Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Stofnreglugerð

356/1994

Reglugerð um tekjutengingu ekkjulífeyris.

1. gr.

Frá og með 1. júlí 1994 skal ekkjulífeyrir skv. 7. gr. laga um félagslega aðstoð nr. 118/1993 skertur ef árstekjur hlutaðeigandi eru hærri en kr. 839.187 eða kr. 69.932 á mánuði. Ef tekjur eru umfram þessi mörk skal skerða ekkjulífeyri um 25% þeirra tekna sem umfram eru uns hann fellur niður.

Til tekna í þessu sambandi teljast hvorki bætur almannatrygginga né bætur félagslegrar aðstoðar.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. sbr. 13. gr. laga um félagslega aðstoð nr. 118/1993 og öðlast þegar gildi.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 16. júní 1994.

Guðmundur Árni Stefánsson.

Páll Sigurðsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.