Fara beint í efnið

Prentað þann 25. apríl 2024

Breytingareglugerð

96/1986

Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir Rafveitu Akureyrar nr. 458/1979.

1. gr.

1. mgr. 3. gr. orðist svo: Stjórn veitustofnana hefur með höndum stjórn Rafveitu Akureyrar.

Í stað orðanna "rafveitustjórnar" í 2. og 3. mgr. 3. gr. komi: stjórn veitustofnana.

2. gr.

Fyrirsögn 4. gr. verði:

Verksvið stjórnar veitustofnana.

Í stað orðsins "rafveitustjórnar" í 1. mgr. 4. gr. komi: stjórn veitustofnana. Í stað orðsins "rafveitustjórnar" í 2. mgr. 4. gr. komi: stjórn veitustofnana.

3. gr.

Í stað orðsins "Rafveitustjórn" í 2. mgr. 8. gr. komi: Stjórn veitustofnana.

4. gr.

Í stað orðsins "rafveitustjórnar" í 4. mgr. 17. gr. komi: stjórnar veitustofnana.

5. gr.

Í stað orðsins "rafveitustjórnar" í 19. gr. komi: stjórnar veitustofnana.

Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt of bæjarstjórn Akureyrar, er hér með staðfest skv. vatnalögum nr. 15 20. júní 1923 og orkulögum nr. 58 29. apríl 1967, til að öðlast gildi þegar í stað.

Iðnaðarráðuneytið, 17. febrúar 1986.

Albert Guðmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.