Landbúnaðarráðuneyti

183/1992

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 313 2. júlí 1991 um aðlögun fullvirðisréttar til framleiðslu sauðfjárafurða að innanlandsmarkaði, sbr. breytingu nr. 414/1991. - Brottfallin

1 . gr.

Við 21. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, er verði 2. mgr. svohljóðandi:

Þegar seldur er allur fullvirðisréttur á tímabilinu frá 20. maí 1992 til 31. ágúst 1992 kaupir ríkissjóður fullvirðisrétt, sem bundinn er í leigusamningum við Framleiðnisjóð landbúnaðar­ins fyrir kr. 450 á kg, en kr. 550 á kg fyrir allan annan fullvirðisrétt. Tilboð þetta gildir þó haldið sé eftir 10 ærgilda fullvirðisrétti. Förgunarbætur fyrir hverja á verða kr. 5.000. Framangreind verð miðast við lánskjaravísitölu í maí 1992 (3203 stig). Að öðru leyti gilda sömu ákvæði og í II. kafla reglugerðarinnar.

 

2. gr.

Á eftir 22. gr. reglugerðarinnar komi nýr kafli, sem verði VI. kafli og orðist svo:

 

VI. KAFLI

Seinni niðurfærsla.

23. gr.

Niðurfærsla.

Miðað við 31. ágúst 1992 verður samanlagður fullvirðisréttur til framleiðslu sauðfjár­afurða samkvæmt sérstakri fullvirðisréttarskrá 15. júlí 1991, sbr. 5. gr., að hafa minnkað í heildargreiðslumark verðlagsársins 1993-1994 að frádregnu greiðslumarki vegna heimtöku sem reiknað var skv. c-lið 2. gr. rg. nr. 87/1992 á grundvelli meðalheimtöku framleiðenda.

Sé því markmiði ekki náð með sölu til ríkissjóðs, sbr. II. og V. kafla, fyrri niðurfærslu, sbr. III. kafla, niðurfellingu, sbr. 25. gr. og beitingu ákvæða um forkaupsrétt, sbr. 19. gr., verður fullvirðisréttur færður niður 15. September 1992 um það sem á vantar.

 

24. gr.

Grunnur að skiptingu niðurfærslu ábúmarkssvæði.

Minnkun fullvirðisréttar skiptist hlutfallslega á búmarkssvæði samkvæmt samanlögðum fullvirðisrétti svaðanna í sérstakri fullvirðisréttarskrá 15. júlí 1991 að teknu tilliti til breytinga á einstökum svæðum vegna staðfestra aðilaskilta að fullvirðisrétti á milli svæða, sbr. IV. kafla, þó þannig að áður ákvarðaðar ívilnanir einstakra búmarkssvæða við fyrri niðurfærslu, sbr. 10. gr. raskist ekki.

Sala og niðurfelling fullvirðisréttar utan lögbýla og fullvirðisréttar sem bundinn var í leigusamningum við Framleiðnisjóð landbúnaðarins kemur til lækkunar á landsvísu.

Framleiðnisjóður landbúnaðarins veitir upplýsingar um þá leigusamninga sem breytast munu í kaupsamninga og falla þannig út of sérstakri skrá, sbr. 5. gr.

 

25. gr.

Lækkun á niðurfærslu búmarkssvæðis.

Til lækkunar niðurfærslu á hverju búmarkssvæði kemur fullvirðisréttur sem seldur hefur verið ríkissjóði, sbr. II. og V. kafla, fyrri niðurfærsla fullvirðisréttar, sbr. III. katla og niðurfelling fullvirðisréttar á ríkisjörðum, skv. ákvörðun landbúnaðarráðherra. Ennfremur kemur til lækkunar niðurfærslu svæðisins samanlögð lækkun á niðurfærslu framleiðenda á því svæði vegna heimtöku, sbr. 26. gr.

 

26. gr.

Lækkun á niðurfærslu framleiðanda.

Til lækkunar á niðurfærslu hjá framleiðanda kemur fullvirðisréttur sem hann hefur selt ríkissjóði, sbr. II. og V. kafla eða sætt niðurfærslu á skv. III. kafla, svo og greiðslumark sem reiknað var skv. c.- lið 2. gr. rg. nr. 87/1992 á grundvelli meðalheimtöku.

Framleiðandi sem seldi 25% eða meira af fullvirðisrétti sínum fyrir 1. september 1991 skal undanþeginn niðurfærslu.

 

27. gr.

Greiðslur ríkissjóðs.

Við seinni niðurfærslu fullvirðisréttar greiðir ríkissjóður kr. 380,00 á kg. Ríkissjóður greiðir að hámarki bætur fyrir 3.700 tonna fullvirðisrétt skv. þessari reglugerð. Niðurfærsla umfram það magn er bótalaus. Óski framleiðandi að fækka ám tilsvarandi, sbr. 7. gr., greiðir ríkissjóður kr. 3.500,00 fyrir hverja á sem fargað er. Framangreind verð miðast við lánskjaravísitölu í maí 1991, (3070 stig). Einnig ábyrgist ríkissjóður fullt verð afurða, þegar framleiðandi hefur fækkað ám tilsvarandi, sem svarar minni ásetningsþörf haustið 1992, þ.e. 2,25 kg dilkakjöts fyrir hverja kind sem fargað er vegna niðurfærslu eða sölu, allt að tölu niðurfærðra ærgilda.

Ríkissjóður er skuldbundinn til að greiða förgunarbætur vegna fækkunar skv. 21. gr. og þessari grein þannig að ásetningur haustið 1992 verði í samræmi við greiðslumark eins og það verður ákveðið fyrir verðlagsárið 1993-1994. Miða skal við að til frálags komi 17 kg kjöts fyrir hverja ásetta kind. Fækkunarþörf verður skv. því munur á fjárfjölda skv. forðagæsluskýrslum haustið 1991 og áætlaðri ásetningsþörf haustið 1992 skv. framansögðu.

Komi fram óskir um meiri fækkun áa en unnt er að mæta skv. 2. mgr. skal seljanda gert að nýta greiðslumark lögbýlisins með innleggi áður en kemur til greiðslu förgunarbóta.

Áður en greiðslur ríkissjóðs vegna niðurfærslu og förgunarbóta verða inntar of hendi skal liggja fyrir fullnægjandi staðfesting þess að ám hafi verið fargað skv. settum skilyrðum og að ásetningur haustið 1992 hafi verið í samræmi við fækkun vegna niðurfærslunnar.

Áður en greiðslur ríkissjóðs vegna niðurfærslu fullvirðisréttar verða inntar of hendi skal liggja fyrir samþykki eiganda (eigenda) og ábúanda (ábúenda) lögbýlis hver eigi að vera viðtakandi greiðslunnar, ef ekki er um sama (sömu) aðila að ræða.

 

28. gr.

Framkvæmd niðurfærslu.

Framleiðsluráð landbúnaðarins aflar upplýsinga og annast útreikninga vegna fram­kvæmdar niðurfærslu á fullvirðisrétti og breytingar á honum í greiðslumark.

 

3. gr.

23. gr. reglugerðarinnar fellur niður og í stað hennar kemur ný grein er verði 29. gr. svohljóðandi:

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 46 27. júní 1985 um framleiðslu, verðlagn­ingu og sölu á búvörum ásamt síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

 

Landbúnaðarráðuneytið, 18. maí 1992.

 

Halldór Blöndal.

Guðmundur Sigþórsson

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica