Innanríkisráðuneyti

589/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1077/2010 um flutning á hættulegum farmi á landi.

1. gr.

38. gr. breytist þannig:

Á eftir b-lið 1. mgr. 38. gr. kemur nýr stafliður, c-liður, sem orðast svo: Tilskipun nr. 2010/61/ESB frá 2. september 2010 um fyrstu aðlögun viðauka tilskipunar nr. 2008/68/ESB að vísinda- og tæknilegri þróun (töluliður 13 c.) sem birta skal í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins.

2. gr.

Í stað ákvæðis til bráðabirgða kemur nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:

Til 31. desember 2014 er Umferðarstofu heimilt að undanþiggja ökutæki, sem skráð var fyrir 31. desember 1998, svo og farmgeymi, sem notuð hafa verið til að flytja hættulegan farm, tilteknum ákvæðum ADR-reglna:

  1. ökutæki, reglum um:
    1. sérstaka vörn á rafleiðslum;
    2. sérstaka raftengingu við ökurita;
    3. vörn fyrir farmgeymi;
    4. læsivörn á hemlum;
    5. aukahemla (útblásturshemla og/eða drifskaftshemla);
  2. farmgeymi, reglum um viðurkenningu.

Undanþágan er bundin því skilyrði að farmgeymi og búnaði, sem fyrir er í ökutæki, sé vel við haldið og sé í fullkomnu lagi. Ökutæki skal að öðru leyti uppfylla ákvæði reglugerðar um gerð og búnað ökutækja.

3. gr.

Umferðarstofa skal halda sérstaka skrá yfir ökutæki og farmgeyma sem falla undir ákvæði til bráðabirgða sbr. 2. gr. og skulu eigendur þeirra senda Umferðarstofu skýrslu miðað við 31. desember ár hvert um stöðu úreldinga á ökutækjum og farmgeymum.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 1. mgr. 60. gr. og 5. mgr. 73. gr. umferðarlaga, nr. 50/1987, sbr. lög nr. 44/1993, öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 23. maí 2011.

Ögmundur Jónasson.

Sigurbergur Björnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica