Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

1150/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 985/2010, um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi.

1. gr.

Á eftir orðunum "skv. 20. gr." í c-lið 3. gr. reglugerðarinnar kemur: , eða samkvæmt sérstökum fjárfestingarsamningi fyrir gildistöku laganna,.

2. gr.

Á eftir orðunum "skv. 20. gr." í 1. tölul. 2. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar kemur: , eða samkvæmt sérstökum fjárfestingarsamningi fyrir gildistöku laganna,.

3. gr.

Á eftir orðunum "undirritun hans" í 1. málsl. 3. mgr. 20. gr. reglugerðarinnar kemur: að teknu tilliti til sérstaks fjárfestingarsamnings ef slíkur samningur hefur áður verið gerður um verkefnið.

4. gr.

Á eftir orðunum "veitingu ívilnunar" í 2. málsl. 3. mgr. 20. gr. reglugerðarinnar kemur: að teknu tilliti til sérstaks fjárfestingarsamnings ef slíkur samningur hefur áður verið gerður um verkefnið.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett á grundvelli 26. gr. laga nr. 99/2010, um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi, og öðlast þegar gildi.

Iðnaðarráðuneytinu, 30. desember 2010.

Katrín Júlíusdóttir.

Ingvi Már Pálsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.