Landbúnaðarráðuneyti

84/1990

Reglugerð um skuldbreytingar vegna loðdýraræktar - Brottfallin

1. gr.

Framleiðnisjóður landbúnaðarins hefur af hálfu ríkisins umsjón með skuldbreytingum á lausaskuldum loðdýrabænda, sem fram fara á grundvelli laga nr. 112 22. desember 1989.

 

2. gr.

Til lausaskulda vegna loðdýraræktar teljast allar þær skuldir bænda sem myndast hafa vegna loðdýrabúskapar þeirra á árunum 1986-1989, aðrar en afurðalán og þær skuldir sem tryggðar eru með veði í fasteignum viðkomandi loðdýrabónda. Þó skal telja til lausaskulda þau afurðalán sem eru umfram áætlað verðmæti óseldra skinna.

 

3. gr.

Allir þeir sem stundað hafa loðdýrabúskap á árunum 1986-1989 geta sótt um skuldbreyt­ingu og gildir þá einu hvort þeir stunda enn þann búskap. Ekki verður veitt ríkisábyrgð vegna lausaskulda sem mynduðust fyrir þann tíma.

 

4. gr.

Framleiðnisjóður landbúnaðarins útbýr, að höfðu samráði við Ríkisábyrgðasjóð, skulda­bréf, tryggð með sjálfskuldarábyrgð ríkissjóðs, til nota við skuldbreytingarnar. Skuldabréfin skulu skráð á nafn. Þar komi fram að þau 1án sem veitt eru með ríkisábyrgð eru til fimmtán ára, verðtryggð með lánskjaravísitölu, með 5% vöxtum og afborgunarlaus fyrstu þrjú árin. Til tryggingar áhættu ríkissjóðs vegna ábyrgðarinnar skulu lántakar gefa út tryggingarbréf tryggð með veðum í fasteignum og öðrum tiltækum verðmætum lántakanda.

Skilyrði fyrir ríkisábyrgð skv. 1. mgr. er að öðrum lausaskuldum verði breytt í 1án til minnst átta ára með hagstæðustu kjörum sem völ er á.

 

5. gr.

Viðmiðun hvers aðila til ríkisábyrgðar skal reiknuð að jöfnu, miðað við mesta ásetning áranna 1987, 1988 og 1989 annars vegar og hins vegar eftir búrarými í loðdýrahúsum. Aldrei verður skuldbreytt meiru með ríkisábyrgð en sem nemur 60% lausaskulda hvers aðila jafnvel þótt útreiknuð viðmiðun sé hærri. Ekki skal vent ríkisábyrgð vegna skulda þeirra aðila sem geta að mati Framleiðnisjóðs landbúnaðarins staðið í skilum með núverandi skuldir sínar án sérstakra aðgerða.

 

6. gr.

Áður en til skuldbreytinga kemur skal Framleiðnisjóður landbúnaðarins meta í samráði við helstu lánardrottna hvort með skuldbreytingu og öðrum aðgerðum tengdum henni skapist forsendur fyrir viðkomandi aðila til að greiða af skuldum sínum. Við mat á greiðslugetu skal Framleiðnisjóður landbúnaðarins afla ítarlegra upplýsinga um fjárhagsstöðu viðkomandi, gerð skal skuldbreytingaáætlun sem kynnt er lánardrottnum. Ríkisábyrgð skal þá fyrst vent þegar allir lánardrottnar hafa samþykkt að vinna eftir þeirri áætlun.

 

7. gr.

Nú verður ekki skuldbreytt hjá einhverjum aðila skv. reiknaðri viðmiðun og skal þá Framleiðnisjóður landbúnaðarins gera tillögur til landbúnaðarráðherra um hvernig þær viðmiðanir skulu nýttar.

 

8. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. heimild í 1. nr. 112/1989 um skuldbreytingar vegna loðdýraræktar og öðlast þegar gildi.

 

Landbúnaðarráðuneytið, 22. febrúar 1990.

 

Steingrímur J. Sigfússon.

Jón Höskuldsson.

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica