Heilbrigðisráðuneyti

1531/2025

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 510/2020 um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðisstarfsmanna frá öðrum ees-ríkjum og sviss til að starfa hér á landi.

1. gr.

1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Markmið reglugerðar þessarar er að innleiða reglur tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB (hér eftir tilskipunin) og gera ríkisborgurum aðildarríkja að samningnum um EES og Sviss (hér eftir aðildarríki) kleift að öðlast starfsleyfi innan löggiltra heilbrigðisstétta hér á landi á grundvelli faglegrar menntunar og hæfni sem þeir hafa öðlast í einu eða fleiri aðildarríkjum (hér eftir heimaríki) sem veitir aðgang að starfi í sömu stétt, og öðlast þannig aðgang að þeirri stétt hér á landi.

Einnig að innleiða reglur sem heimila takmarkaðan aðgang að störfum innan löggiltra heilbrigðisstétta og viðurkenningu á starfsþjálfun í öðru aðildarríki.

2. gr.

4. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Viðurkenning embættis landlæknis á faglegri menntun og hæfi með útgáfu starfsleyfis eða sérfræðileyfis gerir heilbrigðisstarfsmanni kleift að fá aðgang að sömu heilbrigðisstétt hér á landi og hann hefur menntun og hæfi til að starfa við í heimaaðildarríki sínu og að leggja stund á hana hér á landi með sömu skilyrðum og gilda um ríkisborgara Íslands.

Aðeins getur verið um að ræða sömu heilbrigðisstétt ef starfsemi og ábyrgð sem um ræðir er sambærileg.

3. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði ásamt fyrirsögn, í IV. kafla, á undan 19. gr., og verður 18. gr. a, svohljóðandi:

18. gr. aGildissvið IV. kafla.

Þessi kafli (IV.) á við um umsækjendur í öllum löggiltum heilbrigðisstéttum sem falla ekki undir III. eða V. kafla og í þeim tilvikum sem umsækjandi, af sérstakri og óvenjulegri ástæðu, uppfyllir ekki skilyrðin sem mælt er fyrir um í þeim köflum:

  1. fyrir lækna með grunnmenntun, sérmenntaða lækna, hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna, sérmenntaða tannlækna, ljósmæður og lyfjafræðinga, þegar innflytjandi uppfyllir ekki skilyrði um raunverulega og lögmæta starfsreynslu sem um getur í 12., 13. og 16. gr.,
  2. með fyrirvara um 10. gr. (1.-3. mgr.), 12. og 16. gr., varðandi lækna, hjúkrunarfræðinga, tannlækna, ljósmæður og lyfjafræðinga sem hafa undir höndum vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem sérfræðingar og verða að hafa stundað nám sem gefur rétt til starfsheitis sem talin eru upp í liðum 5.1.1, 5.2.2, 5.3.2, 5.5.2 og 5.6.2 í V. viðauka, einungis til viðurkenningar á viðkomandi sérgrein.

4. gr.

Við fylgiskjal I með reglugerðinni bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2024/505/ESB frá 7. febrúar 2024 um breytingu á tilskipun 2005/36/EB um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, varðandi viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun frá Rúmeníu, eins og hún var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 132/2025, sem birt var 9. september 2025 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54/2025 bls. 349.

5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á fylgiskjali IV með reglugerð þessari:

2. gr. orðast svo:

Að því er varðar menntun og hæfi hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun í Rúmeníu gilda einungis eftirfarandi ákvæði, um réttindi sem áunnin eru fyrir 3. mars 2024.

Í málum ríkisborgara í EES-ríki og Sviss sem hlutu menntun sem hjúkrunarfræðingar í almennri hjúkrun í Rúmeníu sem uppfyllir ekki lágmarkskröfur 31. gr. skal landlæknir viðurkenna sem vitnisburð um formlega menntun og hæfi hjúkrunarfræðings í almennri hjúkrun:

  1. einhvern eftirfarandi vitnisburða um formlega menntun og hæfi hjúkrunarfræðings í almennri hjúkrun sem fullnægjandi sönnun að því tilskildu að honum fylgi vottorð sem staðfestir að þessir ríkisborgarar hafi í reynd og með lögmætum hætti gegnt starfi hjúkrunarfræðings í almennri hjúkrun í Rúmeníu og m.a. tekið fulla ábyrgð á að áætla, skipuleggja og annast hjúkrun sjúklinga í a.m.k. þrjú ár samfellt á næstliðnum fimm árum fyrir útgáfudag vottorðsins:
    1. Certificat de competențe profesionale de asistent medical generalist með nám eftir framhaldsskólastigið frá școală postliceală sem vottar nám sem hófst fyrir 1. janúar 2007.
    2. Diplomă de absolvire de asistent medical generalist með stutt nám á æðra skólastigi sem vottar nám sem hófst fyrir 1. október 2003.
    3. Diplomă de asistent medical generalist með langt nám á æðra skólastigi sem vottar nám sem hófst fyrir 1. október 2003.
  2. hvern þann vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem talinn er upp í ii- og iii-lið a-liðar, að því tilskildu að slíkum vitnisburði fylgi eftirfarandi vitnisburður um formlega menntun og hæfi sem fengin voru á grundvelli sérstakrar endurmenntunaráætlunar:
    Diplomă de licenţă sem um getur í 2. mgr. 3. gr. sameiginlegra fyrirmæla menntamálaráðherra og heilbrigðisráðherra nr. 4317/943/2014 frá 11. ágúst 2014 um samþykki sérstakrar endurmenntunaráætlunar til að uppfæra grunnmenntun hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun sem var fengin fyrir 1. janúar 2007, fyrir þá sem útskrifuðust með nám eftir framhaldsskólastigið og af æðra námsstigi (Stjórnartíðindi Rúmeníu nr. 624 frá 26. ágúst 2014), ásamt viðauka við prófskírteini þar sem fram kemur að háskólaneminn hafi lokið sérstöku endurmenntunaráætluninni, eða
  3. hvern þann vitnisburð um formlega menntun og hæfi eftir framhaldsskólastigið sem skráður er í 4. gr. fyrirmæla menntamálaráðherra nr. 5114/2014 um samþykki aðferðafræði við skipulag, framkvæmd og lok sérstakrar endurmenntunaráætlunar til að uppfæra grunnmenntun hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun sem var fengin fyrir 1. janúar 2007, fyrir þá sem útskrifuðust með nám eftir framhaldsskólastigið (Stjórnartíðindi Rúmeníu nr. 5 frá 6. janúar 2015), að því tilskildu að slíkum vitnisburði fylgi eftirfarandi vitnisburður um formlega menntun og hæfi sem fékkst á grundvelli sérstakrar endurmenntunaráætlunar:
    Certificat de revalorizare a competenţelor profesionale sem um getur í 1. mgr. 3. gr. og í 3. viðauka við sameiginleg fyrirmæli menntamálaráðherra og heilbrigðisráðherra nr. 4317/943/2014 og í 16 gr. fyrirmæla menntamálaráðherra nr. 5114/2014.

6. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með lagastoð í 3. mgr. 9. gr. laga um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi, nr. 26/2010, öðlast þegar gildi.

Heilbrigðisráðuneytinu, 10. desember 2025.

Alma D. Möller.

Ásta Valdimarsdóttir.

B deild - Útgáfudagur: 30. desember 2025


Þetta vefsvæði byggir á Eplica