Fara beint í efnið

Prentað þann 18. apríl 2024

Breytingareglugerð

59/1999

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 309/1996, um ákvörðun þungaskatts og skyldur ökumanna, með síðari breytingum.

1. gr.

3. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Bifreiðar erlendra sendisveita, bifreiðar erlendra ræðismanna sem ekki eru íslenskir ríkisborgarar og námubifreiðar, sem eingöngu er notaðar utan vega eða á lokuðum vinnusvæðum, eru undanþegnar skattskyldu.

2. gr.

Lokamálsliður 3. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Skráning ökutækis samkvæmt þessari málsgrein tekur gildi um leið og heimild hefur verið veitt og gildir í a.m.k. tólf mánuði.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:

a. 1. mgr. 4. gr. orðast svo:

Árlegt fast gjald þungaskatts er eftirfarandi:

Eigin þyngd Þungaskattur Eigin þyngd Þungaskattur
bifreiðar,kg kr. bifreiðar, kg kr.
Allt að 1.000 94.273 2.800-2.999 175.770
1.000-1.499 113.163 3.000-3.199 183.589
1.500-1.999 136.675 3.200-3.399 191.408
2.000-2.199 144.494 3.400-3.599 199.227
2.200-2.399 152.313 3.600-3.799 207.046
2.400-2.599 160.132 3.800-3.999 214.865
2.600-2.799 167.951

b. Við bætist ný málsgrein er orðast svo:

Árlegt fast gjald þungaskatts með 25% álagi er eftirfarandi:

Eigin þyngd Þungaskattur Eigin þyngd Þungaskattur
bifreiðar, kg kr. bifreiðar, kg kr.
Allt að 1.000 117.841 2.800-2.999 219.713
1.000-1.499 141.454 3.000-3.199 229.486
1.500-1.999 170.844 3.200-3.399 239.260
2.000-2.199 180.618 3.400-3.599 249.034
2.200-2.399 190.391 3.600-3.799 258.808
2.400-2.599 200.165 3.800-3.999 268.581
2.600-2.799 209.939

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglugerðarinnar:

a. Orðin „og eftirvögnum“ í 2. málsl. 1. mgr. falla brott.

b. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður er orðast svo: Þó skal ekki greitt fast árgjald þungaskatts af slökkvibifreiðum sem falla undir vörulið 8705.3009 í viðauka I við tollalög, nr. 55/1987.

c. 4. mgr. orðast svo:

Kílómetragjald bifreiða skal vera sem hér segir:

Gjaldþyngd Kílómetragjald, Gjaldþyngd Kílómetragjald,
ökutækis, kg kr. ökutækis, kg kr.
4.000-4.999 6,97 13,40 18.000-18.999
5.000-5.999 7,41 14,43 19.000-19.999
6.000-6.999 8,01 15,20 20.000-20.999
7.000-7.999 8,42 16,08 21.000-21.999
8.000-8.999 8,78 17,09 22.000-22.999
9.000-9.999 9,17 17,90 23.000-23.999
10.000-10.999 9,73 18,71 24.000-24.999
11.000-11.999 10,10 19,63 25.000-25.999
12.000-12.999 11,38 20,50 26.000-26.999
13.000-13.999 12,44 21,41 27.000-27.999
14.000-14.999 10,14 22,32 28.000-28.999
15.000-15.999 10,92 23,23 29.000-29.999
16.000-16.999 11,79 24,14 30.000-30.999
17.000-17.999 12,64 25,05 31.000 og yfir

d. Á eftir 4. mgr. kemur ný málsgrein, 5. mgr., er orðast svo:

Kílómetragjald eftirvagna skal vera sem hér segir:

Gjaldþyngd Kílómetragjald, Gjaldþyngd Kílómetragjald,
ökutækis, kg kr. ökutækis, kg kr.
6.000-6.999 7,63 19.000-19.999 17,31
7.000-7.999 8,01 20.000-20.999 18,24
8.000-8.999 8,36 21.000-21.999 19,29
9.000-9.999 8,73 22.000-22.999 20,51
10.000-10.999 9,28 23.000-23.999 21,49
11.000-11.999 9,62 24.000-24.999 22,46
12.000-12.999 10,83 25.000-25.999 23,55
13.000-13.999 11,85 26.000-26.999 24,59
14.000-14.999 12,17 27.000-27.999 25,70
15.000-15.999 13,10 28.000-28.999 26,79
16.000-16.999 14,15 29.000-29.999 27,87
17.000-17.999 15,18 30.000-30.999 28,96
18.000-18.999 16,08 31.000 og yfir 30,07

5. gr.

7. gr. reglugerðarinnar ásamt fyrirsögn orðast svo:

95.000 km fast kílómetragjald.

Eigendur eða umráðamenn ökutækja geta, þrátt fyrir ákvæði 5. gr., valið áður en nýtt gjaldár hefst að greiða gjald sem tekur mið af kílómetrafjölda er samsvari 95.000 km akstri á gjaldárinu í stað gjalds fyrir hvern ekinn kílómetra. Upphæð fasts kílómetragjalds ræðst af gjaldþyngd ökutækis. Við nýskráningu ökutækis er einnig heimilt að velja fast kílómetragjald og skal gjaldið þá reiknað í hlutfalli við fjölda mánaða sem eftir eru af gjaldári. Velji eigandi eða umráðamaður að greiða fast kílómetragjald á bifreið skal hann að auki greiða 100.000 kr. fast árgjald, sbr. 1. mgr. 5. gr.

Ákvörðun um fast kílómetragjald verður ekki breytt vegna viðkomandi ökutækis eftir að gjaldár er hafið, nema ökutæki lendi í altjóni, sem staðfest er af vátryggingafélagi. Niðurfelling fasts kílómetragjalds miðast þá við innlögn skráningarmerkja. Verði viðkomandi ökutæki sett í umferð að nýju áður en gjaldári er lokið er niðurfelling fasts kílómetragjalds afturkölluð frá og með niðurfellingardegi.

Umsókn um fast kílómetragjald skal send ríkisskattstjóra í því formi sem hann ákveður.

Þeir sem fá heimild samkvæmt þessari grein eru undanþegnir ökumælisskyldu, sbr. 15. gr., skráningu í akstursbók skv. 16. gr. og að mæta í álestur á álestrartímabili skv. 18. gr.

6. gr.

Í stað 7. og 8. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 8. gr., ásamt fyrirsögn er orðast svo:

Gjald af ökutækjum skráðum erlendis.

Af bifreiðum, sem skrásettar eru erlendis og nota annan orkugjafa en bensín og af eftirvögnum sem eru 6.000 kg eða meira af leyfðri heildarþyngd skal greiða þungaskatt skv. 2. og 3. mgr. Ef nýting bifreiðar fellur undir skilgreiningu 2. mgr. 4. gr., skal vikugjaldið vera 25% hærra. Af bifreiðum, sem að leyfðri heildarþyngd eru 4.000 kg eða meira og af eftirvögnum, sem að leyfðri heildarþyngd eru 6.000 kg eða meira og nýtt eru í atvinnuskyni skal ákvörðun þungaskatts fara eftir ákvæðum 5. gr.

Af ökutækjum skráðum erlendis skal greiða þungaskatt fyrir hverja byrjaða viku sem ökutækið er hér á landi sem hér segir:

Eigin þyngd Þungaskattur Eigin þyngd Þungaskattur
ökutækis, fyrir hverja ökutækis, fyrir hverja
kg byrjaða viku, kg byrjaða viku,
kr. kr.
Allt að 1.000 1.813 2.800-2.999 3.380
1.000-1.499 2.176 3.000-3.199 3.531
1.500-1.999 2.628 3.200-3.399 3.681
2.000-2.199 2.779 3.400-3.599 3.831
2.200-2.399 2.929 3.600-3.799 3.982
2.400-2.599 3.079 3.800-3.999 4.132
2.600-2.799 3.230

Sé eigin þyngd ökutækis meiri en 4.000 kg skal þungaskattur fyrir hverja byrjaða viku hækka um 1.000 kr. fyrir hver byrjuð 1.000 kg sem eigin þyngd er umfram 4.000 kg. Við ákvörðun þungaskatts samkvæmt þessari málsgrein reiknast brot úr viku sem heil vika.

Við brottflutning ökutækis sem gjaldskylt er skv. lokamálslið 1. mgr. skal toll- eða löggæslumaður lesa af ökumæli og ákvarða þungaskatt í samræmi við ekinn kílómetrafjölda frá komudegi. Þungaskatt skv. 2. og 3. mgr. skal greiða við komu ökutækisins til landsins. Við ákvörðun skattsins skal miða við þann tíma sem áformað er að ökutæki verði hér á landi.

7. gr.

Í stað orðsins „þrjátíu“ í 2. málsl. 1. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar kemur: fimmtán.

8. gr.

Við 10. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður er orðast svo: Óheimilt er að skrá eigendaskipti nema fast kílómetragjald skv. 7. gr. hafi verið greitt til þess dags sem eigendaskipti eru skráð í ökutækjaskrá.

9. gr.

Í stað orðsins „þrjátíu“ í 1. og 2. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar kemur: fimmtán.

10. gr.

Eftirfarandi breytingar á 12. gr. reglugerðarinnar:

a. 2. mgr. orðast svo:

Sé almenningsvagn að hluta notaður utan áætlunarferða skal þungaskattur greiddur að fullu vegna heildaraksturs og hluti hans síðan endurgreiddur. Senda skal ríkisskattstjóra greinargerð þar sem koma skal fram fjöldi kílómetra sem almenningsvagni er ekið í föstum áætlunarferðum á gjaldtímabili. Endurgreiða skal 70% af þeim hluta greidds þungaskatts, sem rekja má til aksturs í áætlunarferðum.

b. 4. mgr. fellur brott.

c. Orðin „eða 4. mgr.“ í 5. mgr. falla brott.

11. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 20. gr. laga nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, með síðari breytingum, öðlast gildi 11. febrúar 1999.

Fjármálaráðuneytinu, 26. janúar 1999.

F. h. r.

Jón Guðmundsson.

Eggert J. Hilmarsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.