Landbúnaðarráðuneyti

755/2001

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin

1. gr.

Í stað skilgreiningar á orðinu markaðssetning í 5. gr. B-hluta I. kafla kemur:
Markaðssetning: að geyma fóðurblöndur með tilliti til sölu, einnig að bjóða til sölu, eða afhendingar með einhverjum hætti til þriðja aðila, gegn greiðslu eða ekki, einnig sjálf salan og afhending sem fer fram með einhverjum hætti.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum og með hliðsjón af tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2000/16/EB og tekur gildi þegar í stað.


Landbúnaðarráðuneytinu, 11. október 2001.

F. h. r.
Guðmundur B. Helgason.
Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica