Félagsmálaráðuneyti

284/1980

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 393 5. september 1975 um gatnagerðargjöld í Ólafsvíkurhreppi. - Brottfallin

10, gr. orðist svo:

Gatnagerðargjald samkvæmt 7. gr. greiðist þannig að 20% greiðist, þegar lagn­ingu varanlegs slitlags er lokið. Eftirstöðvar greiðast með jöfnum árlegum afborg­unum á næstu 4 árum.

Gjalddagi afborgana er 1. júlí. Ársvextir hinir sömu og af lánum Byggðasjó$s af gatnagerðarlánum nú 22% greiðast eftir á á sömu gjalddögum. Gatnagerðargjaldi fylgir lögveð i fasteign þeirri, sem er lagt á, og gengur ásamt vöxtum fyrir öllum veðkröfum, sem á eigninni hvíla og tekur það einnig til vátrygg­ingafjár eignarinnar.

Heimilt er að taka gjöld samkvæmt lögum þessum lögtaki skv. lögum 29/1885.

Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af hreppsnefnd Ólafsvíkurhrepps, staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 51/1974 til að öðlast gildi þegar í stað.

Félagsmálaráðuneytið, 4. júní 1980.

 

F, h. r.

Hallgrímur Dalberg.

Hólmfríður Snæbjörnsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica