Félagsmálaráðuneyti

155/1986

Reglugerð um gatnagerðargjöld í Borgarnesi. - Brottfallin

 

REGLUGERÐ

 

um gatnagerðargjöld í Borgarnesi.

 

I. KAFLI.

Gatnagerðargjöld.

 

Gatnagerðargjald er gjald vegna þátttöku lóðarhafa í kostnaði við að undirbyggja götu

með tilheyrandi lögnum, leggja á hang bundið slitlag og ganga frá gangstétt.

 

1. gr.

Af öllum nýbyggingum svo og stækkunum eldri húsa í Borgarneshreppi skal greiða gatnagerðargjald til sveitarsjóðs samkvæmt reglugerð þessari.

Af rúmmetraaukningu vegna endurbyggingar þaka, án aukningar á nýtanlegu húsrými, skal ekki greiða gatnagerðargjald.

 

2. gr.

Af hverjum rúmmetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar á rúmmetra eins og harm er hverju sinni á vísitöluhúsi samkvæmt útreikningi Hagstofu Íslands, svo sem hér segir:

Einbýlishús með eða án tvíbýlisaðstöðu.................................................................................................................................. 6.0%

Raðhús og tvíbýlishús, einnar hæðar ..................................................................................................................................... 4.5%

Raðhús og tvíbýlishús, tveggja hæða...................................................................................................................................... 4.0%

Fjölbýlishús með álit að fimm íbúðum..................................................................................................................................... 3.5%

Fjölbýlishús með sex íbúðum eða fleirum............................................................................................................................... 2.5%

Verslunar- og skrifstofubyggingar.......................................................................................................................................... 6.0%

Iðnaðarhús, vörugeymslur og annað atvinnuhúsnæði............................................................................................................... 3.5%

Opinberarbyggingar.............................................................................................................................................................. 6.0%

Bifreiðageymslur,sérbyggðar................................................................................................................................................. 6.0%

Aðrar byggingar ...................................................................................................................................................................  2.0%

Rúmmál húss skal reikna frá neðstu grunnplötu. Næsta nýtanleg hæð undir þaki skal að

rúmmáli teljast flatarmál hennar margfaldað með 3.30 m (þetta á þó ekki við um portbyggð íbúðarris). Bílgeymslur skal telja með við útreikning á rúmmáli húsa. Af gluggalausu kjallararými íbúðarhúsa, sem myndast þegar hagkvæmara er að grafa út grunn en fylla harm upp, skal greiða 25% af venjulegu rúmmetragjaldi. Af iðnaðarhúsnæði með meiri lofthæð en 4 metra skal greiða 50% af rúmmetragjaldi af því húsrými sem er ofan þeirrar lofthæðar.

Jafnframt ofangreindu gjaldi og sem hluti þess skal lóðarhafi greiða kr. 30,00 af hverjum fermetra lóðar miðað við byggingarvísitölu 229 stig.

 

3. gr.

Ef lóðarhafi rífur gamalt hús eða flytur af lóð og byggir stærra hús á sömu 1óð, skal gjald samkvæmt 2. gr. aðeins reiknast af þeim rúmmetrum nýja hússins sem umfram eru stærð gamla hússins, enda hafi verið greidd gatnagerðargjöld af gamla húsinu.

Sama gildir ef hús brennur og byggt er að nýju á sömu 1óð.

 

4. gr.

Gjald skal áætla, þegar lóðarúthlutun fer fram. Gjald þetta skal vera lágmarksgjald og miðist við nýtingarmöguleika samkvæmt skipulagi og endurgreiðist ekki, þótt minna sé byggt á 1óð.

Innan mánaðar frá úthlutun skal greiða ákveðinn hluta gatnagerðargjalds samkvæmt ákvörðun hreppsnefndar, ella fellur úthlutunin sjálfkrafa úr gildi. Hreppsnefnd ákveður gjalddaga og greiðsluskilmála á eftirstöðvum.

Gatnagerðargjald af rúmmáli, sem er umfram það sem lágmarksgatnagerðargjald er miðað við samkvæmt framansögðu, fellur í gjalddaga þegar byggingarnefndarteikning er samþykkt og skal greiða það eigi síðar en innan mánaðar. Verði breytingar á byggingar­kostnaði vísitöluhússins á þeim tíma sem líður frá lóðarúthlutun og til þess dags sem teikning er samþykkt, skal lokagatnagerðargjaldið greiðast samkvæmt því rúmmetragjaldi sem gildir við samþykkt teikningar.

 

5. gr.

Nú er 1óð endurúthlutað og skal þá greiða gatnagerðargjald á grundvelli þeirrar gjaldskrár sem í gildi er þegar endurúthlutun fer fram. Hafi gjaldskrá hækkað frá frumúthlutun er heimilt að veita undanþágu frá framansögðu, ef eftirfarandi skilyrðum er fullnægt:

1.         Fyrri lóðarhafi hóf framkvæmdir innan árs frá því að 1óð varð byggingarhæf.

2.         Framkvæmdir eru það langt komnar að búið er að steypa botnplötu, gangs frá lögnum og fylla að sökkli.

3.         Fyrri lóðarhafi leggur fram reikninga fyrir kostnaði hans vegna lóðarinnar. Gatnagerðargjald skal þó aldrei vera lægra en gatnagerðargjald við frumúthlutun að viðbættum 30% þeirrar hækkunar sem orðið hefur á gjaldskránni.

 

6. gr.

Ef lóðarhafi ætlar að byggja á 1óð í áföngum getur hreppsnefnd heimilað að gatnagerðargjald af fyrirhuguðum mannvirkjum verði greitt samkvæmt áfangaskiptingu. Skal þá lokagatnagerðargjald vera gildandi rúmmetragjald þegar byggingarleyfi hvers áfanga er gefið út.

Umsækjandi skal taka það sérstaklega fram í umsókn um úthlutun lóðar að harm ætli að reisa fyrirhugað mannvirki í áföngum.

 

7. gr.

Óski lóðarhafi að skila 1óð á hann rétt á endurgreiðslu á greiddu gatnagerðargjaldi miðað við gildandi gjaldskrá þegar lóðinni er skilað. Heimilt er að fresta endurgreiðslu þar til endurúthlutun hefur fundið stað, þó ekki lengur en í 6 mánuði frá því að lóðinni var skilað.

Sama gildir ef lóðarúthlutun er afturkölluð vegna vanefnda lóðarhafa á skilmálum.

 

8. gr.

Heimilt er hreppsnefnd að fresta innheimtu gatnagerðargjalds hjá lóðarhöfum sem náð hafa 67 ára aldri svo og hjá lóðarhöfum sem eiga við langvarandi sjúkdóm eða örorku að stríða, enda sé lóðin ætluð til eigin nota lóðarhafa.

Við eigendaskipti skal gjaldið innheimt með áorðnum breytingum samkvæmt vísitölu byggingarkostnaðar, enda hafi því verið þinglýst sem kvöð á eigninni.

 

II. KAFLI.

Gatnagerðargjöld B.

Gatnagerðargjald B er gjald vegna þátttöku lóðarhafa í kostnaði við að leggja bundið slitlag á götu og ganga frá gangstétt.

 

9. gr.

Af lóðum í Borgarnesi sem búið er að úthluta við gildistöku þessarar reglugerðar og sem áður hefur verið lagt á gatnagerðargjald A, skal reikna gatnagerðargjald B samkvæmt 10.-14. gr. hér á eftir.

 

10. gr.

            Af hverjum rúmmetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar á

            rúmmetra eins og harm er hverju sinni á vísitöluhúsi samkvæmt útreikningi Hagstofu

            Íslands, svo sem hér segir:        

            Einbýlishús með eða án tvbýlisaðstöðu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .     1.5%

            Raðhús og tvíbýlishús, einnar hæðar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .  1.0%

            Raðhús og tvíbýlishús, tveggja hæða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .  0.9%

            Fjölbýlishús með álit að fimm íbúðum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .   0.7%

            Fjölbýlishús með sex íbúðum eða fleirum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .   0.5%

            Verslunar og skrifstofubyggingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .  1.5%

            Iðnaðarhús, vörugeymslur og annað atvinnuhúsnæði . . . . . . . . . . . . . . . . . .       1.0%

            Opinberar byggingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.5%

            Bifreiðageymslur, sérbyggðar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .1.5%

            Aðrar byggingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .0.5%

            Gjald of íbúðarhúsnæði skal þó aldrei miðast við minna rými en 300 m'.

            Auk rúmmetragjalds skulu lóðarhafar greiða í gatnagerðargjald B kr. 17,00 af hverjum

fermetra lóðar miðað við byggingarvísitölu 229 stig.

 

11. gr.

Upphæð gatnagerðargjalds B samkvæmt 10. gr. skal miðast við þá vísitölu sem í gildi er þegar lagning bundins slitlags fer fram. Nú breytist vísitala meðan á verki stendur og skal þá miðað við meðalvísitölu á því tímabili sem um er að ræða.

 

12. gr.

Hreppsnefnd er heimilt að hækka eða lækka gjaldstuðla samkvæmt 10. gr., hvern um sig eða alla í einu, um álit að 50% án frekari staðfestingar ráðuneytisins.

13. gr.

Nú hagar svo til að s. k. botnlangi liggur frá götu að 1óð og ekki er lagt bundið slitlag á harm samtímis götunni, skal þá aðeins innheimta 40% álagðs gatnagerðargjalds B.

Þegar lagt hefur verið á botnlangann bundið slitlag, skal innheimta 60% gjaldsins með áorðnum vísitölubreytingum.

 

14. gr.

Gatnagerðargjald B samkvæmt 10. og 13. gr. greiðist þannig að 20% falla í gjalddaga þegar lagningu bundins slitlags er lokið. Eftirstöðvar greiðast með jöfnum árlegum afborgunum á næstu fjórum árum. Gjalddagi afborgana er 1. jú1í. Lánskjör skulu vera þau sömu og á lánum Byggðasjóðs til gatnagerðar hverju sinni.

Hreppsnefnd getur sett nánari ákvæði um innheimtu gjalda samkvæmt 10. og 13. gr.

 

III. KAFLI.

 

Almenn ákvæði.

 

15. gr.

Gatnagerðargjaldi fylgir lögveð í fasteign þeirri sem það er lagt á og gengur það, ásamt vöxtum, fyrir öllum veðkröfum sem á eigninni hvíla og tekur einnig til vátryggingarfjár hennar.

Reglugerð þessi sem er samin og samþykkt af hreppsnefnd Borgarneshrepps staðfestist hér með samkvæmt 1. og 3. gr. laga nr. 51/1974 um gatnagerðargjöld, til að öðlast gildi þegar í stað.

Jafnframt er felld úr gildi reglugerð nr. 103/1976 með síðari breytingum, um gatnagerðargjöld í Borgarnesi.

 

Félagsmálaráðuneytið, 14. mars 1986.

 

F. h. r.

Hallgrímur Dalberg

Þórhildur Líndal


Þetta vefsvæði byggir á Eplica