Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

665/2015

Reglugerð um breytingar á reglugerð nr. 770/2010 um flugreglur.

1. gr. Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir fyrir flugumferð íslenskra og erlendra loftfara innan þess loftrýmis sem Ísland hefur yfirráð yfir. Reglugerðin tekur einnig til flugs íslenskra loftfara erlendis nema öðruvísi sé mælt fyrir um í lögum, reglugerðum og/eða verklagsreglum þeirra ríkja sem loftfarið flýgur yfir.

Ákvæði reglugerðar (ESB) nr. 923/2012 gilda um loftrými Alþjóðaflugmálastofnunarinnar innan Evrópusvæðis (ICAO EUR) og Afríku- og Indlandshafssvæðis (ICAO AFI) þar sem aðildarríki innan Evrópska efnahagssvæðisins eru ábyrg fyrir því að veita flugumferðarþjónustu.

2. gr.

Hvar sem orðið "Flugmálastjórn" eða orðin "Flugmálastjórn Íslands", í hvers konar beygingarfalli, koma fyrir í reglugerðinni eða viðaukum við hana, kemur í viðeigandi beygingarfalli: Samgöngustofa.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr.:

  1. 1. mgr. orðast svo: Með reglugerð þessari öðlast gildi viðauki 2 um flugreglur (Rules of the Air) við Chicago-samninginn um alþjóðlegt almenningsflug (Convention on International Civil Aviation), ásamt breytingum samanber 44. breytingu frá 25. febrúar 2013 (Amendment 44 to the International Standards, Rules of the Air).
  2. Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Með reglugerð þessari öðlast einnig gildi reglugerð (ESB) nr. 923/2012 frá 26. september 2012 um sameiginlegar flugreglur og rekstrarákvæði varðandi þjónustu og verklagsreglur fyrir flugleiðsögu og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1035/2011 og reglugerðum (EB) nr. 1265/2007, (EB) nr. 1794/2006, (EB) nr. 730/2006, (EB) nr. 1033/2006 og (ESB) nr. 255/2010, með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af XIII. viðauka EES-samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 232 frá 13. desember 2013, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 4 frá 23. janúar 2014, bls. 422.

4. gr.

Við I. kafla viðauka I bætast eftirfarandi skilgreiningar á viðeigandi stað í stafrófsröð:

Að greina og forðast (Detect and avoid): Geta til að sjá, skynja eða greina umferðarhættu eða aðra hættu og gera viðeigandi ráðstafanir.
Blindaðflugsaðgerðir (Instrument approach operations): Aðflug og lending með stjórntækjum fyrir leiðsögu sem byggist á verklagi við blindaðflug. Tveimur aðferðum er beitt til að framkvæma blindaðflugsaðgerðir:
a) tvívíð (2D) blindaðflugsaðgerð þar sem einungis er beitt stefnubeinandi leiðsögn og
b) þrívíð (3D) blindaðflugsaðgerð þar sem bæði láréttri og lóðréttri leiðsögn er beitt.

Aths. Lárétt og lóðrétt leiðsögn vísar til leiðsagnar sem veitt er ýmist með:
a) jarðföstum leiðsögubúnaði eða
b) tölvugerðum leiðsögugögnum.

Starfræksla í sjónlínu (Visual line-of-sight (VLOS) Operation): Starfræksla þar sem fjarflugmaður eða umsjónarmaður fjarstýrðs loftfars heldur beinu sjónrænu sambandi við fjarstýrða loftfarið án hjálparbúnaðar.
Skilgreining orðsins Blindaðflug (Instrument approach procedure) í I. kafla viðauka I verður svohljóðandi og færist á réttan stað í stafrófsröð:
Verklag við blindaðflug (Instrument approach procedure, IAP): Fyrirfram ákveðin flugbrögð loftfars, gerð með aðstoð flugmælitækja, með tilgreindu bili frá hindrunum frá upphafsstað aðflugs eða, þar sem við á, frá byrjun skilgreindrar komuleiðar að þeim stað þar sem hægt er að ljúka lendingu. Ef lendingu verður ekki lokið, þá að stað þar sem sérstök greinimörk gilda um biðflug eða hindranir fyrir loftför á flugi.

Verklagsreglur um blindaðflug eru flokkaðar sem hér segir:

Verklag við grunnaðflug (Non-precision approach (NPA) procedure): Verklag við blindaðflug sem er hannað fyrir tvívíða (2D) blindaðflugsaðgerð af A-gerð.
Verklag við aðflug með leiðsögu í lóðréttum fleti (Approach procedure with vertical guidance (APV)): Verklag við hæfisbundna leiðsögu (PBN) í blindaðflugi sem er hannað fyrir þrívíða (3D) blindaðflugsaðgerð af A-gerð.
Verklag við nákvæmnisaðflug (Precision approach (PA) procedure): Verklag við blindaðflug sem byggir á leiðsögukerfum (ILS, MLS, GLS og SBAS flokki I) hannað fyrir þrívíðar blindaðflugsaðgerðir af A eða B gerð.

Aths. Vísað er í ICAO viðauka 6 fyrir skilgreiningar á A- og B-gerðum blindaðflugsaðgerða.

5. gr.

Í stað orðsins "þrjár" í c-lið greinar 3.6.2.2 í III. kafla viðauka I kemur: tvær.

6. gr. Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi 44. breyting frá 25. febrúar 2013 á viðauka 2 við Chicago-samninginn um alþjóðlegt almenningsflug (Convention on International Civil Aviation).

Með reglugerð þessari öðlast einnig gildi reglugerð (ESB) nr. 923/2012 frá 26. september 2012 um sameiginlegar flugreglur og rekstrarákvæði varðandi þjónustu og verklagsreglur fyrir flugleiðsögu og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1035/2011 og reglugerðum (EB) nr. 1265/2007, (EB) nr. 1794/2006, (EB) nr. 730/2006, (EB) nr. 1033/2006 og (ESB) nr. 255/2010, með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af XIII. viðauka EES-samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 232 frá 13. desember 2013, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 4 frá 23. janúar 2014, bls. 422.

7. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 1. mgr. 56. gr., 57. gr. a, 5. mgr. 75. gr., 2. og 3. mgr. 76. gr. og 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 3. júlí 2015.

F. h. r.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

Einar Brynjarsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.