Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

1037/2015

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 774/2010 um héraðsvegi.

1. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Skilgreining héraðsvega.

Héraðsvegir eru vegir sem liggja að býlum, starfrækslu atvinnufyrirtækja, kirkjustöðum, opinberum skólum og öðrum opinberum stofnunum utan þéttbýlis, eru ákveðnir í staðfestu skipulagi og taldir upp í vegaskrá. Landeigandi skal þó kosta og vera veghaldari síðustu 50 m að framangreindum stöðum ef vegur endar þar.

  1. Með býli er átt við íbúðarhúsnæði þar sem er föst búseta og skráð lögheimili.
  2. Með starfrækslu atvinnufyrirtækja er átt við sjálfstæða starfsemi sem rekin er reglubundið, í nokkru umfangi og í hagnaðarskyni.
  3. Með kirkjustað er átt við sóknarkirkju eða samkomustað, opinbers og viðurkennds trúfélags hér á landi.
  4. Við skilgreiningu opinberra skóla og stofnana skal miða við hvort starfsemi sé ákveðin fjárveiting á fjárlögum.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. mgr. 6. gr. fellur brott. Í stað hennar kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Uppfylli vegur ekki lengur skilyrði vegalaga til að geta talist þjóðvegur skal Vegagerðin tilkynna aðilum að fyrirhugað sé að fella hann af vegaskrá frá og með næstu áramótum og þar með sé veghald hans ekki lengur á ábyrgð Vegagerðarinnar.
  2. Í stað "Skráðum eiganda fasteignar" í 2. mgr. 6. gr. kemur: Aðilum.

3. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 20. gr. og 58. gr. vegalaga nr. 80/2007 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 3. nóvember 2015.

Ólöf Nordal.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.