Fara beint í efnið

Prentað þann 19. apríl 2024

Breytingareglugerð

626/1996

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 37/1989, um greiðslur samkvæmt 38. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda, sbr. reglugerð nr. 37/1993 og reglugerð nr. 109/1996.

1. gr.

A. liður 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Gjaldheimtan í Reykjavík er innheimtuaðili staðgreiðslu í stjórnsýsluumdæmi Reykjavíkur.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er skv. heimild í 41. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum, og heimild í 119. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, öðlast gildi frá og með 1. janúar 1997.

Fjármálaráðuneytinu, 3. desember 1996.

F. h. r.

Jón Guðmundsson.

Margrét Gunnlaugsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.