Innviðaráðuneyti

1413/2025

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 80/2013 um vaktstöð siglinga og eftirlit með umferð skipa.

1. gr.

Við 2. mgr. 31. gr. reglugerðarinnar bætist e-liður, svohljóðandi:

framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/811 frá 19. febrúar 2025 um breytingu á I. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/59/EB að því er varðar upplýsingar sem á að senda til tilkynningarkerfa skipa, sem vísað er til í XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 216/2025 frá 19. september 2025.

2. gr.

Eftirfarandi breyting verður á I. viðauka reglugerðarinnar:

X-liður 4. gr. orðast svo:

X. ýmsar upplýsingar:

- einkenni og áætlað rúmmál skipaolíu fyrir skip sem eru yfir 1000 brúttótonn að stærð,
- siglingafræðileg staða,
- eitt eða fleiri tryggingarskírteini, sem gefin eru út af tryggingarfélaginu og geymd um borð í skipinu, sem færa sönnur á að fyrir hendi sé trygging gegn sjóréttarkröfum, í samræmi við 171. gr. a siglingalaga nr. 34/1985, auk skírteina um einkaréttarlega ábyrgð sem gefin eru út í samræmi við:
  - alþjóðasamninginn um einkaréttarlega ábyrgð vegna tjóns af völdum olíumengunar frá 1992, með áorðnum breytingum (samningurinn um einkaréttarlega ábyrgð frá 1992),
  - alþjóðasamninginn um einkaréttarlega ábyrgð vegna tjóns af völdum mengunar sem stafar frá eldsneytisolíu skipa frá 2001, (samningurinn um eldsneytisolíu skipa frá 2001) og
  - Naíróbísamþykktina um fjarlægingu skipsflaka frá 2007 (Naíróbísamþykktin frá 2007).

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 1. mgr. 17. gr. laga nr. 41/2003 um vaktstöð siglinga, og öðlast þegar gildi.

Innviðaráðuneytinu, 17. desember 2025.

Eyjólfur Ármannsson.

Ingilín Kristmannsdóttir.

B deild - Útgáfudagur: 19. desember 2025


Þetta vefsvæði byggir á Eplica