að hráefnið innihaldi ekki eftirtalin dýr og dýraafurðir:

2. gr.

1. mgr. 6. gr. orðist svo:
Landbúnaðarráðherra er heimilt, að fenginni umsögn yfirdýralæknis, að leyfa innflutning á vörum, sem taldar eru upp í 3. gr. reglugerðarinnar, sbr. 10. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, ásamt síðari breytingum, enda þyki sannað að ekki berist smitefni með þeim er valda sjúkdómum í dýrum og mönnum og þau skilyrði sem sett hafa verið fyrir innflutningnum séu uppfyllt.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1993, með síðari breytingum, lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr nr. 66/1998, með síðari breytingum, lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum nr. 99/1993, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Reglugerðin er tilkynnt í samræmi við tilskipun nr. 98/34/EBE um reglur um tilhögun upplýsingaskipta vegna tæknilegra staðla og reglugerða.

Landbúnaðarráðuneytinu, 16. desember 2003

F. h. r.
Guðmundur B. Helgason.

Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.