Innanríkisráðuneyti

168/2016

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 985/2011 um flugvernd. - Brottfallin

1. gr.

Á eftir 61. gr. reglugerðarinnar kemur bráðabirgðaákvæði sem orðast svo:

Montenegró og Kanada bætast við þau lönd sem viðurkennt er að beiti flugverndarkröfum sem jafngildi sameiginlegum grunnkröfum um flugvernd í almenningsflugi, að því er varðar flugvernd loftfara, að því er varðar farþega og handfarangur, að því er varðar lestarfarangur og að því er varðar farm og póst.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 70. gr. d., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 23. febrúar 2016.

F. h. r.

Þórunn J. Hafstein.

Skúli Þór Gunnsteinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica