Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

348/1998

Reglugerð um breytingu á reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra, nr. 289 10. maí 1995.

1. gr.

Í 3. gr. bætist við nýr liður með merki:

A11.36 Nautgripir.

Merki þetta má nota til að vara við því að rekstrarleið nautgripa þveri veg, enda sé vegsýn takmörkuð og umferð að jafnaði hröð.

 

2. gr.

Í 5. gr. bætist við nýir liðir með merki:

B03.35 Akstur ökutækja með vatnsspillandi farm bannaður.

Merki þetta er einkum notað á svæðum þar sem grunnvatn er notað til neyslu. Ef sérstaklega stendur á má nota merkið utan slíkra svæða.

B03.36 Akstur ökutækja með hættulegan farm bannaður.

Merki þetta er notað þar sem nauðsynlegt er að banna eða takmarka umferð með hættulegan farm, t.d. sprengiefni, bensín eða annað eldsneyti. Þetta getur t.d. átt við í jarðgöngum.

 

 

3. gr.

9. gr. breytist þannig:

a. Í stað _skráningarnúmeri" í fyrirsögn og texta með merki
D01.22 komi: skráningarmerki.

b. Við bætast nýir liðir með merki:

D01.32 Bifreiðastæði fyrir vörubifreiðir.

Merki þetta er notað til að sýna hvar eru bifreiðastæði sem eingöngu eru ætluð vörubifreiðum.

D01.61 Keðjunarstaður.

Merki þetta er notað til að sýna hvar eru útskot við veg sem sérstaklega eru ætluð fyrir ökumenn sem þurfa að setja á keðjur eða taka af, gjarnan við heiðarsporða.

D06.51 Snúningssvæði til hægri.

Merki þetta er notað þar sem snúa má löngum ökutækjum við, svo sem í jarðgöngum. Nánari upplýsingar má letra á undirmerki (J).

D06.52 Snúningssvæði til vinstri.

Merki þetta er notað þar sem snúa má löngum ökutækjum við, svo sem í jarðgöngum. Nánari upplýsingar má letra á undirmerki (J).

D24.11 Vegur þar sem krafist er veggjalds.

Merki þetta ber að nota þar sem ekið er inn á veg þar sem búast má við að stöðva þurfi ökutæki og greiða veggjald. Nánari upplýsingar skal letra á undirmerki, t.d. J10.11.

4. gr.

11. gr. breytist þannig:

a. Í stað _opnunartíma" í texta með merki E07.11 komi: þess hvenær opið er.

b. Við bætast nýir liðir með merki:

E01.12 Heilsugæsla.

Merki þetta er notað til að vísa á heilsugæslustöð sem aðeins er opin hluta sólarhrings á virkum dögum.

E02.35 Losun skolptanka.

Merki þetta vísar á stað þar sem hægt er að losa skolptanka bifreiða og hjólhýsa.

E06.51 Fundaaðstaða.

Merki þetta vísar á stað þar sem boðið er upp á fundaaðstöðu.

E08.22 Hraðbanki.

Merki þetta vísar á hraðbanka.

E08.45 Handverk.

Merki þetta vísar á stað þar sem handverk er til sölu.

E08.57 Húsdýragarður.

Merki þetta vísar á stað þar sem húsdýr eru til sýnis.

E08.61 Hundahótel.

Merki þetta vísar á stað þar sem hundar eru teknir í gæslu.

5. gr.

Í 13. gr. bætast við nýir liðir með merki:

F16.31 Ónúmeraður vegur.

Merki þetta (án vegnúmers) er sett við veg sem ekki hefur vegnúmer og er ekki í umsjón Vegagerðarinnar.

F17.11 Eyðibýli.

Merki þetta er notað á vegvísa sem vísa á eyðibýli.

6. gr.

Á eftir _Óbrotin lína" í a-lið 23. gr. komi: (hindrunarlína).

7. gr.

Á eftir _Óbrotin lína" í a-lið 24. gr. komi: (hindrunarlína).

8. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 79. og 84. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 15. júní 1998.

Þorsteinn Pálsson.

Ólafur W. Stefánsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica