Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

992/2016

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 180/2014 um áhöfn í almenningsflugi.

1. gr.

11. gr. reglugerðarinnar hljóðar svo:

Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirfarandi reglugerðir Evrópuþingsins og ráðsins og framkvæmdastjórnarinnar með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1178/2011 frá 3. nóvember 2011 um tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferðir er varða áhöfn í almenningsflugi samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 146/2013 frá 16. júlí 2013, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 56 frá 10. október 2013, bls. 175.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 290/2012 frá 30. mars 2012 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1178/2011 um tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferðir vegna flugverja í almenningsflugi samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 146/2013 frá 16. júlí 2013, er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 56 frá 10. október 2013, bls. 669.
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 70/2014 frá 27. janúar 2014 um breytingar á reglugerð (ESB) nr. 1178/2011 um tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferðir er varða áhöfn í almenningsflugi samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 193/2014 frá 25. september 2014, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 64 frá 30. október 2014, bls. 357.
  4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 245/2014 frá 13. mars 2014 sem breytir reglugerð (ESB) nr. 1178/2011 um tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferðir er varða áhöfn í almenningsflugi, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 234/2014 frá 24. október 2014, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 73 frá 4. desember 2014, bls. 577.
  5. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/445 frá 17. mars 2015 sem breytir reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1178/2011 að því er varðar tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferðir vegna flugverja í almenningsflugi, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 163 frá 11. júní 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 15. október 2015, bls. 766.
  6. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/539 frá 6. apríl 2016 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1178/2011 að því er varðar þjálfun, prófanir og reglubundið mat á hæfni flugmanna í tengslum við hæfisbundna leiðsögu, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 126 frá 3. júní 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 52 frá 22. september 2016, bls. 627.

2. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 28. gr. b, 28. gr. c, 31. gr., 2. mgr. 32. gr. og 73. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi. Frá sama tíma falla úr gildi reglugerð nr. 977/2015 og reglugerð 162/2015, um breytingar á reglugerð nr. 180/2014 um áhafnir í almenningsflugi.

Innanríkisráðuneytinu, 7. nóvember 2016.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Gunnar Örn Indriðason.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.