Félags- og tryggingamálaráðuneyti

378/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð um húsaleigubætur, nr. 118/2003. - Brottfallin

1. gr.

1. og 2. mgr. 2. gr. verða svohljóðandi:

Grunnfjárhæðir húsaleigubóta skal ákvarða þannig, að grunnstofn til útreiknings húsa­leigubóta á mánuði skal vera 13.500 kr. fyrir hverja íbúð. Að auki bætast við 14.000 kr. fyrir fyrsta barn, 8.500 kr. fyrir annað og 5.500 kr. fyrir þriðja. Til viðbótar koma 15% þess hluta leigufjárhæðar er liggur á milli 20.000 - 50.000 kr.

Húsaleigubætur samkvæmt grunnfjárhæðum 1. mgr. geta þó aldrei orðið hærri en sem nemur 50% af leigufjárhæð, að hámarki 46.000 kr. á mánuði.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er á grunvelli 3. mgr. 5. gr., sbr. 21. gr., laga nr. 138/1997, um húsaleigubætur, öðlast þegar gildi og gildir um útreikning húsaleigubóta frá og með 1. apríl 2008.

Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, 7. apríl 2008.

Jóhanna Sigurðardóttir.

Ágúst Geir Ágústsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica