Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

463/1993

Reglugerð um breytingu á reglugerð um hverjar vörur lyfsalar einir og læknar (dýralæknar), er rétt eiga eða leyfi hafa til lyfjasölu, mega hafa á boðstólum, selja eða afhenda, og um sölu vítamína og steinefna nr. 579/1980, sbr. reglugerð nr. 116/1987. - Brottfallin

1.gr.

Við 3. gr. Bætast 2 nýir töluliðir:

,,21. Allantoinum (allantóín) til útvortis notkunar í samsetningum, sem 2% af efninu eða minna

22, Sótthreinsandi lausnir til munnskolunar (munnskol) og/eða tannhirðu, enda innihgaldi þær ekki efni, sem geta verið hættuleg heilsu manna.

Dæmi um efni, sem heimilt er að nota í þessum tilgangi (styrkleiki einstakra efna skal þó vera innan þeirra marka, er tilgreind eru);

- Cetylpyridinii chloridum (cetýlpýridínklóríð), mest 0,1%;

- Domipheni bromidum (dómífenbrómíð);

- Triclosanum (triklósan), mest 0,05%."

2.gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt ákvæðum 4.og 5. gr. Lyfjalaga nr. 108/1984, öðlast gildi 1. desember 1993

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 3. nóvember 1993.

Guðmundur Árni Stefánsson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica