Efnahags- og viðskiptaráðuneyti

148/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 307/2010 um störf eftirlitsnefndar sbr. lög nr. 107/2009 um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins.

1. gr.

Við 1. gr. bætast tvær nýjar málsgreinar svohljóðandi:

Ráðherra er heimilt að skipa nefndinni starfsmenn sem starfa á ábyrgð og undir handleiðslu nefndarinnar.

Kostnaður af störfum nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði. Lánastofnanir, skv. 4. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, skulu endurgreiða kostnað af störfum nefndarinnar, samkvæmt ákvörðun efnahags- og viðskiptaráðuneytisins, í hlutfalli við þann tíma sem eftirlitsnefndin hefur varið til eftirlits hjá hverri lánastofnun. Uppgjör skal fara fram á 6 mánaða fresti.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli 7. gr. sbr. 4. gr. laga nr. 107/2009 um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins, öðlast þegar gildi.

Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, 15. febrúar 2011.

Árni Páll Árnason.

Helga Jónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica