Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Stofnreglugerð

668/2011

Reglugerð um skjöl sem undanþegin eru kröfum til framlagðra skjala í þjónustuviðskiptum á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins.

1. gr.

Skilyrði 5. gr. laga um þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins gilda ekki um skjöl sem kveðið er á um í:

  1. Ákvæðum 2. mgr. 7. gr. og 50. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2005/36/EB frá 7. september 2005 um gagnkvæma viðurkenningu starfsréttinda, líkt og ákvæðin hafa verið innleidd í íslenskan rétt,
  2. ákvæðum 3. mgr. 45. gr., 46. gr., 49. gr. og 50. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2004/18/EB frá 31. mars 2004, um samræmingu reglna um útboð og gerð opinberra verksamninga, vörusamninga og þjónustusamninga, líkt og ákvæðin hafa verið innleidd í íslenskan rétt,
  3. ákvæðum 2. mgr. 3. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 98/5/EB frá 16. febrúar 1998, um að auðvelda lögmönnum að starfa til frambúðar í öðru aðildarríki en þar sem þeir hlutu starfsmenntun sína og hæfi, líkt og ákvæðið er innleitt í íslenskan rétt,
  4. fyrstu tilskipun ráðsins nr. 68/151/EBE frá 9. mars 1968, um samræmingu verndarráðstafana sem ætlað er að vera jafngildar í Bandalaginu og aðildarríki krefjast af félögum í skilningi annarrar málsgreinar 58. gr. sáttmálans til að vernda hagsmuni félagsmanna og annarra, líkt og hún er innleidd í íslenskan rétt,
  5. elleftu tilskipun ráðsins nr. 89/666/EBE frá 28. desember 1989, um birtingarkröfur gagnvart útibúum sem stofnuð eru í aðildarríki af vissum gerðum félaga er lög annars ríkis taka til, eins og hún hefur verið innleidd í íslenskan rétt.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 4. mgr. 5. gr. laga nr. 76/2011 um þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins og öðlast þegar gildi.

Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, 4. júlí 2011.

F. h. r.

Helga Jónsdóttir.

Kjartan Gunnarsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.