Landbúnaðarráðuneyti

41/2007

Reglugerð um (25.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin

1. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnar (EB) nr. 521/2005 frá 1. apríl 2005, sem vísað er til í II. kafla I. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 130/2005, frá 21. október 2005, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, I. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.

2. gr.

Um aukefni samkvæmt ofangreindri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) vísast að öðru leyti til 13. gr. reglugerðar nr. 340/2001, um eftirlit með fóðri og 3. viðauka sömu reglugerðar.

3. gr.

Ofangreind reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.

4. gr.

Afurðaflokkur 1.2.1. "Ger ræktað í fóðurefnablöndu úr dýra- og jurtaríkinu" í 1. töflu A. liðar, 4. viðauka, reglugerðar nr. 340/2001, "Próteinríkar gerjunarafurðir og einföld N-sambönd" fellur niður og í staðinn kemur eftirfarandi:

Heiti afurðaflokks

Heiti afurða

Efnafræðileg táknun afurðar eða örverutegund

Fóðurefna-blanda (forskrift ef við á)

Einkenni á samsetningu afurða

Dýra-tegund

Sér-ákvæði

1.2.1. Ger ræktað í fóðurefna-blöndu úr dýra- og jurtaríkinu

Allt ger:

1. úr örverum og fóðurefna-blöndum sem eru tilgreindar í 3. og 4. dálki

2. þar sem frumum hefur verið eytt

Saccharomyces cerevisiae, Saccharomyces carlsbergiensis,

Kluyveromyces lactis, Kluyveromyces fragilis

Melassi, eimingarleifar, korn og afurðir sem innihalda sterkju, ávaxtasafi, mysa, mjólkursýra, vatnsrofið matjurtatréni

 

Allar dýra-tegundir

 

Candida guilliermondii

Melassi, eimingarleifar, korn og afurðir sem innihalda sterkju, ávaxtasafi, mysa, mjólkursýra, vatnsrofið matjurtatréni

Þurrefni að lágmarki 16%

Eldissvín

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytinu, 9. janúar 2007.

F. h. r.

Guðmundur B. Helgason.

Baldur P. Erlingsson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica