Heilbrigðisráðuneyti

277/2025

Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 481/2022 um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um dýralyf.

1. gr.

Eftirfarandi töluliðir bætast við 1. gr. reglugerðarinnar svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/875 frá 21. mars 2024 um að samþykkja skrá yfir skammstafanir og skýringarmyndir, sem eru sameiginlegar fyrir allt Sambandið, sem nota skal á umbúðir dýralyfja að því er varðar 2. mgr. 10. gr. og 3. mgr. 11. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/6, sem vísað er til í lið 22l í XIII. kafla, II. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 279/2024 frá 6. desember 2024, öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 847-853.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/878 frá 21. mars 2024 um að samþykkja samræmdar reglur um stærð lítilla innri umbúðaeininga dýralyfja eins og um getur í 12. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/6, sem vísað er til í lið 22l í XIII. kafla, II. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 279/2024 frá 6. desember 2024, öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 854-855.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 4. mgr. 74. gr. laga um dýralyf nr. 14/2022, öðlast þegar gildi.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 26. febrúar 2025.

 

Alma D. Möller
heilbrigðisráðherra.

Ásthildur Knútsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica