Fjármálaráðuneyti

294/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 883/2005, um Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. - Brottfallin

1. gr.

4. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Ráðherra skipar fimm menn í stjórn ÁTVR til ársloka 2009 og jafnmarga til vara. Ráð­herra skipar formann og varaformann stjórnar og ákveður þóknun stjórnarmanna.

2. gr.

Í stað orðsins "tveir" í 6. gr. reglugerðarinnar kemur: meirihluti.

3. gr.

4. málsliður 7. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Forstjóri gerir starfsáætlun og rekstraráætlun á hverju ári og kynnir hana fyrir stjórninni.

4. gr.

20. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Verð á áfengi frá vínbúð skal ákveðið þannig að við afhendingarverð frá birgjum skal bætt álagningu. Álagning Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á áfengi með 22% eða lægra hlutfall af vínanda að rúmmáli skal vera 18% en álagning áfengis með meira en 22% hlutfall af vínanda að rúmmáli skal vera 12%.

Við ákvörðun á áfengisinnihaldi vísast til laga um gjald af áfengi og tóbaki, nr. 96/1995, með síðari breytingum.

Álagning Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins skal lögð á innkaupsverð vöru. Með innkaups­verði er átt við að varan sé komin í vöruhús ÁTVR með öllum kostnaði sem á hana fellur, svo sem verði frá framleiðanda, flutningi, öllum innflutningsgjöldum s.s. áfengis­gjaldi og álagi heildsala.

5. gr.

Við 23. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Álagning Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á tóbak skal vera 18%. Álagning ÁTVR er lögð á innkaupsverð tóbaks. Með innkaupsverði er átt við að varan sé komin í vöruhús ÁTVR með öllum kostnaði sem á hana fellur, svo sem verði frá framleiðanda, flutningi, öllum innflutningsgjöldum s.s. tóbaksgjaldi og álagi heildsala.

6. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í lögum nr. 63/1969, um verslun með áfengi og tóbak, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 19. mars 2009.

F. h. r.
Maríanna Jónasdóttir.

Þórður Reynisson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica