Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 29. mars 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 10. maí 1999

367/1997

Reglugerð um viðurkenningu á starfi og starfsþjálfun í iðnaði í öðru EES-ríki.

Birta efnisyfirlit

1.gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í 31., 32., 35., 36 og 47. tölul. VII. viðauka við samninginn um gagnkvæma viðurkenningu á starfsmenntun og hæfi, skulu öðlast gildi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af VII. viðauka, bókun 1 um altæka aðlögun að öðrum ákvæðum samningsins, sbr. lög nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið, með síðari breytingum.

Eftirtaldar gerðir, sem taka nú til allra EES-ríkjanna þrátt fyrir þrengra orðalag gerðanna, öðlast samkvæmt þessu gildi:

  1. Tilskipun ráðsins 64/427/EBE frá 7. júlí 1964 sem hefur að geyma ítarleg ákvæði um bráðabirgðaráðstafanir vegna starfsemi sjálfstætt starfandi einstaklinga á sviði framleiðslu- og vinnsluiðnaðar sem fellur undir ISIC yfirflokka 23-40 (iðnaður og handverk), ásamt breytingu með tilskipun ráðsins 69/77/EBE frá 4. mars 1969 (ákvæði 3. mgr. 5. gr. um Lúxemborg gilda ekki);
  2. tilskipun ráðsins 64/429/EBE frá 7. júlí 1964 um hvernig koma skuli á staðfesturétti og rétti sjálfstætt starfandi einstaklinga til að veita þjónustu á sviði framleiðslu- og vinnsluiðnaðar er heyrir undir ISIC yfirflokka 23-40 (Iðnaður og handverk);
  3. tilskipun ráðsins 68/365/EBE frá 15. október 1968 um hvernig koma skuli á staðfesturétti og rétti sjálfstætt starfandi einstaklinga til að veita þjónustu á sviði matvæla- og dryggjarvöruframleiðslu (ISIC yfirflokkar 20 og 21);
  4. tilskipun ráðsins 68/366/EBE frá 15. október 1968 sem hefur að geyma ítarleg ákvæði um bráðabirgðaráðstafanir vegna starfsemi sjálfstætt starfandi einstaklinga á sviði matvæla- og drykkjarvöruframleiðslu (ISEC yfirflokkar 20 og 21) ( ákvæði 3. mgr. 6. gr. um Lúxemborg gilda ekki);
  5. tilskipun ráðsins 82/489/EBE frá 19. júní 1982 um ráðstafanir til að auðvelda að staðfesturéttar og réttar til að veita þjónustu sé neytt í háriðn.

Textar framangreindra tilskipana, áður birtar í sérriti S 34 í EES-gerðum sem tengdust Stjórnartíðindum, birtast í viðauka við reglugerð þessa.

1. gr. a

Að svo miklu leyti sem ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í 46. tölul. VII. viðauka við samninginn um gagnkvæma viðurkenningu á starfsmenntun og hæfi, tekur til starfa í iðnaði skulu ákvæðin öðlast gildi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af VII. viðauka, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins, sbr. lög nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið, með síðari breytingum.

Eftirtalin gerð öðlast því gildi hér á landi:

Tilskipun ráðsins 75/368/EBE frá 16. júní 1975 um ráðstafanir til að auðvelda að

staðfesturéttar og réttar til að veita þjónustu sé neytt að því er varðar ýmsa starfsemi (úr ISIC deildum 1 til 85) og einkum bráðabirgðaráðstafanir með tilliti til þessarar starfsemi.

2.gr.

Þrátt fyrir önnur ákvæði iðnaðarlaga en felast í 2. gr. laganna hafa ríkisborgarar eða lögaðilar aðildarríkja að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið rétt til að starfa í iðnaði hér á landi á grundvelli skuldbindinga Íslands samkvæmt framangreindum gerðum sem fela í sér viðurkenningu á starfi og starfsþjálfun í iðnaði í öðru EES-ríki. Ekki felst í starfsréttinum heimild til að kalla sig meistara eða svein án nánari tilgreiningar. Þá felst heldur ekki í réttinum sú heimild sem meistarar hafa til að veita löggiltri iðngrein forstöðu, taka nema eða vinna störf sem sérstaka löggildingu þarf til nema slíkt felist í hverju einstöku tilviki í skuldbindingum Íslands samkvæmt EES-samningnum. Þar til bær stjórnvöld, m.a. menntamálaráðuneytið, geta kveðið upp úr um það hvort telja eiti að slíkar heimildir skuli vera fyrir hendi hér á landi emð samanburði við heimildir aðila í viðkomandi EES-ríkjum en leita má úrskurða dómstóla.

3.gr.

Færa skal fyrir lögreglustjóra hér á landi sönnur um starf og starfsþjálfun í öðru EES-ríki í samræmi við viðkomandi gerðir. Fara má fram á að gögn erlends stjórnvalds taki mið af viðurkenndri lýsingu á viðkomandi iðngrein hér á landi en þá lýsingu getur menntamálaráðuneytið gefið. Lögreglustjórar skulu staðfesta réttmæti gagna um starfið og starfsþjálfunina eftir að viðkomandi félagi iðnaðarmanna, þ.e. landsamgökum meistara og sveina í iðngrein og staðbundnu félagi er til er, hefur verið gefinn kostur á að segja álit sitt. Skal frestur til þess vera stuttur og að jafnaði eigi lengri en tvær vikur. Eftir atvikum má leita álits annarra aðila, t.d. iðnráðs Reykjavíkur.

Í staðfestingu komi a.m.k. fram: Viðurkenning samkvæmt 2. gr. iðnaðarlaga á rétti til starfa hér á landi í .....(iðngrein), nafn og kennitala rétthafa, útgáfustaður, útgáfudagur og nafn embættis. Binda má viðurkenningu skilyrðum, m.a. takmarka hana í tíma, ef þurfa þykir vegna nánari athugunar, eða gera fyrirvara um endurskoðun vegna nýrra upplýsinga.

Lögreglustjórar skulu gefa þeim er leita starfsréttinda í öðru EES-ríki á grundvelli framangreindra EES-gerða tilskilin vottorð um það í hvaða iðngrein viðkomandi hafi starfað og hversu lengi. Er vottorð eru gefin skal leitast við að hafa hliðsjón af viðurkenndri lýsingu á viðkomandi iðngrein í EES-ríkinu sem ætlunin er að starfa í.

4.gr.

Lögreglustjórar hafa eftirlit með framkvæmt reglugerðar þessarar. Ágreining um rétt má bera undir iðnaðarráðherra og enn fremur leita úrskurðar dómstóla.

5.gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 2. gr. iðnaðarlaga nr. 42/1978, eins og henni hefur verið breytt með lögum nr. 40/1997, öðlast þegar gildi.

Sjá viðauka í B-deild stjórnartíðinda nr. 52 á blaðsíðu 751-775.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.