Heilbrigðisráðuneyti

465/2008

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 458/2005 um greiðslur almannatrygginga í lyfjakostnaði. - Brottfallin

1. gr.

Við 12. gr. bætist nýr töluliður, sem verður 3. töluliður, svohljóðandi:

Þegar sjúklingur af brýnum læknisfræðilegum ástæðum s.s. alvarlegum aukaverkunum getur ekki notað það lyf sem greiðsluþátttaka almannatrygginga miðast við, sbr. 2. mgr. 2. gr., er þá heimilt að miða greiðsluþátttöku við hámarkssmásöluverð viðkomandi lyfs.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í c-lið 41. gr. laga um almannatryggingar nr. 100/2007, öðlast þegar gildi.

Heilbrigðisráðuneytinu, 19. maí 2008.

F. h. r.

Ragnheiður Haraldsdóttir.

Einar Magnússon.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica