Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

401/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð um happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna nr. 148 1. mars 2000, með síðari breytingum.

1. gr.

1. og 2. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar, sbr. reglugerð nr. 306 27. mars 2006, orðast svo:

Verð hlutamiða í hvorri flokkaröð skal vera 13.200 kr. ef keyptur er miði sem gildir í öllum 12 flokkum happdrættisársins sem er frá 1. maí til 30. apríl ár hvert.

Verð miða fyrir hvern flokk er 1.100 kr.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í lögum um happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, nr. 16 13. apríl 1973, með síðari breytingum, öðlast gildi 20. apríl 2011.

Innanríkisráðuneytinu, 29. mars 2011.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.